Íbúðagötur víða ófærar

Mjög slæm færð er víða í efri byggðum.
Mjög slæm færð er víða í efri byggðum. mbl.is/Styrmir Kári

Mjög skóf í nótt og eru íbúðagötur víða ófærar í höfuðborginni. Að sögn Halldórs Ólafssonar, verkstjóra snjóruðnings í Reykjavík, er afar þungt færi víða og þurfti að aðstoða marga við að komast leiðar sinnar í nótt. Útlit er fyrir að umferðin muni ganga mjög hægt vegna slæmrar færðar. 

Eftir talsverða snjókomu hvessti mikið í nótt og skóf hressilega á höfuðborgarsvæðinu. Undir morgun blotnaði í öllu og því afar þungt færi.

Halldór segir að vegna þess hversu þungur snjórinn er taki langan tíma að hreinsa götur og stíga. Ef ekki er varlega farið er hætta á skemmdum á ruðningstækjum. Ekki sé mögulegt að ljúka mokstri alls staðar í Reykjavík áður en fólk heldur til vinnu og skóla og því verði fólk að gera ráð fyrir að það taki lengri tíma en venjulega að komast leiðar sinnar. 

Ástandið er einna verst í efri byggðum þar sem snjór hefur safnast upp í íbúðagötum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að hreinsun stíga og gatna nánast í alla nótt og hafa ekki undan.

Á Akureyri hefur einnig snjóað töluvert og að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri er klaki undir snjónum og því nauðsynlegt að fara varlega, bæði gangandi vegfarendur sem og akandi.

Veðrið í dag mun væntanlega ekki bæta úr skák því spáð er kólnandi veðri og hvassri suðvestanátt með éljum sunnan og vestan til með morgninum, en léttir til norðaustan- og austanlands síðdegis. Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins, fyrir utan Suðausturland, Austurland og Norðausturland.

„Suðvestanátt, allhvöss eða hvöss með éljum, ríkjandi á sunnan- og vestanverðu landinu framundir helgi, en styttir upp og léttir til NA- og A-lands eftir hádegi. Hiti um og undir frostmarki, einkum við ströndina. 

Síðan er útlit fyrir lægðagang um helgina en hvar lægðin kemur upp að landinu er ennþá óvíst og minniháttar breytingar geta gefið miklar breytingar í veðurspá og er fólk því hvatt til að fylgjast vel með spám er nær dregur helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Starfsmenn Rauða krossins á leið upp á Kjalarnes í nótt.
Starfsmenn Rauða krossins á leið upp á Kjalarnes í nótt.

Fjöldahjálparmiðstöð á Kjalarnesi

Enn eru flestar leiðir lokaðar út úr Reykjavík fyrir utan Kjalarnes en vegurinn þar hefur verið opnaður að nýju. Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðar. Um þrjátíu manns fengu inni í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins í Klébergsskóla á Kjalarnesi í nótt en Rauði krossinn opnaði hana um miðnætti. Fékk fólk að bíða þar þangað til hægt var að opna veginn að nýju, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum.

Veðurspá fyrir næstu daga.

Suðvestan 10-18 með éljum um landið vestanvert. Suðaustan 13-20 m/s og víða rigning eða slydda á láglendi austan til og snjókoma fyrir norðan fram yfir hádegi, en léttir síðan til á NA- og A-landi og kólnar aftur.
Heldur hægari á morgun, einkum annað kvöld. Víða vægt frost.

Á fimmtudag:

Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 10 stig, minnst með S- og A-ströndinni. 

Á föstudag:
Suðvestlæg átt, allhvöss syðst, en annars hægari. Víða él, einkum V-til, en snýst í vaxandi austanátt S-lands um kvöldið og fer að snjóa þar. Frost um land allt. 

Á laugardag:
Gengur líklega í allhvassa eða hvassa norðaustlæga átt með snjókomu eða éljagangi, einkum við N-ströndina. Dregur úr frosti í bili. 

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir órólegt og kalt veður með úrkomu í öllum landshlutum.

mbl.is

Innlent »

Enn er klakastífla í Hvítá

11:49 Lögreglumenn af Suðurlandi fóru í morgun og könnuðu og mynduðu klakastífluna í Hvítá við veiðihúsið við Oddgeirshóla.   Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

11:31 Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »

4% atvinnuleysi í janúar

09:23 Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í janúar 2018, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku. Meira »

Innri endurskoðun rannsakar málið

09:55 Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag. Meira »

3,7 jarðskjálfti á Öxarfirði

09:07 Skjálfti af stærð 3,7 varð úti á Öxarfirði um hálfáttaleytið í morgun um 15 km vestsuðvestur af Kópaskeri. Hafa minni skjálftar orðið í kjölfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann mögulega tengjast Grímseyjarhrinunni. Meira »

Morgunblaðið langvinsælast á timarit.is

08:18 Morgunblaðið er eins og jafnan áður langvinsælasti titillinn á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman rúmlega 1.100 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Meira »

Vilja óháða matsmenn í veggjatítluhúsið

07:57 Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælir með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu, teljist í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi. Meira »

Rikka, Logi og Rúnar Freyr í nýjum morgunþætti

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnanhvassviðri eða -stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og síðdegis má búast við stormi. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...