Festi bílinn í polli

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni sem hafði fest bifreið sína í polli og komst hvorki lönd né strönd. Var ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur,   á ferð eftir Hafnargötu í Keflavík en beygði síðan inn á lóð þar sem pollurinn var, en íslag leyndist á botni pollsins. Spólaði bifreiðin því á öllum hjólum og jós vatni út á Hafnargötuna, en allt kom fyrir ekki.

Játaði ökumaðurinn síðan áfengisneyslu í viðræðum við lögreglumenn og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina og einn til viðbótar ók sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert