Málum tengdum íþróttum gæti fjölgað

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, getur ekki sagt til um hvort einhver þeirra mála sem íþróttakonur greindu frá í gær varðandi kynbundið ofbeldi í þeirra garð hafi komið á borð lögreglunnar.

„Við erum að tala um tilvik sem ná einhver ár aftur í tímann hjá mismunandi embættum jafnvel. Ég get ekki staðfest mál einstakra einstaklinga,“ greinir hann frá.

„Kynferðisbrot snúa að öllum hliðum mannlífsins, íþróttum sem öðrum og alls konar kringumstæðum. Þau eru þess eðlis að þau eiga sér stað alls staðar í þjóðfélaginu,“ segir hann, spurður út í fjölda kynferðisbrota sem tengjast íþróttum undanfarin ár.

Hann hefur ekki tiltækar upplýsingar um hvort málum tengdum íþróttum hafi fjölgað undanfarin ár en telur fjölda þeirra hafa verið svipaðan.

Árni Þór bætir við að ekki sé ólíklegt að málum tengdum kynferðisofbeldi í íþróttum eigi eftir að fjölga á næstunni í kjölfar #metoo-umræðunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert