Þyrftu meiri mannskap vegna kynferðisbrota

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í umdæmum lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum hefur kynferðisbrotum fjölgað verulega á milli ára. Árið 2016 voru 25 brot á Suðurlandi, en á nýliðnu ári voru þau 42, samkvæmt bráðabirgðatölum  sem birtar voru í gær. Þar af voru níu nauðganir. Í Vestmannaeyjum voru kynferðisbrotin átta árið 2016 en fjórtán í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Aukningin á milli ára er þannig 68% á Suðurlandi og 75% í Vestmannaeyjum.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segja bæði í samtali við mbl.is að þau gætu notað meiri mannskap til að takast á við aukinn brotafjölda í þessum málaflokki.

„Það þarf að bæta í þennan málaflokk fjármagni til að halda í við þetta, svo að rannsóknirnar gangi vel og málshraðinn sé eðlilegur. Ef þú lítur á málshraðann í heild, í kynferðisbrotum, þá er hann orðinn svolítið langur, ef málin fara alla leið upp í dóm. Það er þungbært fyrir fólk sem stendur í þessum málum að málshraðinn skuli ekki vera betri hjá okkur. Eina leiðin til þess að bæta úr því er meiri mannskapur,“ segir Páley, en einungis einn rannsóknarlögreglumaður er starfandi hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Í sveitalöggunni þurfa menn að geta gert allt

Hjá lögreglunni á Suðurlandi eru fjórir rannsóknarlögreglumenn í fullu starfi auk eins lögreglufulltrúa sem annast rannsóknir. Einn rannsóknarlögreglumannanna sérhæfir sig í fjármunabrotum og að sögn Odds hefur lögreglunni á Suðurlandi tekist að vinna þann hluta vel niður, en mál höfðu safnast upp hjá embættinu fyrir þann tíma.

„Hinir geta þá einhent sér í þau mál sem þeir hafa sérþekkingu á, sem eru þessi alvarlegu slys og kynferðisbrot og heimilisofbeldismál, ásamt ýmsu öðru. Það er náttúrulega þannig í sveitalöggunni að þú þarft að geta gert allt,“ segir Oddur.

Hann segir hvern mann sjá að lögreglan á Suðurlandi gæti notað meiri mannskap, en á síðasta ári sá embættið um 51 heimilisofbeldismál, 13 banaslys auk 42 kynferðisbrota.

„Þetta eru allt mál sem í vinnu kosta okkur á bilinu 100-200 tíma. Þá er ég að tala um vinnu allra þeirra sem að því koma, bæði rannsóknar- og ákæruvaldshlutann. Þannig að ef við tökum bara eitt kynferðisbrot og segjum að það taki 180 tíma í rannsókn, þá ertu kominn með einn mannmánuð undir í því. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig menn standa uppréttir eftir þetta,“ segir Oddur.

Kynferðisbrotum fjölgar um 75% á milli ára hjá lögreglunni í ...
Kynferðisbrotum fjölgar um 75% á milli ára hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Töluvert um að gömul brot séu tilkynnt

Hann segist ekki vera viss um að aukinn fjöldi tilkynntra brota þýði að fleiri brot séu að eiga sér stað. „Fólk í dag treystir sér til að tala um hluti sem mátti ekki tala um fyrir nokkrum áratugum. Það er opnari umræða í samfélaginu og það skilar sér væntanlega í fleiri málum til okkar,“ segir Oddur.

Páley segir sömuleiðis að henni hafi fundist sem of fá kynferðisbrotamál hafi verið að koma inn á borð lögreglu síðustu ár. „Þessi aukning á sér vonandi þær skýringar að fólk sé að leita til lögreglu vegna þessara brota,“ segir Páley. Jákvætt sé að fólk leiti til lögreglu.

Einhver hluti þessarar aukningar eru brot sem fólk er fyrst núna að tilkynna, en áttu sér mögulega stað fyrir mörgum árum eða jafnvel áratugum síðan.

„Einhver sem er fullorðinn í dag getur verið að tilkynna brot gegn sér þegar hann var barn,“ segir Páley.

Hún segir ljóst að á litlu svæði eins og Vestmannaeyjum sé aukningin gríðarleg á milli ára og stórauki álagið, sérstaklega þar sem rannsóknardeildin sé bara einn maður. „Hér eru þung mál í vinnslu. Kynferðisbrotin taka tíma og eru þung,“ segir Páley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum hærri en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfunri á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

19:15 Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna. Meira »

Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

19:03 Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár. Meira »

Krabbameinslyf ófáanleg í 4 mánuði

19:01 Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, segir að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Meira »

Enginn sett sig í samband við Áslaugu

18:51 „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi frá vinum og vandamönnum, og meira að segja fólki sem við þekkjum ekki neitt. Okkur þykir vænt um það og erum þakklát fyrir það, en það hefur enginn haft samband við Áslaugu sem einhverja ábyrgð ber á þessu máli,“ segir Einar Bárðarson. Meira »

„Við gerum þetta af ástríðu“

18:36 Þau eiga engra hagsmuna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugarneshólinn sem var kominn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýrmætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp. Meira »

Hafa ráðið í 97,5% stöðugilda leikskóla

18:03 Í Reykja­vík á eft­ir að ráða í 38,8 stöðugildi í leik­skóla, 16,5 stöðugildi í grunn­skóla og 64 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili og sér­tæk­ar fé­lags­miðstöðvar, sam­kvæmt upplýsingum sem safnað var 13. september. Meira »

Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

17:56 Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja fjögur verkefni til að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfis almenningssamgangna. Meira »

Einn slasaðist í hörðum árekstri

17:44 Einn slasaðist í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um fimmleytið í dag.  Meira »

Minnsta hækkun íbúðaverðs í sjö ár

17:24 Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Meira »

Reglugerð endurskoðuð til að jafna rétt barna

16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir tannlækningar og tannréttingar barna vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Meira »

Borgin skoði málið þegar rannsókn lýkur

16:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gefa stjórn Orkuveitunnar ákveðið svigrúm til að vinna að þeim málum sem tengjast uppsögnum innan Orku náttúrunnar. „Þetta eru mjög alvarleg mál sem eru að koma upp. Stjórn fyrirtækisins sem er með þetta á sínu borði lítur þetta alvarlegum augum.“ Meira »

Sakar Ríkisútvarpið um lögbrot

16:35 „Stundum er leikurinn ójafn að óþörfu. Við höfum séð ríkisfyrirtæki og ríkisstofnanir hasla sér völl á nýjum sviðum í samkeppni við einkaaðila,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Kannabisræktun stöðvuð fyrir austan

16:31 Lögreglan á Austurlandi, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, stöðvaði kannabisræktun á Breiðdalsvík og í Fellabæ í dag. Meira »
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...