Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

Færðarkort Vegagerðarinnar klukkan 8.26 í morgun: Helstu aðalleiðir eru allar …
Færðarkort Vegagerðarinnar klukkan 8.26 í morgun: Helstu aðalleiðir eru allar lokaðar. Skjáskot/Vegagerðin

Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðs vegar um landið þegar líður á daginn. Þegar er búið að loka Reykjanesbraut, Hellisheiði, Mosfellsheiði og veginum um Kjalarnes. Þá er Grindavíkurvegur nú einnig lokaður sem og vegurinn um Þrengsli. Einnig var veginum um Lyngdalsheiðina lokað snemma í morgun og nú á níunda tímanum var veginum undir Hafnarfjall lokað sem og Holtavörðuheiðinni og Bröttubrekku.

Rétt fyrir níu var svo Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum lokað. 

Vegna veðurs og færðar falla nokkrar ferðir Strætó niður frá kl. 06:20 og fram eftir morgni. Þær ferðir sem m.a. falla niður eru:

Frá N1 Selfossi: kl. 06:20, kl.07:20, kl.08:50. 

Frá Hvolsvelli: kl.07:17.

Frá Mjódd: kl.08:00, kl.09:00, kl.10:00.

Hált er á götum á höfuðborgarsvæðinu. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu frá klukkan 9 en gengur hratt niður og verður búið að lægja um hádegi. Þá verður veður verst á norðanverðu landinu.

Spáð er stormi og ofsaveðri á landinu í dag og eru vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og lokunum vega. Færðarkort Vegagerðarinnar er uppfært stöðugt. 

Veðurvefur mbl.is.

Hér er áætlun Vegagerðarinnar um lokanir á vegum í dag. Hluti hennar hefur þegar gengið eftir:

Suðurlandsvegur um Hellisheiði og Þrengsli milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00

Vesturlandsvegur um Kjalarnes milli kl. 08:00 og 11:00

Vesturlandsvegur um Hafnarfjall milli kl. 07:00 og 11:00

Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00

Reykjanesbraut milli kl. 07:00 og 11:00

Grindavíkurvegur milli kl. 07:00 og 11:00 

Suðurstrandarvegur milli kl. 07:00 og 11:00

Suðurlandsvegur að Vík í Mýrdal milli kl. 07:00 og 12:00

Vegir á Snæfellsnesi og Brattabrekka milli kl. 08:00 og 13:00

Holtavörðuheiði milli kl. 10:00 og 15:00

Vegir á Norðurlandi vestra milli kl. 09:00 og 15:00

Öxnadalsheiði milli kl. 09:00 og 16:00

Mývatns- og Möðrudalsöræfi milli kl. 10:00 og 17:00

Fjarðarheiði og Fagridalur milli kl. 11:00 og 18:00

Aðrir vegir geta einnig lokast á meðan veður gengur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert