Gaf engin fyrirmæli um framkvæmdina

Lárus Welding (t.v.) og Jóhannes Baldursson (t.h.) sitja hér ásamt ...
Lárus Welding (t.v.) og Jóhannes Baldursson (t.h.) sitja hér ásamt verjendum í dómsal í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, er ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta deildar eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum. Hann ítrekaði sakleysi sitt við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Ég gaf þeim engin fyrirmæli um framkvæmd viðskiptavaktar og skil því ekki að það segi í ákæru að þau hafi verið að undirlagi mínu,“ sagði Jóhannes fyrir dómi í dag.

Honum, ásamt Lárusi Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, er gert að sök í ákæru málsins að hafa lagt á ráðin um umfangsmikla markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. júní 2007 til og með 26. september 2008. Markaðsmisnotkunin hafi svo verið framkvæmd af þeim Jónasi Guðmundssyni, Valgarði Má Valgarðssyni og Pétri Jónassyni, sem störfuðu í deild eigin viðskipta Glitnis.

Fall Glitnis gríðarlegt áfall

„Nú eru liðin tíu ár frá falli Glitnis banka,“ sagði Jóhannes fyrir dóminum í dag. Hann sagði fall bankans hafa orðið sér mikið áfall, enda hafði hann lengi starfað hjá bankanum og lagt „gríðarlega mikið“ á sig til að fleyta bankanum upp úr þeim erfiðleikum sem hann stóð frammi fyrir árið 2008.

„Líf mitt síðasta áratuginn hefur snúist um þetta áfall og í raun ekkert annað,“ sagði Jóhannes, en hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir aðkomu sína að málum sem eru kennd við Stím og BK-44 og þegar afplánað um skeið á Kvíabryggju.

Hann sagðist í dag aldrei hafa skilið af hverju markaðsmisnotkunarmál Glitnis hafi tekið lengri tíma en sambærileg mál hinna gömlu bankanna, mörg ár séu liðin frá Landsbankadómi og að ekkert hafi staðið í vegi fyrir samsvarandi afgreiðslu í máli Glitnismanna.

„Ég er algjörlega kominn á botninn,“ sagði Jóhannes og sagði dómnum að hann væri eignalaus maður á fimmtugsaldri.

„Má ég ekki einhvern tímann fara að horfa til framtíðar, hef ég ekki þegar hlotið næga refsingu?“

„Mitt sérsvið voru ekki hlutabréfaviðskipti“

Sem áður segir er Jóhannesi gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkunina, en fyrir dómnum í dag sagði hann svo ekki vera.

Í raun hefði hann „sárasjaldan“ verið í samskiptum um hlutabréfaviðskipti.

„Ég er gjaldeyrismaður og mér hefur fundist erfitt að útskýra að markaðsviðskipti er eining sem er að gera svo margt annað en að sýsla með hlutabréf. Mitt sérsvið voru ekki hlutabréfaviðskipti. Ég var bestur í sambandi við gjaldeyri, þar sem ég starfaði í tíu ár.“

Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Þorvaldsson saksóknari lagði fyrir Jóhannes nokkra tölvupósta sem hann var beðinn um að útskýra. Þar á meðal var einn stuttur póstur frá Lárusi Welding þar sem segir:

„Hvað er að gerast með bankann hver er að hamra okkur niður[?]“

Það hafði Jóhannes ekki vitneskju um, svo hann leitaði svara hjá Jónasi Guðmundssyni, starfsmanni eigin viðskipta.

Sagði Lárus ekki hafa komið fyrirmælum á framfæri

Innan bankans var Jóhannes undirmaður bankastjórans, Lárusar Welding.

Verjandi Lárusar spurði hann að því hvort Lárus hefði lagt línurnar varðandi þá háttsemi sem ákært er fyrir.

Því svaraði Jóhannes neitandi og einnig því hvort Lárus hefði beðið Jóhannes um að koma einhverjum almennum eða sérstökum fyrirmælum til starfsmanna deildar eigin viðskipta.

Jóhannes lagði áherslu á það að allir þeir sem ákærðir væru í þessu máli hefðu einfaldlega stigið inn í fjármálastofnun þar sem búið var að starfa með ákveðnum hætti til lengri tíma. Því sitji þeir nú í súpunni, ellefu árum síðar.

mbl.is

Innlent »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

05:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »

FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Í gær, 22:04 Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit. Meira »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

Í gær, 20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

Í gær, 20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

Í gær, 20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »