Enn meiri tafir á flugi

mbl.is/Hari

Ekkert verður flogið um Keflavíkurflugvöll fyrr en rétt fyrir níu er fyrsta vélin lendir á flugvellinum frá því skömmu eftir miðnætti. WOW air hefur frestað brottför á flugi til Evrópu enn frekar.

Fyrsta vél Icelandair lendir klukkan 8:52 en sú vél er að koma frá Boston. Fyrsta vél WOW air lendir klukkan 9:32 og er sú vél að koma frá Baltimore.

Vélar WOW air til Evrópu fara flestar í loftið klukkan 11:30 en sú síðasta fer héðan klukkan 13:50 og sú vél er að fara til Kaupmannahafnar.

Fyrsta áætlunarvél Icelandair fer frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 og fara ellefu þotur Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá þeim tíma til klukkan 14:40. 

Mjög hvasst er á flugvellinum og eins á Reykjanesbrautinni. 

Ekkert er flogið innanlands en hjá Air Iceland Connect er fyrsta flug áætlað klukkan 11:30. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu Erni er næsta athugun upp úr klukkan níu en litlar líkur á að flogið verði á þeim tíma miðað við veðurútlit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert