Þyrftu meiri mannskap vegna kynferðisbrota

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í umdæmum lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum hefur kynferðisbrotum fjölgað verulega á milli ára. Árið 2016 voru 25 brot á Suðurlandi, en á nýliðnu ári voru þau 42, samkvæmt bráðabirgðatölum  sem birtar voru í gær. Þar af voru níu nauðganir. Í Vestmannaeyjum voru kynferðisbrotin átta árið 2016 en fjórtán í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Aukningin á milli ára er þannig 68% á Suðurlandi og 75% í Vestmannaeyjum.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segja bæði í samtali við mbl.is að þau gætu notað meiri mannskap til að takast á við aukinn brotafjölda í þessum málaflokki.

„Það þarf að bæta í þennan málaflokk fjármagni til að halda í við þetta, svo að rannsóknirnar gangi vel og málshraðinn sé eðlilegur. Ef þú lítur á málshraðann í heild, í kynferðisbrotum, þá er hann orðinn svolítið langur, ef málin fara alla leið upp í dóm. Það er þungbært fyrir fólk sem stendur í þessum málum að málshraðinn skuli ekki vera betri hjá okkur. Eina leiðin til þess að bæta úr því er meiri mannskapur,“ segir Páley, en einungis einn rannsóknarlögreglumaður er starfandi hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Í sveitalöggunni þurfa menn að geta gert allt

Hjá lögreglunni á Suðurlandi eru fjórir rannsóknarlögreglumenn í fullu starfi auk eins lögreglufulltrúa sem annast rannsóknir. Einn rannsóknarlögreglumannanna sérhæfir sig í fjármunabrotum og að sögn Odds hefur lögreglunni á Suðurlandi tekist að vinna þann hluta vel niður, en mál höfðu safnast upp hjá embættinu fyrir þann tíma.

„Hinir geta þá einhent sér í þau mál sem þeir hafa sérþekkingu á, sem eru þessi alvarlegu slys og kynferðisbrot og heimilisofbeldismál, ásamt ýmsu öðru. Það er náttúrulega þannig í sveitalöggunni að þú þarft að geta gert allt,“ segir Oddur.

Hann segir hvern mann sjá að lögreglan á Suðurlandi gæti notað meiri mannskap, en á síðasta ári sá embættið um 51 heimilisofbeldismál, 13 banaslys auk 42 kynferðisbrota.

„Þetta eru allt mál sem í vinnu kosta okkur á bilinu 100-200 tíma. Þá er ég að tala um vinnu allra þeirra sem að því koma, bæði rannsóknar- og ákæruvaldshlutann. Þannig að ef við tökum bara eitt kynferðisbrot og segjum að það taki 180 tíma í rannsókn, þá ertu kominn með einn mannmánuð undir í því. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig menn standa uppréttir eftir þetta,“ segir Oddur.

Kynferðisbrotum fjölgar um 75% á milli ára hjá lögreglunni í ...
Kynferðisbrotum fjölgar um 75% á milli ára hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Töluvert um að gömul brot séu tilkynnt

Hann segist ekki vera viss um að aukinn fjöldi tilkynntra brota þýði að fleiri brot séu að eiga sér stað. „Fólk í dag treystir sér til að tala um hluti sem mátti ekki tala um fyrir nokkrum áratugum. Það er opnari umræða í samfélaginu og það skilar sér væntanlega í fleiri málum til okkar,“ segir Oddur.

Páley segir sömuleiðis að henni hafi fundist sem of fá kynferðisbrotamál hafi verið að koma inn á borð lögreglu síðustu ár. „Þessi aukning á sér vonandi þær skýringar að fólk sé að leita til lögreglu vegna þessara brota,“ segir Páley. Jákvætt sé að fólk leiti til lögreglu.

Einhver hluti þessarar aukningar eru brot sem fólk er fyrst núna að tilkynna, en áttu sér mögulega stað fyrir mörgum árum eða jafnvel áratugum síðan.

„Einhver sem er fullorðinn í dag getur verið að tilkynna brot gegn sér þegar hann var barn,“ segir Páley.

Hún segir ljóst að á litlu svæði eins og Vestmannaeyjum sé aukningin gríðarleg á milli ára og stórauki álagið, sérstaklega þar sem rannsóknardeildin sé bara einn maður. „Hér eru þung mál í vinnslu. Kynferðisbrotin taka tíma og eru þung,“ segir Páley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

Í gær, 16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

Í gær, 16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

Í gær, 16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

Í gær, 15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

Í gær, 15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

Í gær, 15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

Í gær, 14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

Í gær, 13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

Í gær, 13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »