Gaf engin fyrirmæli um framkvæmdina

Lárus Welding (t.v.) og Jóhannes Baldursson (t.h.) sitja hér ásamt ...
Lárus Welding (t.v.) og Jóhannes Baldursson (t.h.) sitja hér ásamt verjendum í dómsal í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, er ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta deildar eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum. Hann ítrekaði sakleysi sitt við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Ég gaf þeim engin fyrirmæli um framkvæmd viðskiptavaktar og skil því ekki að það segi í ákæru að þau hafi verið að undirlagi mínu,“ sagði Jóhannes fyrir dómi í dag.

Honum, ásamt Lárusi Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, er gert að sök í ákæru málsins að hafa lagt á ráðin um umfangsmikla markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. júní 2007 til og með 26. september 2008. Markaðsmisnotkunin hafi svo verið framkvæmd af þeim Jónasi Guðmundssyni, Valgarði Má Valgarðssyni og Pétri Jónassyni, sem störfuðu í deild eigin viðskipta Glitnis.

Fall Glitnis gríðarlegt áfall

„Nú eru liðin tíu ár frá falli Glitnis banka,“ sagði Jóhannes fyrir dóminum í dag. Hann sagði fall bankans hafa orðið sér mikið áfall, enda hafði hann lengi starfað hjá bankanum og lagt „gríðarlega mikið“ á sig til að fleyta bankanum upp úr þeim erfiðleikum sem hann stóð frammi fyrir árið 2008.

„Líf mitt síðasta áratuginn hefur snúist um þetta áfall og í raun ekkert annað,“ sagði Jóhannes, en hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir aðkomu sína að málum sem eru kennd við Stím og BK-44 og þegar afplánað um skeið á Kvíabryggju.

Hann sagðist í dag aldrei hafa skilið af hverju markaðsmisnotkunarmál Glitnis hafi tekið lengri tíma en sambærileg mál hinna gömlu bankanna, mörg ár séu liðin frá Landsbankadómi og að ekkert hafi staðið í vegi fyrir samsvarandi afgreiðslu í máli Glitnismanna.

„Ég er algjörlega kominn á botninn,“ sagði Jóhannes og sagði dómnum að hann væri eignalaus maður á fimmtugsaldri.

„Má ég ekki einhvern tímann fara að horfa til framtíðar, hef ég ekki þegar hlotið næga refsingu?“

„Mitt sérsvið voru ekki hlutabréfaviðskipti“

Sem áður segir er Jóhannesi gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkunina, en fyrir dómnum í dag sagði hann svo ekki vera.

Í raun hefði hann „sárasjaldan“ verið í samskiptum um hlutabréfaviðskipti.

„Ég er gjaldeyrismaður og mér hefur fundist erfitt að útskýra að markaðsviðskipti er eining sem er að gera svo margt annað en að sýsla með hlutabréf. Mitt sérsvið voru ekki hlutabréfaviðskipti. Ég var bestur í sambandi við gjaldeyri, þar sem ég starfaði í tíu ár.“

Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Þorvaldsson saksóknari lagði fyrir Jóhannes nokkra tölvupósta sem hann var beðinn um að útskýra. Þar á meðal var einn stuttur póstur frá Lárusi Welding þar sem segir:

„Hvað er að gerast með bankann hver er að hamra okkur niður[?]“

Það hafði Jóhannes ekki vitneskju um, svo hann leitaði svara hjá Jónasi Guðmundssyni, starfsmanni eigin viðskipta.

Sagði Lárus ekki hafa komið fyrirmælum á framfæri

Innan bankans var Jóhannes undirmaður bankastjórans, Lárusar Welding.

Verjandi Lárusar spurði hann að því hvort Lárus hefði lagt línurnar varðandi þá háttsemi sem ákært er fyrir.

Því svaraði Jóhannes neitandi og einnig því hvort Lárus hefði beðið Jóhannes um að koma einhverjum almennum eða sérstökum fyrirmælum til starfsmanna deildar eigin viðskipta.

Jóhannes lagði áherslu á það að allir þeir sem ákærðir væru í þessu máli hefðu einfaldlega stigið inn í fjármálastofnun þar sem búið var að starfa með ákveðnum hætti til lengri tíma. Því sitji þeir nú í súpunni, ellefu árum síðar.

mbl.is

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósaskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

Í gær, 17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

Í gær, 16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

Í gær, 16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Í gær, 15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

Í gær, 15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

Í gær, 15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

Í gær, 15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...