Málið haft neikvæð áhrif á sálarlífið

Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis situr aftast í ...
Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis situr aftast í dómsalnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pétur Jónasson er einn fimm ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann vann í deild eigin viðskipta hjá Glitni frá mars og fram í september árið 2007. Þá hvarf hann til annarra starfa innan bankans, en í maí árið 2008 var honum sagt upp störfum hjá Glitni og fylgt út á stétt samdægurs.

„Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það,“ sagði Pétur, við aðalmeðferð málsins í morgun.

Er Pétur var ráðinn til Glitnis var hann nýkominn úr námi, 25 eða 26 ára gamall, að eigin sögn, en hann er með BA-próf í hagfræði og meistaragráðu í viðskiptafræði.

Hann leit á Jónas Guðmundsson sem óformlegan yfirmann sinn í starfi, þrátt fyrir formlega hafi Magnús Pálmi Örnólfsson verið næsti yfirmaður hans.

„Ég beið í fimm ár eftir því hvort þeir ætluðu að ákæra mig,“ sagði Pétur, en hann var fyrst tekinn í skýrslutöku vegna málsins árið 2011. Ákæra var síðan ekki gefin út fyrr en árið 2016, sem Pétur segir að hafi verið honum þungbært.

„Að hafa stöðu sakbornings í sjö ár hefur haft mjög neikvæð áhrif á minn starfsferil,“ sagði Pétur, sem telur sig ekki hafa getað leitað framgangs í starfi þrátt fyrir að starfa nú á vettvangi sem er ótengdur hlutabréfaviðskiptum.

„Ég tala nú ekki um hvaða áhrif það hefur á fjölskyldu og sálarlíf að setja líf sitt á pásu í sjö ár, enda hef ég þurft að leita mér hjálpar út af því,“ bætti hann við.

Telur viðskiptin hafa verið í hagnaðarskyni

Pétur sagðist ekki telja að um brotastarfsemi hafi verið að ræða og að viðskipti deildar eigin viðskipta hjá Glitni með hlutabréf í Glitni hafi verið í hagnaðarskyni á þeim tíma er hann vann í deild eigin viðskipta hjá Glitni.

Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Pétur út í það mikla tap sem Glitnir varð fyrir vegna viðskipta bankans með eigin bréf á ákærutímabilinu, alls um 17,4 milljarðar króna.

Pétur svaraði því til að hann hefði einungis unnið hluta ákærutímabilsins innan deildarinnar. Á þeim tíma er hann starfaði við deildina hafi verið lítið tap.

Slegið á létta strengi

„Er í lagi með þetta vatn,“ sagði Pétur á einum tímapunkti skýrslutökunnar við dómsformanninn, Arngrím Ísberg og benti á vatnskönnu á borðinu.

Héraðsdómarinn Arngrímur svaraði því þá til að dómari væri búinn að prófa vatnið – það væri í lagi.

Myndast einhver „tungumálakúltúr“

Um tölvupóstsamskipti við Jónas Guðmundsson þann 20. ágúst 2007, þar sem Pétur skrifar meðal annars: „Tók Gl.B. upp í 27.75,“ sagði Pétur að núna rúmum tíu árum seinna þætti honum tölvupósturinn „ótrúlega illa skrifaður“ og að auðvelt væri að misskilja við hvað væri átt.

Glefsur úr hljóðrituðum símtölum voru einnig bornar undir Pétur af ákæruvaldinu og þá vísaði hann, rétt eins og Jónas Guðmundsson til þess að langur tími væri liðinn frá samtölunum og því gæti hann lítið svarað fyrir það sem þar kæmi fram – hann myndi það ekki.

„Á þessum tíma eru menn að vinna mikið saman og það myndast svona einhver tungumálakúltúr, erfitt að vita hvað er átt við tíu árum seinna,“ sagði Pétur.

mbl.is

Innlent »

Var í ljósum logum er slökkvilið kom

08:35 Miklar skemmdir urðu á pökkunarhúsi sem eldur kom upp í að Reykjaflöt á Flúðum í gærkvöldi. Þetta segir Pét­ur Pét­urs­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu. Pökkunarstöðin var í ljósum logum er slökkvilið kom á vettvang. Tildrög eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. Meira »

Kraftaverk eftir maraþon

08:18 „Þótt mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig.“ Meira »

„Túristavörtur“ valda jarðvegsrofi

07:57 „Sumir kalla þetta túristavörtur, það segir nú sitt. Ein varða kallar á fleiri vörður,“ segir Árni Tryggvason leiðsögumaður.  Meira »

Einstæðir foreldrar ekki í forgang

07:37 Börn einstæðra foreldra njóta ekki forgangs við vistun á frístundaheimili. Þetta segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Kólnandi veður í kortunum

06:36 Útlit er fyrir kólnandi veður á föstudag en í dag verður hlýjast suðvestan til. Hlýtt verður í veðri sunnanlands á morgun í norðanátt og er talið að hitinn nái allt að átján gráðum þar sem hlýjast verður. Meira »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

05:30 Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.  Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en þar kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman-golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 9500.kr. uppl.8691204....
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Max
...