Flóð hreif 20 heyrúllur og skemmdi veg

„Það fer sylla úr fjall­inu inn­an við bæ­inn og skriðan …
„Það fer sylla úr fjall­inu inn­an við bæ­inn og skriðan fór yfir túnið og niður að þjóðvegi,“ seg­ir Vil­borg. Ljósmynd/Óskar Þór Guðmundsson

Talsvert tjón varð við bæinn Hafranes sem stendur á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar vegna skriðu og flóðs sem féllu í gær. Bóndinn var einn heima þegar þetta átti sér stað og náði að forða dráttarvélinni, en tuttugu heyrúllur bárust með flóðinu og dreifðust víða, að sögn Vilborgar Friðriksdóttur, dóttur bóndans á Hafranesi. RÚV greindi fyrst frá málinu.

„Það fer sylla úr fjallinu innan við bæinn og skriðan fór yfir túnið og niður að þjóðvegi,“ segir Vilborg í samtali við mbl.is. Þá stíflaðist Torfnesáin, sem rennur við bæjarstæðið, með þeim afleiðingum að flóð varð sem skemmdi heimreiðina að bænum og tók með sér tuttugu heyrúllur.

Í dag hafa menn unnið á gröfum við að laga veginn og koma ánni í réttan farveg, auk þess sem dráttarvélar eru notaðar til þess að ná heyrúllunum sem dreifðust um túnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert