Sáttasemjari í Evrópu

Haraldur Sigurðsson augnlæknir.
Haraldur Sigurðsson augnlæknir. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Haraldur Sigurðsson augnlæknir er forseti í samtökum evrópskra augnskurðlækna, European Society of Oculoplastic and Reconstructive surgery, ESOPRS (ESOPRS.eu). Hann var kjörinn til að gegna embættinu til tveggja ára á ársþinginu í Stokkhólmi fyrr í vetur.

„Þetta er mikill heiður og ég kemst ekki hærra á þessu sviði, þó að ég hafi hvorki sóst eftir því né látið mig dreyma um það,“ segir Haraldur, sem flutti heiðursfyrirlestur á þingi samtakanna í Barcelona 2013.

Hann er fyrsti Íslendingurinn sem er kjörinn í stjórn samtakanna og annar forsetinn frá Norðurlöndum, en Svíinn Anders Hedin gegndi embættinu árin 2001-2003. Bretland, Þýskaland, Ítalía og Frakkland eiga föst stjórnarsæti en önnur Evrópuríki eiga samtals þrjá stjórnarmenn.

Sjá samtal við Harald í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert