Telja ekki hættu á frekari flóðum

Klakastíflan í Hvítá hefur valdið því að það flæddi inn …
Klakastíflan í Hvítá hefur valdið því að það flæddi inn í þrjá sumarbústaði. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi birti nú síðdegis á Facebook-síðu sinni myndir sem teknar voru með dróna í morgun af klakastíflunni sem í Hvítá til móts við Kirkjutanga. Rennur áin undir stífluna sem þekur stórt svæði á þessum stað, en greint hefur verið frá því að líklega hafi flætt inn í þrjá sumarbústaði í Vaðsnesi vegna stíflunnar.

Segir lögreglan ekki vera talda  hættu af frekari flóðum að sinni „en þeir félagar okkar á Veðurstofunni hafa fengið mynddiskinn með myndunum úr drónanum sendann til að fara yfir og meta stöðuna.“

Mbl.is ræddi í morgun við Ólaf­ Inga Kjart­ans­son á Vaðnesi sem sagðist þá hafa heyrt út und­an sér að flætt hafi inn í þrjá bú­staði. Einnig hafi orðið ein­hverj­ar vega­skemmd­ir hjá sum­ar­bú­staðaeig­end­um.

Þá taldi hann að lækkað hafi í Hvítá um í kring­um 20 sentí­metra frá því í gær. „Það virðist sem rennslið sé að minnka, sem er já­kvætt. Ég ef­ast um að þetta fari upp aft­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert