Þyrftu meiri mannskap vegna kynferðisbrota

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í umdæmum lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum hefur kynferðisbrotum fjölgað verulega á milli ára. Árið 2016 voru 25 brot á Suðurlandi, en á nýliðnu ári voru þau 42, samkvæmt bráðabirgðatölum  sem birtar voru í gær. Þar af voru níu nauðganir. Í Vestmannaeyjum voru kynferðisbrotin átta árið 2016 en fjórtán í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Aukningin á milli ára er þannig 68% á Suðurlandi og 75% í Vestmannaeyjum.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segja bæði í samtali við mbl.is að þau gætu notað meiri mannskap til að takast á við aukinn brotafjölda í þessum málaflokki.

„Það þarf að bæta í þennan málaflokk fjármagni til að halda í við þetta, svo að rannsóknirnar gangi vel og málshraðinn sé eðlilegur. Ef þú lítur á málshraðann í heild, í kynferðisbrotum, þá er hann orðinn svolítið langur, ef málin fara alla leið upp í dóm. Það er þungbært fyrir fólk sem stendur í þessum málum að málshraðinn skuli ekki vera betri hjá okkur. Eina leiðin til þess að bæta úr því er meiri mannskapur,“ segir Páley, en einungis einn rannsóknarlögreglumaður er starfandi hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Í sveitalöggunni þurfa menn að geta gert allt

Hjá lögreglunni á Suðurlandi eru fjórir rannsóknarlögreglumenn í fullu starfi auk eins lögreglufulltrúa sem annast rannsóknir. Einn rannsóknarlögreglumannanna sérhæfir sig í fjármunabrotum og að sögn Odds hefur lögreglunni á Suðurlandi tekist að vinna þann hluta vel niður, en mál höfðu safnast upp hjá embættinu fyrir þann tíma.

„Hinir geta þá einhent sér í þau mál sem þeir hafa sérþekkingu á, sem eru þessi alvarlegu slys og kynferðisbrot og heimilisofbeldismál, ásamt ýmsu öðru. Það er náttúrulega þannig í sveitalöggunni að þú þarft að geta gert allt,“ segir Oddur.

Hann segir hvern mann sjá að lögreglan á Suðurlandi gæti notað meiri mannskap, en á síðasta ári sá embættið um 51 heimilisofbeldismál, 13 banaslys auk 42 kynferðisbrota.

„Þetta eru allt mál sem í vinnu kosta okkur á bilinu 100-200 tíma. Þá er ég að tala um vinnu allra þeirra sem að því koma, bæði rannsóknar- og ákæruvaldshlutann. Þannig að ef við tökum bara eitt kynferðisbrot og segjum að það taki 180 tíma í rannsókn, þá ertu kominn með einn mannmánuð undir í því. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig menn standa uppréttir eftir þetta,“ segir Oddur.

Kynferðisbrotum fjölgar um 75% á milli ára hjá lögreglunni í ...
Kynferðisbrotum fjölgar um 75% á milli ára hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Töluvert um að gömul brot séu tilkynnt

Hann segist ekki vera viss um að aukinn fjöldi tilkynntra brota þýði að fleiri brot séu að eiga sér stað. „Fólk í dag treystir sér til að tala um hluti sem mátti ekki tala um fyrir nokkrum áratugum. Það er opnari umræða í samfélaginu og það skilar sér væntanlega í fleiri málum til okkar,“ segir Oddur.

Páley segir sömuleiðis að henni hafi fundist sem of fá kynferðisbrotamál hafi verið að koma inn á borð lögreglu síðustu ár. „Þessi aukning á sér vonandi þær skýringar að fólk sé að leita til lögreglu vegna þessara brota,“ segir Páley. Jákvætt sé að fólk leiti til lögreglu.

Einhver hluti þessarar aukningar eru brot sem fólk er fyrst núna að tilkynna, en áttu sér mögulega stað fyrir mörgum árum eða jafnvel áratugum síðan.

„Einhver sem er fullorðinn í dag getur verið að tilkynna brot gegn sér þegar hann var barn,“ segir Páley.

Hún segir ljóst að á litlu svæði eins og Vestmannaeyjum sé aukningin gríðarleg á milli ára og stórauki álagið, sérstaklega þar sem rannsóknardeildin sé bara einn maður. „Hér eru þung mál í vinnslu. Kynferðisbrotin taka tíma og eru þung,“ segir Páley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mæður veikra barna sendar heim

05:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudaginn. Meira »

Handtóku óvelkominn mann

05:15 Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »

„Mjög mosavaxið á þessari leið“

Í gær, 21:30 Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að því í dag að koma bílum sem óku utan vegar og festu sig, í grennd við fjallið Loðmund norðan Kerlingarfjalla, upp úr drullunni og af svæðinu. Formaður umhverfisnefndar 4x4-klúbbsins segir mikinn mosa á þessu svæði og að sár eftir utanvegaakstur séu áberandi. Meira »

Stoppuð upp á Hlemmi?

Í gær, 21:30 Komin á níræðisaldur stendur Fjóla Magnúsdóttir vaktina daglega í Antikhúsinu við Skólavörðustíg og býr sig nú undir að flytja aftur í Þverholtið, þar sem hún opnaði búðina fyrst árið 1988. Hún segir áhuga á antík minni en áður var en engin ástæða sé þó til að örvænta. Meira »

Salerni karla og kvenna skuli aðgreind

Í gær, 21:20 Áform mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um að koma upp ókyngreindum salernum fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum borgarinnar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Meira »

Hæstánægð með Landsmótið

Í gær, 20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

Í gær, 19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

Í gær, 18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »
Sumardekk Sub.Legacy 205/55,R16 tilSölu
Fjögur góð sumardekk á 8 þús.kr,alls.205/55,R16 (91V).Uppl.síma 845-9904.Keypt o...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Max
...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...