Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Dagný Hermannsdóttir sendi nýlega frá sér uppskriftabók um súrkálsgerð, Súrkál …
Dagný Hermannsdóttir sendi nýlega frá sér uppskriftabók um súrkálsgerð, Súrkál fyrir sælkera. mbl.is/​Hari

Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga.

Hún heldur einnig súrkálsgerðarnámskeið og þá er súrkál úr hennar framleiðslu nýkomið í valdar verslanir, að því er fram kemur í viðtali við Dagnýju á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Dagný kynntist súrkálsgerð fyrst þegar hún var 17 ára nemi í lýðhálsskóla í Noregi. „Mér óx þetta í augum og hafði þá hugmynd að það þyrfti hinar fullkomnu aðstæður og græjur í súrkálsgerðina. Fyrir fáeinum árum safnaði ég kjarki og skoðaði þetta af alvöru. Verandi hrikaleg dellumanneskja sökkti ég mér ofan í súrkálsgerðina og komst að því að hún er hvorki flókin né hættuleg. Þetta er einhver öruggasta geymsluaðferð á matvælum sem til er,“ segir Dagný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert