Kaupa ekki í bankanum

Kaupskil vinna nú að því að losa um 57% hlut …
Kaupskil vinna nú að því að losa um 57% hlut sinn í Arion banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stærstu lífeyrissjóðir landsins munu ekki kaupa hlut í Arion banka á grundvelli tilboðs sem Kaupskil, stærsti eigandi hans, gerðu þeim fyrir skemmstu.

Þannig mun ekki verða af kaupum þeirra í bankanum í aðdraganda skráningar hans á markað. Stærstu lífeyrissjóðir landsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Gildi lífeyrissjóður og Birta. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins.

Tilboð Kaupskila til lífeyrissjóðanna byggðist á þeirri forsendu að þeir myndu kaupa að minnsta kosti 5% hlut í bankanum á um níu milljarða króna. Nú þegar ljóst er orðið að stærstu sjóðir landsins munu ekki ganga að tilboði Kaupskila er talið útséð með þátttöku annarra lífeyrissjóða enda er talið ósennilegt að þeir hafi bolmagn til þess að fjárfesta í stórum stíl í bankanum. Þar ráða fjárhæðir ekki aðeins för heldur einnig sú áhætta sem talin er fylgja þeirri staðreynd að skráning bankans er ekki í höfn. Enn á eftir að hnýta lausa enda sem tryggja munu skráninguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »