„Núna reynir á þolinmæðina“

Félag framhaldsskólakennara funda með ríkissáttasemjara.
Félag framhaldsskólakennara funda með ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert

„Við höfum verið að funda en það hefur ekki komið neitt út úr því,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, spurð um kjaraviðræður. Í lok nóvember vísaði félagið kjaraviðræðunum til ríkissáttasemjara. Síðasti fundur var 3. janúar.

Í síðasta kjarasamningi var meðal annars samþykkt nýtt vinnumat kennara. „Við erum með reynslu af því og meðal annars eru ýmis atriði tengd því sem við viljum fá lagfærð,“ segir Guðríður. Á síðustu fundum hefur meðal annars verið farið yfir þetta auk annarra tæknilegra atriða sem og kaup og kjör. 

Næsti fundur verður þriðjudaginn 16. janúar. „Núna reynir á þolinmæðina,“ segir Guðríður spurð hvað samninganefnd framhaldsskólakennara gerir í millitíðinni. 

Guðríður Arnardóttir formaður félags framhaldsskólakennara.
Guðríður Arnardóttir formaður félags framhaldsskólakennara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert