Málið haft neikvæð áhrif á sálarlífið

Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis situr aftast í ...
Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis situr aftast í dómsalnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pétur Jónasson er einn fimm ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann vann í deild eigin viðskipta hjá Glitni frá mars og fram í september árið 2007. Þá hvarf hann til annarra starfa innan bankans, en í maí árið 2008 var honum sagt upp störfum hjá Glitni og fylgt út á stétt samdægurs.

„Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það,“ sagði Pétur, við aðalmeðferð málsins í morgun.

Er Pétur var ráðinn til Glitnis var hann nýkominn úr námi, 25 eða 26 ára gamall, að eigin sögn, en hann er með BA-próf í hagfræði og meistaragráðu í viðskiptafræði.

Hann leit á Jónas Guðmundsson sem óformlegan yfirmann sinn í starfi, þrátt fyrir formlega hafi Magnús Pálmi Örnólfsson verið næsti yfirmaður hans.

„Ég beið í fimm ár eftir því hvort þeir ætluðu að ákæra mig,“ sagði Pétur, en hann var fyrst tekinn í skýrslutöku vegna málsins árið 2011. Ákæra var síðan ekki gefin út fyrr en árið 2016, sem Pétur segir að hafi verið honum þungbært.

„Að hafa stöðu sakbornings í sjö ár hefur haft mjög neikvæð áhrif á minn starfsferil,“ sagði Pétur, sem telur sig ekki hafa getað leitað framgangs í starfi þrátt fyrir að starfa nú á vettvangi sem er ótengdur hlutabréfaviðskiptum.

„Ég tala nú ekki um hvaða áhrif það hefur á fjölskyldu og sálarlíf að setja líf sitt á pásu í sjö ár, enda hef ég þurft að leita mér hjálpar út af því,“ bætti hann við.

Telur viðskiptin hafa verið í hagnaðarskyni

Pétur sagðist ekki telja að um brotastarfsemi hafi verið að ræða og að viðskipti deildar eigin viðskipta hjá Glitni með hlutabréf í Glitni hafi verið í hagnaðarskyni á þeim tíma er hann vann í deild eigin viðskipta hjá Glitni.

Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Pétur út í það mikla tap sem Glitnir varð fyrir vegna viðskipta bankans með eigin bréf á ákærutímabilinu, alls um 17,4 milljarðar króna.

Pétur svaraði því til að hann hefði einungis unnið hluta ákærutímabilsins innan deildarinnar. Á þeim tíma er hann starfaði við deildina hafi verið lítið tap.

Slegið á létta strengi

„Er í lagi með þetta vatn,“ sagði Pétur á einum tímapunkti skýrslutökunnar við dómsformanninn, Arngrím Ísberg og benti á vatnskönnu á borðinu.

Héraðsdómarinn Arngrímur svaraði því þá til að dómari væri búinn að prófa vatnið – það væri í lagi.

Myndast einhver „tungumálakúltúr“

Um tölvupóstsamskipti við Jónas Guðmundsson þann 20. ágúst 2007, þar sem Pétur skrifar meðal annars: „Tók Gl.B. upp í 27.75,“ sagði Pétur að núna rúmum tíu árum seinna þætti honum tölvupósturinn „ótrúlega illa skrifaður“ og að auðvelt væri að misskilja við hvað væri átt.

Glefsur úr hljóðrituðum símtölum voru einnig bornar undir Pétur af ákæruvaldinu og þá vísaði hann, rétt eins og Jónas Guðmundsson til þess að langur tími væri liðinn frá samtölunum og því gæti hann lítið svarað fyrir það sem þar kæmi fram – hann myndi það ekki.

„Á þessum tíma eru menn að vinna mikið saman og það myndast svona einhver tungumálakúltúr, erfitt að vita hvað er átt við tíu árum seinna,“ sagði Pétur.

mbl.is

Innlent »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt 10-20 metrum á sekúndu og rigning eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast veðrur á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

Í gær, 21:23 Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Málið mjög umfangsmikið

Í gær, 20:33 Málið varðandi meint samkeppnislagabrot Eimskips og Samskipa er mjög umfangsmikið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Fara hafi þurft í gegnum mikinn fjölda skjala sem skýri þann tíma sem rannsókn málsins hafi tekið. Meira »

Komu ekki landgangi að þotunni

Í gær, 20:03 Veðrið í dag setti nokkuð strik í reikninginn þegar kom að flugsamgöngum til og frá landinu.  Meira »

Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Í gær, 19:59 11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira »

Barnasáttmáli SÞ innleiddur í Kópavogi

Í gær, 19:58 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi. Meira »

Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst

Í gær, 19:35 Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofnuðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári. Meira »

Tæplega tíu þúsund hafa kosið

Í gær, 19:21 Tæplega tíu þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.873. Þá hafa 6.465 kosið hjá embættinu. Meira »

Húsbíll fauk út af veginum við Hafnarfjall

Í gær, 18:46 Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að húsbíll fauk út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var bifreiðin á suðurleið en var kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð þegar hún fauk út af veginum. Meira »

Vilja að vegurinn liggi um Teigsskóg

Í gær, 17:53 Mikill meirihluti íbúa Vestfjarða er hlynntur því að nýr vegur í Gufudalssveit verði lagður samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar, en hún gerir ráð fyrir að vegurinn liggi að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði. Leiðin hefur verið kölluð Þ-H leið. Meira »

Brugðist við aukinni ásókn í þyrluna

Í gær, 17:13 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í sunnudag að vakt­haf­andi þyrlu­sveit gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni. Meira »

Vísaði kæru Pírata frá

Í gær, 17:10 Kæru Pírata í Reykjavík, vegna úthlutunar á listabókstafnum Þ til Frelsisflokksins, hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að Píratar hafi áður notað listabókstafinn Þ og hann væri líkur listabókstafnum P sem þeir notuðu í dag. Þetta gæti því valdið ruglingi. Meira »

Vilja stytta bið eftir byggingarleyfum

Í gær, 16:19 Viðreisn ætlar að stytta biðtíma eftir byggingarleyfum í Reykjavík. Flokkurinn vill skipa starfshóp til að yfirfara ferli vegna veitingar byggingarleyfa sem mun hafa það markmið að fækka stjórnsýsluskrefum vegna veitingar byggingarleyfa og stytta afgreiðslutíma. Meira »

24 sóttu um embætti forstjóra

Í gær, 16:15 Alls sóttu 24 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí. Meira »

Sömdu um stofnframlag vegna fjögurra íbúða

Í gær, 16:00 Undirritað var samkomulag um stofnframlag vegna kaupa á fjórum íbúðum í Kópavogi í dag. Kópavogsbær mun sjá um úthlutanir íbúðanna af biðlista eftir leiguíbúðir hjá Brynju – Hússjóð ÖBÍ og Kópavogsbæ. Meira »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

Í gær, 15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

Í gær, 15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 28/5, 25/6, 2...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...