Sósíalistaflokkurinn íhugar framboð í vor

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, segir að ákvörðun um hvort Sósíalistaflokkurinn bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum muni liggja fyrir á næstu vikum.

„Ég býst við að ákvörðun muni liggja fyrir innan þriggja til fjögurra vikna. Við teljum okkur alveg hafa góðan tíma til að ræða um sveitarstjórnarmál og erindi sósíalismans í sveitarstjórnir og hvernig væri best að flokkurinn færi fram,“ segir Gunnar í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir flokksmenn hafa áhuga á að beita sér í komandi kosningum hjá verkalýðsfélögunum. Sósíalistaþing Sósíalistaflokksins fór fram á laugardaginn í Rúgbrauðsgerðinni, en sósíalistaþingið er aðalfundur flokksins. Þar var rætt um mögulegt framboð flokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert