185 komu frá Cardiff til Akureyrar

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð ...
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, klipptu á borða eftir að vélin frá Cardiff lenti. Til vinstri er Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyri og hægra megin Hugo Kimber, stjórnarformaður Malvern Group, eiganda Super Break ferðaskrifstofunnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrst beina flugið frá Bretlandi til Akureyrar á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break var í dag. Boeing 737-800-vél á vegum félagsins lenti í hádeginu með 185 farþega og var tekið á móti hópnum með viðhöfn. Bæjarstjórinn á Akureyri og ráðherra ferðamála klipptu á borða eftir að farþegar gengu frá borði. Vélin átti svo að fara með rúmlega 100 farþega frá Akureyri til Edinborgar, höfuðborgar Skotlands; sá hópur kemur aftur heim á mánudag og Bretarnir snúa þá sömuleiðis til síns heima.

Starfsmenn Super Break hafa lengi unnið að skipulagningu flugferðanna til Akureyrar og urðu undirtektir miklu betri en þeir þorðu að vona. Var því ferðum fjölgað frá því sem upphaflega var ráðgert og nú í janúar og febrúar koma um 2.500 breskir ferðamenn til að skoða sig um á Norðurlandi.

„Farþegarnir munu reyna að koma auga á norðurljósin, skoða náttúrufegurðina við Mývatn og upplifa margvíslega aðra hluti, til dæmis fara í hvalaskoðun, á skíði og í jeppaferðir,“ sagði Chris Hagan, einn forsvarsmanna félagsins, í dag. 

Fyrsta vélin á vegum Super Break kom frá Cardiff í Wales og þar heilsaði fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, upp á ferðalangana fyrir brottför að beiðni ferðaskrifstofunnar. Flogið verður héðan og þaðan frá Bretlandi í vetur og Hagan sagði í samtali við mbl.is að næsta vetur yrði flogið enn oftar og frá enn fleiri borgum, og leynt og ljóst væri stefnt að því að bjóða Íslendingum að sama skapi upp á ferðir til breskra borga frá Akureyri.

Vert er að geta þess til gamans að Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, var fenginn til að baka pönnukökur og bjóða farþegunum frá Cardiff. Ekki var annað að sjá en fólk kynni vel að meta viðurgjörninginn og kökurnar rynnu ljúflega niður ásamt íslensku vatni á flöskum sem einnig var í boði. Baldvin sagðist hafa bakað 400 pönnukökur.

Boeing 737-800 vél frá Enter Air brunar framhjá flughlaðinu á ...
Boeing 737-800 vél frá Enter Air brunar framhjá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli eftir að hún lenti í hádeginu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Röð myndaðist fyrir utan flugstöðina í rigningarúða á Akureyri þegar ...
Röð myndaðist fyrir utan flugstöðina í rigningarúða á Akureyri þegar farþegarnir frá Cardiff stigu frá borði en þeir sem vildu gátu sest inn í strætisvagn þangað til þeir komust inn í bygginguna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, bakaði 400 pönnukökur í ...
Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, bakaði 400 pönnukökur í morgun í tilefni dagsins og bauð öllum farþegunum frá Cardiff, ásamt íslensku vatni í flösku. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta og ...
Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta og leikmaður Cardiff, heilsaði upp á farþega fyrir brottför að utan í morgun. Til vinstri er Hugo Kimber, stjórnarformaður Malvern Group, eigenda Super Break ferðaskrifstofunnar, og hægra megin Spencer Birns, framkvæmstjóri flugvallarins í Cardiff. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Verið að stilla upp öðrum valkostum

11:40 Heilbrigðisráðuneytið fundaði með Sjúkratryggingum Íslands bæði í gær og fyrradag vegna stöðunnar sem upp er komin varðandi heimaþjónustu sængurkvenna og barna þeirra. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Perlan ekki opnuð í dag

10:47 „Við erum að ganga frá og tína saman tæki og svona,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvistarfi við Perluna lauk um klukkan tvö í nótt en slökkviliðið verður við frágang í dag. Meira »

550 fleiri hjúkrunarrými á næstu árum

10:20 Á næstu fimm árum er áformað að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu fyrir 10,5 milljarða króna. Á að byggja 300 hjúkrunarrými til viðbótar við þau áform sem þegar hafa verið kynnt, en hlutur ríkisins er tæplega níu milljarðar króna. Meira »

Óttast gervivísindi

09:43 Ari Edwald, forstjóri MS, líkir samkeppniseftirliti á Íslandi við gervivísindi. Hann að litið sé framhjá stórum þáttum í samkeppni á Íslandi sem geri stöðu fyrirtækja mjög erfiða og þau óttist samkeppnisyfirvöld. Meira »

Sindri í 19 daga gæsluvarðhald

09:36 Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í 19 daga gæsluvarðhald af hollenskum dómara í Héraðsdómi Amsterdam í dag. Þetta staðfestir Fatima el Gueriri, fjölmiðlafulltúi héraðsdómstólsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Frásagnir úr einstökum undraheimi

08:18 Fjölmenni var á svonefndu Háfjallakvöldi sem Vinir Vatnajökuls og Ferðafélag Íslands stóðu fyrir í gærkvöldi í Háskólabíói í samvinnu við Félag íslenskra fjallalækna. Meira »

Lenti undir mótorhjólinu

07:37 „Ef eitthvað er að færð á veturna eru göturnar saltaðar og sandaðar í hvelli. Nú þegar sumarið er komið eiga menn þá að vera fljótir að sópa þessu burt,“ segir Bjarni Vestmann, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Meira »

Allsherjarúttekt gerð á göngunum

07:57 Hvalfjarðargöngin verða lokuð í fimm nætur í þessari viku. Þetta er óvenju langur tími því auk vorhreingerningar og reglulegs viðhalds verður gerð allsherjarúttekt á ástandi mannvirkisins. Meira »

Verkfalli afstýrt

07:09 Skrifað var undir kjarasamning flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um klukkan 6:30 í morgun og því verður ekkert af boðuðu verkfalli sem hefjast átti klukkan 7:30 ef ekki næðust samningar. Meira »

Rigning sunnan- og vestanlands

07:02 Spáð er norðaustlægri átt í dag, 5-13 m/s en hægari á Austurlandi. Dálítil úrkoma í flestum landshlutum, rigning með köflum sunnan- og vestanlands en dálítil él norðan til. Meira »

Ólafur missti 50 kíló á 11 mánuðum

07:00 „Já, ég er búinn að losa mig við 50 kíló og það er eitthvað vel yfir einn þriðji af því sem ég var,“ segir Ólafur Arnarson hagfræðingur varðandi þyngartap sitt í kjölfar magaermaraðgerðar. Í aðgerðinni voru um 80% af maganum fjarlægð og í kjölfarið getur viðkomandi borðað miklu minna en áður. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

06:59 Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Meira »

Ísland niður um 3 sæti

06:56 Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir þau ríki þar sem fjölmiðlar búa við mest frelsi. Ísland er í 13. sæti listans. Noregur er í efsta sæti og Svíþjóð í öðru en Danmörk fellur niður um 5 sæti og er í því níunda í ár. Meira »

Múrað um miðja nótt

06:14 Það er langt frá að vera hvunndagsviðburður að sjá múrara að störfum í Hvalfjarðargöngum og það um miðja nótt.  Meira »

Hækkun sekta ýtir á ökumenn

05:30 Mikið annríki hefur verið á dekkjaverkstæðum síðustu daga enda er orðið tímabært fyrir bílstjóra að láta skipta yfir á sumardekkin. Meira »

Tjónið töluvert

06:37 Brunaeftirliti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Perluna lauk um tvö í nótt en slökkvistarfi var lokið um klukkan 23. Ljóst er að tjónið er töluvert en fulltrúar tryggingafélaganna hófu að meta tjónið um miðnætti. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

05:49 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Meira »

Íbúar steyptu laup af húsi

05:30 Hrafnar voru farnir að tína sprek og glys í laup ofan á stalli á þríbýlishúsi í Vogahverfinu í Reykjavík, beint fyrir ofan svalir einnar íbúðarinnar, en Morgunblaðinu barst ábending þess efnis með mynd. Meira »
Til sölu Mitsubishi ASX árgerð 2011
Brúnn, ekinn aðeins 89.000 km. Diesel, 5 gíra beinskiptur, eyðsla aðeins 5 - 7 L...
Óléttubekkur aðeins 69.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:69.000 vatns og olíuheldur...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvina í kvöld 25. apríl...
L helgafell 6018042519 iv/v lf.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skipulagsaugl
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Sveit...
Ráðstefna
Fundir - mannfagnaðir
Félag löggiltra endurskoðenda ENDURSK...