Íbúðagötur víða ófærar

Mjög slæm færð er víða í efri byggðum.
Mjög slæm færð er víða í efri byggðum. mbl.is/Styrmir Kári

Mjög skóf í nótt og eru íbúðagötur víða ófærar í höfuðborginni. Að sögn Halldórs Ólafssonar, verkstjóra snjóruðnings í Reykjavík, er afar þungt færi víða og þurfti að aðstoða marga við að komast leiðar sinnar í nótt. Útlit er fyrir að umferðin muni ganga mjög hægt vegna slæmrar færðar. 

Eftir talsverða snjókomu hvessti mikið í nótt og skóf hressilega á höfuðborgarsvæðinu. Undir morgun blotnaði í öllu og því afar þungt færi.

Halldór segir að vegna þess hversu þungur snjórinn er taki langan tíma að hreinsa götur og stíga. Ef ekki er varlega farið er hætta á skemmdum á ruðningstækjum. Ekki sé mögulegt að ljúka mokstri alls staðar í Reykjavík áður en fólk heldur til vinnu og skóla og því verði fólk að gera ráð fyrir að það taki lengri tíma en venjulega að komast leiðar sinnar. 

Ástandið er einna verst í efri byggðum þar sem snjór hefur safnast upp í íbúðagötum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að hreinsun stíga og gatna nánast í alla nótt og hafa ekki undan.

Á Akureyri hefur einnig snjóað töluvert og að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri er klaki undir snjónum og því nauðsynlegt að fara varlega, bæði gangandi vegfarendur sem og akandi.

Veðrið í dag mun væntanlega ekki bæta úr skák því spáð er kólnandi veðri og hvassri suðvestanátt með éljum sunnan og vestan til með morgninum, en léttir til norðaustan- og austanlands síðdegis. Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins, fyrir utan Suðausturland, Austurland og Norðausturland.

„Suðvestanátt, allhvöss eða hvöss með éljum, ríkjandi á sunnan- og vestanverðu landinu framundir helgi, en styttir upp og léttir til NA- og A-lands eftir hádegi. Hiti um og undir frostmarki, einkum við ströndina. 

Síðan er útlit fyrir lægðagang um helgina en hvar lægðin kemur upp að landinu er ennþá óvíst og minniháttar breytingar geta gefið miklar breytingar í veðurspá og er fólk því hvatt til að fylgjast vel með spám er nær dregur helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Starfsmenn Rauða krossins á leið upp á Kjalarnes í nótt.
Starfsmenn Rauða krossins á leið upp á Kjalarnes í nótt.

Fjöldahjálparmiðstöð á Kjalarnesi

Enn eru flestar leiðir lokaðar út úr Reykjavík fyrir utan Kjalarnes en vegurinn þar hefur verið opnaður að nýju. Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðar. Um þrjátíu manns fengu inni í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins í Klébergsskóla á Kjalarnesi í nótt en Rauði krossinn opnaði hana um miðnætti. Fékk fólk að bíða þar þangað til hægt var að opna veginn að nýju, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum.

Veðurspá fyrir næstu daga.

Suðvestan 10-18 með éljum um landið vestanvert. Suðaustan 13-20 m/s og víða rigning eða slydda á láglendi austan til og snjókoma fyrir norðan fram yfir hádegi, en léttir síðan til á NA- og A-landi og kólnar aftur.
Heldur hægari á morgun, einkum annað kvöld. Víða vægt frost.

Á fimmtudag:

Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 10 stig, minnst með S- og A-ströndinni. 

Á föstudag:
Suðvestlæg átt, allhvöss syðst, en annars hægari. Víða él, einkum V-til, en snýst í vaxandi austanátt S-lands um kvöldið og fer að snjóa þar. Frost um land allt. 

Á laugardag:
Gengur líklega í allhvassa eða hvassa norðaustlæga átt með snjókomu eða éljagangi, einkum við N-ströndina. Dregur úr frosti í bili. 

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir órólegt og kalt veður með úrkomu í öllum landshlutum.

mbl.is

Innlent »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

05:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »

FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Í gær, 22:04 Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit. Meira »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

Í gær, 20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

Í gær, 20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

Í gær, 20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »