Málið haft neikvæð áhrif á sálarlífið

Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis situr aftast í ...
Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis situr aftast í dómsalnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pétur Jónasson er einn fimm ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann vann í deild eigin viðskipta hjá Glitni frá mars og fram í september árið 2007. Þá hvarf hann til annarra starfa innan bankans, en í maí árið 2008 var honum sagt upp störfum hjá Glitni og fylgt út á stétt samdægurs.

„Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það,“ sagði Pétur, við aðalmeðferð málsins í morgun.

Er Pétur var ráðinn til Glitnis var hann nýkominn úr námi, 25 eða 26 ára gamall, að eigin sögn, en hann er með BA-próf í hagfræði og meistaragráðu í viðskiptafræði.

Hann leit á Jónas Guðmundsson sem óformlegan yfirmann sinn í starfi, þrátt fyrir formlega hafi Magnús Pálmi Örnólfsson verið næsti yfirmaður hans.

„Ég beið í fimm ár eftir því hvort þeir ætluðu að ákæra mig,“ sagði Pétur, en hann var fyrst tekinn í skýrslutöku vegna málsins árið 2011. Ákæra var síðan ekki gefin út fyrr en árið 2016, sem Pétur segir að hafi verið honum þungbært.

„Að hafa stöðu sakbornings í sjö ár hefur haft mjög neikvæð áhrif á minn starfsferil,“ sagði Pétur, sem telur sig ekki hafa getað leitað framgangs í starfi þrátt fyrir að starfa nú á vettvangi sem er ótengdur hlutabréfaviðskiptum.

„Ég tala nú ekki um hvaða áhrif það hefur á fjölskyldu og sálarlíf að setja líf sitt á pásu í sjö ár, enda hef ég þurft að leita mér hjálpar út af því,“ bætti hann við.

Telur viðskiptin hafa verið í hagnaðarskyni

Pétur sagðist ekki telja að um brotastarfsemi hafi verið að ræða og að viðskipti deildar eigin viðskipta hjá Glitni með hlutabréf í Glitni hafi verið í hagnaðarskyni á þeim tíma er hann vann í deild eigin viðskipta hjá Glitni.

Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Pétur út í það mikla tap sem Glitnir varð fyrir vegna viðskipta bankans með eigin bréf á ákærutímabilinu, alls um 17,4 milljarðar króna.

Pétur svaraði því til að hann hefði einungis unnið hluta ákærutímabilsins innan deildarinnar. Á þeim tíma er hann starfaði við deildina hafi verið lítið tap.

Slegið á létta strengi

„Er í lagi með þetta vatn,“ sagði Pétur á einum tímapunkti skýrslutökunnar við dómsformanninn, Arngrím Ísberg og benti á vatnskönnu á borðinu.

Héraðsdómarinn Arngrímur svaraði því þá til að dómari væri búinn að prófa vatnið – það væri í lagi.

Myndast einhver „tungumálakúltúr“

Um tölvupóstsamskipti við Jónas Guðmundsson þann 20. ágúst 2007, þar sem Pétur skrifar meðal annars: „Tók Gl.B. upp í 27.75,“ sagði Pétur að núna rúmum tíu árum seinna þætti honum tölvupósturinn „ótrúlega illa skrifaður“ og að auðvelt væri að misskilja við hvað væri átt.

Glefsur úr hljóðrituðum símtölum voru einnig bornar undir Pétur af ákæruvaldinu og þá vísaði hann, rétt eins og Jónas Guðmundsson til þess að langur tími væri liðinn frá samtölunum og því gæti hann lítið svarað fyrir það sem þar kæmi fram – hann myndi það ekki.

„Á þessum tíma eru menn að vinna mikið saman og það myndast svona einhver tungumálakúltúr, erfitt að vita hvað er átt við tíu árum seinna,“ sagði Pétur.

mbl.is

Innlent »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Atvinnuhúsnæði til leigu
Atvinnuhúsnæði við Kársnesbraut. 205fm gólfflötur. 120fm milliloft. Lofthæð 7m ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Einbýlishús til leigu
Fallegt tæplega 200 fermetra einbýlishús til leigu í Garðabæ. Langtímaleiga kemu...