Kvartað 385 sinnum vegna rottu- og músagangs

Rotta á Laugaveginum.
Rotta á Laugaveginum. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Meindýravarnir Reykjavíkurborgar fengu á síðasta ári 56 færri kvartanir vegna rottugangs en árið áður en heldur fleiri kvartanir vegna músagangs.

Alls bárust 385 kvartanir um rottu- og músagang, samkvæmt skýrslu rekstrarstjóra meindýravarna sem lögð var fram á fundi umhverfis- og skipulagssviðs. Meirihlutinn var vegna ágangs af rottum, 237 talsins.

Að meðaltali kallar hver kvörtun á að minnsta kosti fjórar ferðir til eftirlits og skoðunar. Rottum og músum var eytt á þessum stöðum. Kvartanirnar leiddu auk þess til þess að í niðurföll og í fjörur borgarinnar var eitrað með tæplega 700 kílóum af beitu. Í forvarnarskyni var eitrað í 5.460 holræsabrunna með 1.174 kg af beitu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert