Búið að loka heiðavegum

Búið er að loka á umferð um Þrengsli, Hellisheiði og …
Búið er að loka á umferð um Þrengsli, Hellisheiði og Mosfellsheiði. mbl.is/Styrmir Kári

Vegagerðin lokaði á sjöunda tímanum á umferð um Hellisheiði, Sandskeið, Þrengslin, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Þá var veginum um Lyngdalsheiði lokað klukkan 7.

Hér er uppfærður listi Vegagerðarinnar um mögulegar lokanir vega í dag:

Suðurlandsvegur um Hellisheiði og Þrengsli milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00

Vesturlandsvegur um Kjalarnes milli kl. 08:00 og 11:00

Vesturlandsvegur um Hafnarfjall milli kl. 07:00 og 11:00

Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00

Reykjanesbraut milli kl. 07:00 og 11:00

Grindavíkurvegur milli kl. 07:00 og 11:00 

Suðurstrandarvegur milli kl. 07:00 og 11:00

Suðurlandsvegur að Vík í Mýrdal milli kl. 07:00 og 12:00

Vegir á Snæfellsnesi og Brattabrekka milli kl. 08:00 og 13:00

Holtavörðuheiði milli kl. 10:00 og 15:00

Vegir á Norðurlandi vestra milli kl. 09:00 og 15:00

Öxnadalsheiði milli kl. 09:00 og 16:00

Mývatns- og Möðrudalsöræfi milli kl. 10:00 og 17:00

Fjarðarheiði og Fagridalur milli kl. 11:00 og 18:00

Aðrir vegir geta einnig lokast á meðan veður gengur yfir.

Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra og sendi Vegagerðin í gær frá sér tilkynningu um að búast mætti við lokun nokkurra vega fyrri hluta dags.

Einnig er bú­ist við því að Reykjanesbrautinni kunni að verða lokað, en útlit er fyrir að hviður geti orðið allt að 40 m/​​s á Reykja­nes­braut um klukk­an 8 og fram yfir klukk­an 10 á Kjal­ar­nesi og und­ir Hafn­ar­fjalli.

Gul viðvör­un er í gildi alls staðar ann­ars staðar á land­inu og er spáð allt að 23-28 m/​​s og snjó­komu og slæmu skyggni í efri byggðum og aust­ur frá Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert