185 komu frá Cardiff til Akureyrar

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð ...
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, klipptu á borða eftir að vélin frá Cardiff lenti. Til vinstri er Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyri og hægra megin Hugo Kimber, stjórnarformaður Malvern Group, eiganda Super Break ferðaskrifstofunnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrst beina flugið frá Bretlandi til Akureyrar á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break var í dag. Boeing 737-800-vél á vegum félagsins lenti í hádeginu með 185 farþega og var tekið á móti hópnum með viðhöfn. Bæjarstjórinn á Akureyri og ráðherra ferðamála klipptu á borða eftir að farþegar gengu frá borði. Vélin átti svo að fara með rúmlega 100 farþega frá Akureyri til Edinborgar, höfuðborgar Skotlands; sá hópur kemur aftur heim á mánudag og Bretarnir snúa þá sömuleiðis til síns heima.

Starfsmenn Super Break hafa lengi unnið að skipulagningu flugferðanna til Akureyrar og urðu undirtektir miklu betri en þeir þorðu að vona. Var því ferðum fjölgað frá því sem upphaflega var ráðgert og nú í janúar og febrúar koma um 2.500 breskir ferðamenn til að skoða sig um á Norðurlandi.

„Farþegarnir munu reyna að koma auga á norðurljósin, skoða náttúrufegurðina við Mývatn og upplifa margvíslega aðra hluti, til dæmis fara í hvalaskoðun, á skíði og í jeppaferðir,“ sagði Chris Hagan, einn forsvarsmanna félagsins, í dag. 

Fyrsta vélin á vegum Super Break kom frá Cardiff í Wales og þar heilsaði fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, upp á ferðalangana fyrir brottför að beiðni ferðaskrifstofunnar. Flogið verður héðan og þaðan frá Bretlandi í vetur og Hagan sagði í samtali við mbl.is að næsta vetur yrði flogið enn oftar og frá enn fleiri borgum, og leynt og ljóst væri stefnt að því að bjóða Íslendingum að sama skapi upp á ferðir til breskra borga frá Akureyri.

Vert er að geta þess til gamans að Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, var fenginn til að baka pönnukökur og bjóða farþegunum frá Cardiff. Ekki var annað að sjá en fólk kynni vel að meta viðurgjörninginn og kökurnar rynnu ljúflega niður ásamt íslensku vatni á flöskum sem einnig var í boði. Baldvin sagðist hafa bakað 400 pönnukökur.

Boeing 737-800 vél frá Enter Air brunar framhjá flughlaðinu á ...
Boeing 737-800 vél frá Enter Air brunar framhjá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli eftir að hún lenti í hádeginu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Röð myndaðist fyrir utan flugstöðina í rigningarúða á Akureyri þegar ...
Röð myndaðist fyrir utan flugstöðina í rigningarúða á Akureyri þegar farþegarnir frá Cardiff stigu frá borði en þeir sem vildu gátu sest inn í strætisvagn þangað til þeir komust inn í bygginguna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, bakaði 400 pönnukökur í ...
Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, bakaði 400 pönnukökur í morgun í tilefni dagsins og bauð öllum farþegunum frá Cardiff, ásamt íslensku vatni í flösku. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta og ...
Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta og leikmaður Cardiff, heilsaði upp á farþega fyrir brottför að utan í morgun. Til vinstri er Hugo Kimber, stjórnarformaður Malvern Group, eigenda Super Break ferðaskrifstofunnar, og hægra megin Spencer Birns, framkvæmstjóri flugvallarins í Cardiff. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...