Þyrftu meiri mannskap vegna kynferðisbrota

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í umdæmum lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum hefur kynferðisbrotum fjölgað verulega á milli ára. Árið 2016 voru 25 brot á Suðurlandi, en á nýliðnu ári voru þau 42, samkvæmt bráðabirgðatölum  sem birtar voru í gær. Þar af voru níu nauðganir. Í Vestmannaeyjum voru kynferðisbrotin átta árið 2016 en fjórtán í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Aukningin á milli ára er þannig 68% á Suðurlandi og 75% í Vestmannaeyjum.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segja bæði í samtali við mbl.is að þau gætu notað meiri mannskap til að takast á við aukinn brotafjölda í þessum málaflokki.

„Það þarf að bæta í þennan málaflokk fjármagni til að halda í við þetta, svo að rannsóknirnar gangi vel og málshraðinn sé eðlilegur. Ef þú lítur á málshraðann í heild, í kynferðisbrotum, þá er hann orðinn svolítið langur, ef málin fara alla leið upp í dóm. Það er þungbært fyrir fólk sem stendur í þessum málum að málshraðinn skuli ekki vera betri hjá okkur. Eina leiðin til þess að bæta úr því er meiri mannskapur,“ segir Páley, en einungis einn rannsóknarlögreglumaður er starfandi hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Í sveitalöggunni þurfa menn að geta gert allt

Hjá lögreglunni á Suðurlandi eru fjórir rannsóknarlögreglumenn í fullu starfi auk eins lögreglufulltrúa sem annast rannsóknir. Einn rannsóknarlögreglumannanna sérhæfir sig í fjármunabrotum og að sögn Odds hefur lögreglunni á Suðurlandi tekist að vinna þann hluta vel niður, en mál höfðu safnast upp hjá embættinu fyrir þann tíma.

„Hinir geta þá einhent sér í þau mál sem þeir hafa sérþekkingu á, sem eru þessi alvarlegu slys og kynferðisbrot og heimilisofbeldismál, ásamt ýmsu öðru. Það er náttúrulega þannig í sveitalöggunni að þú þarft að geta gert allt,“ segir Oddur.

Hann segir hvern mann sjá að lögreglan á Suðurlandi gæti notað meiri mannskap, en á síðasta ári sá embættið um 51 heimilisofbeldismál, 13 banaslys auk 42 kynferðisbrota.

„Þetta eru allt mál sem í vinnu kosta okkur á bilinu 100-200 tíma. Þá er ég að tala um vinnu allra þeirra sem að því koma, bæði rannsóknar- og ákæruvaldshlutann. Þannig að ef við tökum bara eitt kynferðisbrot og segjum að það taki 180 tíma í rannsókn, þá ertu kominn með einn mannmánuð undir í því. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig menn standa uppréttir eftir þetta,“ segir Oddur.

Kynferðisbrotum fjölgar um 75% á milli ára hjá lögreglunni í ...
Kynferðisbrotum fjölgar um 75% á milli ára hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Töluvert um að gömul brot séu tilkynnt

Hann segist ekki vera viss um að aukinn fjöldi tilkynntra brota þýði að fleiri brot séu að eiga sér stað. „Fólk í dag treystir sér til að tala um hluti sem mátti ekki tala um fyrir nokkrum áratugum. Það er opnari umræða í samfélaginu og það skilar sér væntanlega í fleiri málum til okkar,“ segir Oddur.

Páley segir sömuleiðis að henni hafi fundist sem of fá kynferðisbrotamál hafi verið að koma inn á borð lögreglu síðustu ár. „Þessi aukning á sér vonandi þær skýringar að fólk sé að leita til lögreglu vegna þessara brota,“ segir Páley. Jákvætt sé að fólk leiti til lögreglu.

Einhver hluti þessarar aukningar eru brot sem fólk er fyrst núna að tilkynna, en áttu sér mögulega stað fyrir mörgum árum eða jafnvel áratugum síðan.

„Einhver sem er fullorðinn í dag getur verið að tilkynna brot gegn sér þegar hann var barn,“ segir Páley.

Hún segir ljóst að á litlu svæði eins og Vestmannaeyjum sé aukningin gríðarleg á milli ára og stórauki álagið, sérstaklega þar sem rannsóknardeildin sé bara einn maður. „Hér eru þung mál í vinnslu. Kynferðisbrotin taka tíma og eru þung,“ segir Páley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...