Íbúðagötur víða ófærar

Mjög slæm færð er víða í efri byggðum.
Mjög slæm færð er víða í efri byggðum. mbl.is/Styrmir Kári

Mjög skóf í nótt og eru íbúðagötur víða ófærar í höfuðborginni. Að sögn Halldórs Ólafssonar, verkstjóra snjóruðnings í Reykjavík, er afar þungt færi víða og þurfti að aðstoða marga við að komast leiðar sinnar í nótt. Útlit er fyrir að umferðin muni ganga mjög hægt vegna slæmrar færðar. 

Eftir talsverða snjókomu hvessti mikið í nótt og skóf hressilega á höfuðborgarsvæðinu. Undir morgun blotnaði í öllu og því afar þungt færi.

Halldór segir að vegna þess hversu þungur snjórinn er taki langan tíma að hreinsa götur og stíga. Ef ekki er varlega farið er hætta á skemmdum á ruðningstækjum. Ekki sé mögulegt að ljúka mokstri alls staðar í Reykjavík áður en fólk heldur til vinnu og skóla og því verði fólk að gera ráð fyrir að það taki lengri tíma en venjulega að komast leiðar sinnar. 

Ástandið er einna verst í efri byggðum þar sem snjór hefur safnast upp í íbúðagötum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að hreinsun stíga og gatna nánast í alla nótt og hafa ekki undan.

Á Akureyri hefur einnig snjóað töluvert og að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri er klaki undir snjónum og því nauðsynlegt að fara varlega, bæði gangandi vegfarendur sem og akandi.

Veðrið í dag mun væntanlega ekki bæta úr skák því spáð er kólnandi veðri og hvassri suðvestanátt með éljum sunnan og vestan til með morgninum, en léttir til norðaustan- og austanlands síðdegis. Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins, fyrir utan Suðausturland, Austurland og Norðausturland.

„Suðvestanátt, allhvöss eða hvöss með éljum, ríkjandi á sunnan- og vestanverðu landinu framundir helgi, en styttir upp og léttir til NA- og A-lands eftir hádegi. Hiti um og undir frostmarki, einkum við ströndina. 

Síðan er útlit fyrir lægðagang um helgina en hvar lægðin kemur upp að landinu er ennþá óvíst og minniháttar breytingar geta gefið miklar breytingar í veðurspá og er fólk því hvatt til að fylgjast vel með spám er nær dregur helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Starfsmenn Rauða krossins á leið upp á Kjalarnes í nótt.
Starfsmenn Rauða krossins á leið upp á Kjalarnes í nótt.

Fjöldahjálparmiðstöð á Kjalarnesi

Enn eru flestar leiðir lokaðar út úr Reykjavík fyrir utan Kjalarnes en vegurinn þar hefur verið opnaður að nýju. Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðar. Um þrjátíu manns fengu inni í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins í Klébergsskóla á Kjalarnesi í nótt en Rauði krossinn opnaði hana um miðnætti. Fékk fólk að bíða þar þangað til hægt var að opna veginn að nýju, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum.

Veðurspá fyrir næstu daga.

Suðvestan 10-18 með éljum um landið vestanvert. Suðaustan 13-20 m/s og víða rigning eða slydda á láglendi austan til og snjókoma fyrir norðan fram yfir hádegi, en léttir síðan til á NA- og A-landi og kólnar aftur.
Heldur hægari á morgun, einkum annað kvöld. Víða vægt frost.

Á fimmtudag:

Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 10 stig, minnst með S- og A-ströndinni. 

Á föstudag:
Suðvestlæg átt, allhvöss syðst, en annars hægari. Víða él, einkum V-til, en snýst í vaxandi austanátt S-lands um kvöldið og fer að snjóa þar. Frost um land allt. 

Á laugardag:
Gengur líklega í allhvassa eða hvassa norðaustlæga átt með snjókomu eða éljagangi, einkum við N-ströndina. Dregur úr frosti í bili. 

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir órólegt og kalt veður með úrkomu í öllum landshlutum.

mbl.is

Innlent »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »

Nokkrir hlauparar fluttir á slysadeild

17:50 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fór í morgun. Flytja þurfti á bilinu 7-9 hlaupara til aðhlynningar á slysadeild sökum örmögnunar og er það minna en mörg fyrri ár. Meira »

Glaður Dagur á Menningarnótt

16:55 „Það er allt á fullu alls staðar og hvar sem maður fer er fullt af fólki með bros á vör,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mikið er um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem Menningarnótt fer fram í 23. skiptið. Meira »

Stefnir í yfir 50% kjörsókn

16:45 Ágætislíkur eru á að kjörsókn fari yfir 50 prósent í íbúakosningum í Árborg þar sem íbúar kjósa um aðal- og deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Þetta segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Tuga hvala vaða við Rif

15:30 Hátt í hundrað grindhvalir hafa safnast saman í hafnargarðinum við Rif á Snæfellsnesi. Ólíklegt er að um sömu hvalatorfu og varð innlyksa í Kolgrafafirði fyrr í mánuðinum sé að ræða þar sem kálfar eru í vöðunni við Rif. Björgunaraðilum hefur ekki tekist að reka þá út. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

13:59 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

„Heppin að vera á lífi“

13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

11:55 Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiliskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...