Farþegar Icelandair fylgist vel með veðri

Icelandair ætlar ekki að flýta brottförum vegna veðursins í fyrramálið, …
Icelandair ætlar ekki að flýta brottförum vegna veðursins í fyrramálið, en farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með. mbl.is/Sigurður Bogi

Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir því þó beint til farþega að fylgjast vel með veðri og tilkynningum um brottfarar- og komutíma frá flugfélaginu.

„Við erum að vonast til þess að þetta veður komi það seint að áætlun standist, það er staðan núna,“ segir Guðjón.

WOW air sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag, þar sem farþegum sem eiga flug í fyrramálið var ráðlagt að mæta snemma upp á flug­stöð, þar sem flug muni taka fyrr af stað en upp­runa­lega hafi verið áætlað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert