Telur að málið varði almenning

Dóminum fagnað í dag. Ritstjórar Stundarinnar, Jón Trausti Reyn­isson og ...
Dóminum fagnað í dag. Ritstjórar Stundarinnar, Jón Trausti Reyn­isson og Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media. mbl.is/Hari

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag í svonefndu lögbannsmáli að við mat á því hvort lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um gögn um viðskiptavini Glitnis banka verði ekki litið framhjá því að umfjöllunin um umsvif Bjarna Benediktssonar og aðila honum tengdum hafi lotið að viðskiptasambandi þeirra við bankann á sama tíma og hann hafi verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem verið hafi í ríkisstjórn.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að staðfesta lögbann sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun um gögnin eins og þrotabú Glitnis banka hafði farið fram á eins og mbl.is fjallaði um fyrr í dag. Þrotabúið getur hins vegar áfrýjað niðurstöðunni til Hæstaréttar og á meðan er lögbannið í raun enn í gildi. Þrotabúið hefur þriggja vikna frest til þess að taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Héraðsdómur segir að umfjöllun fjölmiðlanna tengst viðskiptaháttum í einum af stóru viðskiptabönkunum fyrir fall þeirra haustið 2008. Rifjað er upp að bankahrunið hafi haft mikil og almenn áhrif á alla starfsemi í landinu og kjör almennings. „Opinber umræða og umfjöllun fjölmiðla hafi frá þeim tíma snúist mikið um að greina aðdraganda og orsakir þess hvernig fór og hafi umfjöllun um fjárhagsleg málefni einstakra manna oft verið nærgöngul.“

Skerðing á frelsi fjölmiðla ekki nauðsynleg

„Ljóst er að umfjöllun um viðskiptaleg umsvif þáverandi forsætisráðherra og annarra, þar sem meðal annars var vikið að áhættusömum fjárfestingum sem ekki skiluðu tilætluðum árangri eru þáttur í umfjöllun fjölmiðla um afleiðingar útlánastefnu íslenskra viðskiptabanka og áhættusækni íslenskra fjárfesta, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór,“ segir ennfremur og vísað í dóm Hæstaréttar frá 24. nóvember 2011 í þessu sambandi.

„Eins og vikið er að í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar getur skerðing á frelsi fjölmiðla til að fjalla um slík málefni ekki talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Gildir þá einu þótt umfjöllunin byggi á gögnum sem undirorpin eru trúnaði og að birtar hafi verið upplýsingar sem gangi nærri friðhelgi einkalífs tilgreindra einstaklinga,“ segir áfram. Aðrir einstaklingar sem fjallað hafi verið um tengist Bjarna í gegnum viðskipti eða fjölskyldubönd.

Mat dómsins sé að umfjöllun fjölmiðlanna um málefni þessara einstaklinga hafi verið svo samofin fréttaefninu í heild að ekki verði greint á milli. Ekki verði dregnar þær ályktanir af umfjölluninni að ætlunin hafi verið að fjalla um málefni handahófskenndra einstaklinga sem ekki ætti erindi við almenning. Þannig hafi fjölmiðlarnir ekki gengið nær einkalífi umræddra einstaklinga en óhjákvæmilegt hafi verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi.

Kröfur þrotabúsins um afhendingu gagna óljós

Héraðsdómur segir að málefnið hafi varðað almenning „og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Breytir það ekki framangreindri niðurstöðu hvernig umþrætt gögn komust í hendur stefndu né heldur að í þeim séu upplýsingar sem undirorpnar séu bankaleynd.“

Dómurinn féllst ekki á kröfur þrotabús Glitnis banka um afheningu umræddra gagna og afrita af þeim og segir þær ekki uppfylla skilyrði um skýrleika sem gera verði. Sá galli sé einnig á kröfunum að þær byggi á eignarrétti þrotabúsins en að öðru leyti vísi það til lagaákvæða um meðferð upplýsinga. Grundvöllur krafnanna sé því einnig óljós. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd gögn hafi verið einkagögn þrotabúsins.

„Að því virtu er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir því hvaða skjöl það eru sem eru í vörslum stefndu og hvaða rétt hann eigi til þeirra. Er kröfugerð stefnanda hvað varðar afhendingu gagna og afrita af þeim, og málatilbúnaður þar að lútandi, af þeim sökum það óljós að vísa verður kröfunum frá dómi án kröfu.“

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild

mbl.is

Innlent »

Enginn neyðist til að sofa úti

11:59 Það er forgangsmál hjá Reykjavíkurborg að leysa húsnæðisvanda þeirra sem eru án heimilis í Reykjavík. Að enginn neyðist til að sofa úti nema viðkomandi óski þess sjálfur, segir Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs. 38% þeirra sem komu á Vog árið 2017 höfðu ekki húsnæði til umráða. Meira »

Stakk gat á hjólbarða bifreiða

11:34 Maður var handtekinn í Reykjavík í morgun grunaður um að hafa stungið gat á hjólbarða á bifreiðum, en tilkynnt var um manninn á sjöunda tímanum í morgun. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Tíðindalítið úr þrotabúi WOW

11:27 Þrátt fyrir fjölda fyrirspurna til skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup á eignum úr þrotabúinu er lítil hreyfing á slíkum viðskiptum. Meira »

Ætla að reyna til þrautar

10:30 „Það er búið að skipuleggja fundi út daginn og eftir atvikum um helgina ef þörf krefur,“ segir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Rafiðnaðarsam­bands Íslands og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, við mbl.is. Meira »

Til skoðunar að áfrýja

10:20 Forráðamenn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, eru með það til skoðunar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi þeim 1,2 milljarða króna í bætur frá Valitor. Um er að ræða töluvert lægri bætur en tjónið var metið vera. Meira »

Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

07:57 Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Meira »

Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

07:37 „Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Meira »

Norðanhret í vændum

07:20 Um miðja næstu viku er spáð norðanhreti og ljóst að það mun kólna talsvert frá því sem nú er. Segir veðurfræðingur að komandi maímánuður virðist engin undantekning frá því sem oft er - að það leggi í norðankulda í mánuðinum. Meira »

Hundruð í sóttkví

07:10 Hundruð nemenda og starfsmanna við tvo háskóla í Kaliforníu hafa verið settir í sóttkví vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Það sem af er ári hafa 695 smitast af mislingum í Bandaríkjunum og á heimsvísu hefur mislingatilvikum fjölgað um 300% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira »

Grunaður um brot á nálgunarbanni

06:42 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn síðdegis í gær þar sem hann var í óleyfi í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Maðurinn er grunaður um brot á nálgunarbanni og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Íslensk sulta í toppbaráttunni

05:30 Íslenski framleiðandinn Good Good náði á topp vinsældalista yfir mest seldu sulturnar hjá bandarísku vefversluninni Amazon nýverið. Meira »

Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

05:30 Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455. Meira »

Fundað um framkvæmd aðgerða

05:30 Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra hefur boðað til fundar hagsmunaaðila um miðjan maí til að fara yfir stöðu mála og ræða framkvæmdina. Meira »

Nýliðinn vetur var afar hlýr

05:30 Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri. Meira »

Vara við notkun hættulegra leysihanska

05:30 Geislavarnir ríkisins vara við notkun á svokölluðum leysihönskum á vefsíðu sinni. Um er að ræða hanska sem útbúnir eru öflugum leysibendum sem geta valdið augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi á gljáandi fleti. Meira »

Selja má íslenskar kartöflur samhliða innfluttum

05:30 Birkir Ármannsson, kartöfluræktandi í Þykkvabæ, segir að selja megi íslenskar kartöflur samhliða innfluttum, en dreifingarfyrirtækið Bananar hafnaði í síðustu viku kartöflum frá honum með þeim skýringum að þær væru ekki fyrsta flokks. Meira »

Málþófsdraugurinn verði kveðinn niður

05:30 „Einn draugur fer þó um þinghúsið og ygglir sig í þingsalnum og er mikil nauðsyn að kveðinn verði niður, rotaður í einu höggi, en það er málþóf,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í ræðu á Hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. Meira »

Brugðust seint við tilmælum frá MAST

Í gær, 23:22 Ópal sjávarfang ehf. fékk upplýsingar frá Matvælastofnun (MAST) um staðfest listeríusmit í þremur afurðum fyrirtækisins um hádegisbil 4. febrúar, en brást ekki við með því að innkalla vörurnar fyrr en síðdegis 6. febrúar. Þá var einungis ein vara af þremur innkölluð. Meira »

Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi

Í gær, 21:00 Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi með keppni í fjórgangi. Elín Árnadóttir sigraði annan flokkinn með 6,87 á Blæ frá Prestsbakka, en þau komu inn í úrslit í 6.-8. sæti. Anna Þöll Haraldsdóttir hafnaði í öðru sæti og í því þriðja var Gunnhildur Sveinbjarnardóttir. Meira »
Hugsuðurinn 40cm á hæð
Falleg stytta ca 40-50 ára gömul. verð ca 20.000 s.893-3986...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
TIL LEIGU: 4ra herbergja íbúð í Kópavogi
Til leigu 4ra herbergja íbúð, miðhæð í þríbýlishúsi. Staðsetning - vesturbær Kó...