185 komu frá Cardiff til Akureyrar

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð ...
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, klipptu á borða eftir að vélin frá Cardiff lenti. Til vinstri er Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyri og hægra megin Hugo Kimber, stjórnarformaður Malvern Group, eiganda Super Break ferðaskrifstofunnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrst beina flugið frá Bretlandi til Akureyrar á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break var í dag. Boeing 737-800-vél á vegum félagsins lenti í hádeginu með 185 farþega og var tekið á móti hópnum með viðhöfn. Bæjarstjórinn á Akureyri og ráðherra ferðamála klipptu á borða eftir að farþegar gengu frá borði. Vélin átti svo að fara með rúmlega 100 farþega frá Akureyri til Edinborgar, höfuðborgar Skotlands; sá hópur kemur aftur heim á mánudag og Bretarnir snúa þá sömuleiðis til síns heima.

Starfsmenn Super Break hafa lengi unnið að skipulagningu flugferðanna til Akureyrar og urðu undirtektir miklu betri en þeir þorðu að vona. Var því ferðum fjölgað frá því sem upphaflega var ráðgert og nú í janúar og febrúar koma um 2.500 breskir ferðamenn til að skoða sig um á Norðurlandi.

„Farþegarnir munu reyna að koma auga á norðurljósin, skoða náttúrufegurðina við Mývatn og upplifa margvíslega aðra hluti, til dæmis fara í hvalaskoðun, á skíði og í jeppaferðir,“ sagði Chris Hagan, einn forsvarsmanna félagsins, í dag. 

Fyrsta vélin á vegum Super Break kom frá Cardiff í Wales og þar heilsaði fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, upp á ferðalangana fyrir brottför að beiðni ferðaskrifstofunnar. Flogið verður héðan og þaðan frá Bretlandi í vetur og Hagan sagði í samtali við mbl.is að næsta vetur yrði flogið enn oftar og frá enn fleiri borgum, og leynt og ljóst væri stefnt að því að bjóða Íslendingum að sama skapi upp á ferðir til breskra borga frá Akureyri.

Vert er að geta þess til gamans að Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, var fenginn til að baka pönnukökur og bjóða farþegunum frá Cardiff. Ekki var annað að sjá en fólk kynni vel að meta viðurgjörninginn og kökurnar rynnu ljúflega niður ásamt íslensku vatni á flöskum sem einnig var í boði. Baldvin sagðist hafa bakað 400 pönnukökur.

Boeing 737-800 vél frá Enter Air brunar framhjá flughlaðinu á ...
Boeing 737-800 vél frá Enter Air brunar framhjá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli eftir að hún lenti í hádeginu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Röð myndaðist fyrir utan flugstöðina í rigningarúða á Akureyri þegar ...
Röð myndaðist fyrir utan flugstöðina í rigningarúða á Akureyri þegar farþegarnir frá Cardiff stigu frá borði en þeir sem vildu gátu sest inn í strætisvagn þangað til þeir komust inn í bygginguna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, bakaði 400 pönnukökur í ...
Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, bakaði 400 pönnukökur í morgun í tilefni dagsins og bauð öllum farþegunum frá Cardiff, ásamt íslensku vatni í flösku. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta og ...
Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta og leikmaður Cardiff, heilsaði upp á farþega fyrir brottför að utan í morgun. Til vinstri er Hugo Kimber, stjórnarformaður Malvern Group, eigenda Super Break ferðaskrifstofunnar, og hægra megin Spencer Birns, framkvæmstjóri flugvallarins í Cardiff. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Gagnrýnir Helgu Völu harðlega

17:07 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, gagnrýnir þá ákvörðun Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, að ganga burt af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard hóf ræðu sína, harðlega. Meira »

Vélmenni Gæslunnar í svaðilför

16:46 Sprengjuleitarvélmenni Landhelgisgæslunnar lék lykilhlutverk í aðgerðum lögreglunnar og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar í Mosfellsbæ þegar sprengja var aftengd. Vélmennið var óhrætt við að handleika sprengjuna og koma henni fyrir í holunni, þar sem hún var sprengd. Meira »

Fundur á morgun í kjaradeilu ljósmæðra

16:17 Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu ljósmæðra klukkan 10.30 í fyrramálið. Til stóð að fundur yrði næsta mánudag, en nú hefur verið boðað til fundar á morgun líkt og áður segir. Meira »

Gekk burt þegar Kjærsgaard hóf ræðu sína

16:15 Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hóf ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag. Meira »

Rörbúturinn reyndist sprengja

16:08 „Það var lán í óláni að hún hafi ekki sprungið á neinn,“ segir Leifur Guðjónsson gröfumaður í samtali við mbl.is. Leifur var að moka úr malarhrúgu þegar hann kom auga á sprengjuna á Blikastaðanesi og varð eðlilega smeykur þegar hann áttaði sig á að hann væri með virka sprengju í höndunum. Meira »

Sprengjan var virk - Búið að sprengja

14:53 Sprengjan sem fannst í Mosfellsbæ um hádegisbil var virk. Þetta segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Dónaskapur að virða ekki embættið

14:43 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýnir í Facebook-færslu sinni þá ákvörðun þingflokks Pírata að sniðganga hátíðarþingfundinn sem nú fer fram á Þingvöllum. Segir hann yfirlæti og dónaskap að virða ekki embætti danska þingsins. Meira »

Sprengja fannst í Mosfellsbæ

14:08 Sprengja, sem talin er vera úr seinni heimsstyrjöldinni, fannst á Blikastaðanesi í námunda við Golfklúbb Mosfellsbæjar um klukkan eitt í dag. Að sögn vegfaranda eru fjórir almennir lögreglubílar á vettvangi auk tveggja sérsveitarbíla. Lögregla er með leitartæki og sprengjuvélmenni. Meira »

Virðingarvottur við baráttufólkið

13:38 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er mættur á Þingvelli þar sem hátíðarfundur Alþingis fer fram í dag. Hann segir athöfnina á Þingvöllum í dag að sínu mati fyrst og fremst vera virðingarvott við fólkið sem færði Íslendingum fullveldið. Meira »

Hvorki auðveld né skemmtileg ákvörðun

13:16 Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður þingflokks Pírata, segir ákvörðun þingflokksins um að sniðganga hátíðarþingfund á Alþingi hvorki hafa verið auðvelda né skemmtilega. Það skýri hve seint hún er tekin. Meira »

Bein útsending frá hátíðarfundi Alþingis

13:00 Sérstakur hátíðarfundur Alþingis fer fram á Þingvöllum í dag, en þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því að samn­inga­nefnd­ir Íslands og Dan­merk­ur und­ir­rituðu samn­ing­inn um sam­bands­lög­in sem tóku gildi 1. des­em­ber 1918. Sjá má beina útsendingu frá dagskránni á Þingvöllum. Meira »

Umdeilda áhrifakonan á Þingvöllum

12:51 Þegar Pia Kjærsgaard hætti sem formaður Danska þjóðarflokksins í september árið 2012 urðu áhrif hennar á stjórnmál víðar en í heimalandinu ljós. Baráttan gegn fjölmenningu var þá að hefjast af krafti í Evrópu. Hún er nú forseti danska þingsins og mun flytja hátíðarræðu á Þingvöllum í dag. Meira »

Upphafleg áætlun miðaðist við aldamót

12:25 Aukinn kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í dag skýrist af því að upphafleg kostnaðaráætlun miðaði við kostnað af síðasta hátíðarfundi á Þingvöllum sem haldinn var árið 2000. Þetta segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við mbl.is. Hann bendir á að auknar kröfur séu nú gerðar til gæða sjónvarpsútsendinga en fyrir 18 árum síðan. Meira »

Píratar sniðganga hátíðarfundinn

12:18 Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag, en ástæða þess er að Piu Kjærsgaard, þingforseta danska þingsins, hafi verið boðið að að ávarpa Alþingi á fundinum. Meira »

„Mikill álagstoppur hjá okkur núna“

12:10 „Það hefur þegar reynt á bæði undanþágulista og undanþágubeiðnir,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, en yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti í nótt. Hún segir mikinn álagstopp nú vera í fæðingarþjónustunni og enn berast uppsagnir ljósmæðra. Meira »

Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

11:45 Bandarískur karlmaður á sjötugsaldri var fyrir helgi dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og var sviptur ökuréttindum í 10 mánuði fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa orðið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí á þessu ári. Meira »

Heyrði fyrst af undanþágum í fjölmiðlum

11:30 Beiðni Landspítalans um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra fyrir næturvakt liðinnar nætur barst í nótt, eftir að vakt var hafin. Þetta staðfestir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefnd sem afgreiðir slíkar beiðnir. Meira »

Munu spara ríkinu tvo milljarða

11:15 Áætlaður ávinningur af útboði ríkisins á tölvubúnaði er rúmlega hundrað milljónir króna árlega eftir því sem fram kemur í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar sem birt var á vef Alþingis í dag. Meira »

Bilun í ljósleiðara við Laugarvatn

10:40 Bilun er komin upp í ljósleiðara Mílu milli Seyðishóla og Laugarvatns. Bilanagreining stendur yfir en líklegt er talið að um slit á streng sé að ræða. Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við mbl.is að bilunin hafi helst áhrif fyrir austan Laugarvatn, í Skálholti og Úthlíð. Meira »