Málið haft neikvæð áhrif á sálarlífið

Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis situr aftast í ...
Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis situr aftast í dómsalnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pétur Jónasson er einn fimm ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann vann í deild eigin viðskipta hjá Glitni frá mars og fram í september árið 2007. Þá hvarf hann til annarra starfa innan bankans, en í maí árið 2008 var honum sagt upp störfum hjá Glitni og fylgt út á stétt samdægurs.

„Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það,“ sagði Pétur, við aðalmeðferð málsins í morgun.

Er Pétur var ráðinn til Glitnis var hann nýkominn úr námi, 25 eða 26 ára gamall, að eigin sögn, en hann er með BA-próf í hagfræði og meistaragráðu í viðskiptafræði.

Hann leit á Jónas Guðmundsson sem óformlegan yfirmann sinn í starfi, þrátt fyrir formlega hafi Magnús Pálmi Örnólfsson verið næsti yfirmaður hans.

„Ég beið í fimm ár eftir því hvort þeir ætluðu að ákæra mig,“ sagði Pétur, en hann var fyrst tekinn í skýrslutöku vegna málsins árið 2011. Ákæra var síðan ekki gefin út fyrr en árið 2016, sem Pétur segir að hafi verið honum þungbært.

„Að hafa stöðu sakbornings í sjö ár hefur haft mjög neikvæð áhrif á minn starfsferil,“ sagði Pétur, sem telur sig ekki hafa getað leitað framgangs í starfi þrátt fyrir að starfa nú á vettvangi sem er ótengdur hlutabréfaviðskiptum.

„Ég tala nú ekki um hvaða áhrif það hefur á fjölskyldu og sálarlíf að setja líf sitt á pásu í sjö ár, enda hef ég þurft að leita mér hjálpar út af því,“ bætti hann við.

Telur viðskiptin hafa verið í hagnaðarskyni

Pétur sagðist ekki telja að um brotastarfsemi hafi verið að ræða og að viðskipti deildar eigin viðskipta hjá Glitni með hlutabréf í Glitni hafi verið í hagnaðarskyni á þeim tíma er hann vann í deild eigin viðskipta hjá Glitni.

Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Pétur út í það mikla tap sem Glitnir varð fyrir vegna viðskipta bankans með eigin bréf á ákærutímabilinu, alls um 17,4 milljarðar króna.

Pétur svaraði því til að hann hefði einungis unnið hluta ákærutímabilsins innan deildarinnar. Á þeim tíma er hann starfaði við deildina hafi verið lítið tap.

Slegið á létta strengi

„Er í lagi með þetta vatn,“ sagði Pétur á einum tímapunkti skýrslutökunnar við dómsformanninn, Arngrím Ísberg og benti á vatnskönnu á borðinu.

Héraðsdómarinn Arngrímur svaraði því þá til að dómari væri búinn að prófa vatnið – það væri í lagi.

Myndast einhver „tungumálakúltúr“

Um tölvupóstsamskipti við Jónas Guðmundsson þann 20. ágúst 2007, þar sem Pétur skrifar meðal annars: „Tók Gl.B. upp í 27.75,“ sagði Pétur að núna rúmum tíu árum seinna þætti honum tölvupósturinn „ótrúlega illa skrifaður“ og að auðvelt væri að misskilja við hvað væri átt.

Glefsur úr hljóðrituðum símtölum voru einnig bornar undir Pétur af ákæruvaldinu og þá vísaði hann, rétt eins og Jónas Guðmundsson til þess að langur tími væri liðinn frá samtölunum og því gæti hann lítið svarað fyrir það sem þar kæmi fram – hann myndi það ekki.

„Á þessum tíma eru menn að vinna mikið saman og það myndast svona einhver tungumálakúltúr, erfitt að vita hvað er átt við tíu árum seinna,“ sagði Pétur.

mbl.is

Innlent »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestun á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp að sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu meðlimir sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tæpri 61 milljón úthlutað í styrki

16:51 Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi. Meira »

Ekki vitað hve margir fá endurgreitt

16:39 Enn er ekki ljóst hversu margir gætu átt rétt á leiðréttingu greiðslna frá Tryggingastofnun vegna ágalla í útreikningi örorkulífeyris þeirra sem hafa búið hluta ævinnar erlendis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is þetta meðal þess sem kom fram á fundi nefndarinnar. Meira »

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

16:19 Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Lögreglan lýsir eftir Toyota Corolla

15:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðri Toyota Corolla með skráningarnúmerið NN568, árgerð 2003, sem var stolið á Rauðarárstíg í Reykjavík síðdegis í gær. Meira »

Innbrotum á heimili fjölgar

15:21 Brotist var inn á 67 heimili í desember sem er talsverð fjölgun ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða. Þá hefur innbrotatilkynningum fjölgað en alls bárust 123 tilkynningar vegna innbrota. Þetta er meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2018. Meira »
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...