Meirihluti tómatanna fluttur inn

Meirihluti tómatanna sem hér eru á markaði er innfluttur.
Meirihluti tómatanna sem hér eru á markaði er innfluttur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sala á tómötum jókst á nýliðnu ári, þó þannig að innflutningur jókst um 23% en innlend framleiðsla minnkaði um 10%.

Er nú svo komið að meirihluti tómatanna sem hér eru á markaði er innfluttur. Vegna minni sölu og ef til vill lækkandi verðs dróst söluandvirði innlendrar tómataframleiðslu saman um 84 milljónir króna.

Innflutningur á ýmsum öðum tegundum grænmetis og sérstaklega berjum jókst stórlega á síðasta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um framleiðslu og innflutning á grænmeti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert