Innri endurskoðun rannsakar tilkynninguna

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn kynna ...
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn kynna hér niðurstöðu á rannsókn á verkferlum lögreglu í málinu. Málið verður einnig skoðað hjá velferðarsviði borgarinnar. mbl.is/Eggert

Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag.

Í svarinu segir enn fremur að velferðarsvið og barnaverndarnefnd taki málið mjög alvarlega.

Borgarfulltrúarnir höfðu óskað eftir svari við eftirfarandi fyrirspurn: „Hvernig gat það viðgengist að starfsmaður Reykjavíkurborgar sem grunaður var um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum starfaði áfram með þeim? Hvenær var borgarstjóri upplýstur um málið, hvernig var brugðist við og hvaða ráðstafanir voru gerðar?“

Velferðarsvið segir framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur hafa fengið upplýsingar um málið á fundi með lögreglu 18. janúar síðastliðinn og samdægurs hafi hún upplýst sviðsstjóra um málið og strax næsta dag hafi hinn grunaði verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald.

Starf barnaverndarnefnda sé ópólitískt og þær njóti faglegs sjálfstæðis. Það hafi því verið sviðsstjóra velferðarsviðs að upplýsa borgarstjóra um málið. Fulltrúar velferðarsviðs og barnaverndarnefndar farið ítarlega yfir málið á fundi borgarráðs og á fundi velferðarráðs 1. febrúar sl.

Segir velferðarsvið hafa verið látið að því liggja í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum að barnaverndarnefnd teldi eðlilegt að tilkynningu um starfsmann sem hefði gerst brotlegur við börn, væri vísað frá þar sem um lögráða einstaklinga væri að ræða. „Það er fjarstæðukennt að barnaverndarnefnd telji eðlilegt að vísa slíkum tilkynningum frá þegar um er að ræða starfsmenn sem starfa með börnum. Slíka tilkynningu hefði að sjálfsögðu átt að taka alvarlega og ljóst er að starfsmaður með slíkan bakgrunn ætti alls ekki að starfa með börnum,“ segir í svarinu.

Engin spor hafi hins vegar enn fundist varðandi þær fullyrðingar að tilkynnt hafi verið um manninn til barnaverndar árið 2002 og hvorki lögregla né réttargæslumaður hafi getað gefið vísbendingar þar um. „Hins vegar hefur aðili gefið sig fram sem segist hafa hringt árið 2008 með nafnlausa ábendingu um þennan tiltekna starfsmann. Ekki er enn vitað hver tók við símtalinu og innri endurskoðun Reykjavíkurborgar rannsakar nú hvers vegna tilkynningin barst ekki til stjórnenda barnaverndar,“ segir velferðarsvið og segir þeirri rannsókn ekki vera lokið.

Velferðarsvið og barnaverndarnefnd leggi ríka áherslu á að allir fletir málsins verði kannaðir ítarlega í samvinnu við innri endurskoðun borgarinnar. Framkvæma eigi sérstakt áhættumat á allri starfsemi barnaverndar og endurskoða alla verkferla varðandi ábendingar og tilkynningar til barnaverndar með það að markmiði að koma í veg fyrir að mistök eigi sér stað.

„Loks hefur viðamikil úttekt verið í undirbúningi á barnaverndarstarfi Reykjavíkurborgar í heild sinni og starfsaðstæðum barnaverndarstarfsmanna. Sú rannsókn var ákveðin áður en þetta mál kom upp og mun atburðarrás síðustu daga og vikna hafa áhrif á innihald þeirrar úttektar.“

Í ljósi þessa og vegna þess að umræða um slík mál sé eðli málsins viðkvæm er þess óskað að umræða um einstök barnaverndarmál fari fram á vettvangi borgarstjórnar.

mbl.is

Innlent »

Upptökur á annarri plötu Kaleo

Í gær, 20:38 Strákarnir í Kaleo vinna nú að plötunni sem kemur í kjölfarið á hinni geysivinsælu A/B sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Sveitin hefur að undanförnu verið í upptökum og hér má sjá myndir af ferlinu í sögufrægum hljóðverum sem Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari sveitarinnar tók. Meira »

Heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur

Í gær, 19:55 „Ég er auðvitað mjög ósátt við þetta en er ekki tilbúin að gefast upp í málinu. Þetta er eins og í stríðinu, þessi orrusta tapaðist en stríðinu er ekki lokið.“ Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir í samtali við mbl.is. Meira »

Fyrst til að meta nær allt kerfið

Í gær, 19:48 Steinþór Jónsson, formaður FÍB, segir að með tilkomu opins gagnagrunns um öryggi þjóðvegakerfisins ætti ekki lengur að vera ágreiningur hérlendis um hvaða vegaframkvæmdir eigi að ráðast í, þar sem hægt sé að fletta því upp í gagnagrunninum. Tæknin nýtist einnig við að meta umferðaröryggi í borgum. Meira »

1.500 greinst með forstig mergæxlis

Í gær, 19:47 Um 1.500 manns hafa greinst með prótein sem skilgreinir forstig mergæxlis og mergæxli í rannsókninni Blóðskimum til bjargar.  Meira »

Efla fræðslu um Addison

Í gær, 19:30 Stofnfundur Addison-samtakanna á Íslandi var haldinn fyrir skömmu. Tilgangur þeirra er að halda utan um þá sem greinast með Addison-sjúkdóminn og aðra sem þurfa að taka inn lyfið hýdrókortisón vegna streitu, auk aðstandenda þeirra. Meira »

600 milljóna kröfur í þrotabú

Í gær, 19:30 Kröfur í þrotabú verktakafyrirtækisins SS Hús nema 600 milljónum króna. Sigurður Kristinsson, einn af eigendum félagsins, er eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Dagmóðir dæmd fyrir líkamsárás

Í gær, 18:53 Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gegn tæplega tveggja ára stúlkubarni sem var í hennar umsjá haustið 2016. Meira »

Ákvað ungur að sinna öryggismálum

Í gær, 18:57 Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að björgunar- og almannavarnastörf séu honum í blóð borin og lítið annað komið til greina eftir að hann 6 ára gamall upplifði eldgosið á Heimaey og uppbygginguna í kjölfarið. Meira »

Gefur fjármálastefnunni falleinkunn

Í gær, 18:28 „Það er alveg ljóst að fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um hana.“ Svona hófst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd um fjármálastefnu 2018 til 2022 sem er til umræðu á Alþingi í dag. Meira »

Hinrik vann silfurverðlaun

Í gær, 18:17 Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs-keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð lenti í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja. Meira »

Bað fórnarlömbin afsökunar

Í gær, 18:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bað fyrir hönd flokksins fórnarlömb afsökunar og aðstandendur þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurbogar sem leiddu til þess að tilkynning um kynferðisbrot barst ekki til stjórnenda. Meira »

Afföll 19,5% hjá Arnarlaxi í Hringsdal

Í gær, 17:45 „Þetta er náttúrulega skaði fyrir fyrirtækið og það eru sögulega há verð í gangi svo við hefðum gjarnan viljað að fiskurinn væri seldur. En svona er bara eldi á dýrum, það eru afföll og við gerum ráð fyrir afföllum í okkar rekstri,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í samtali við mbl.is. Meira »

Flestir fundið bein en ekki mannsbein

Í gær, 17:25 „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson skipstjóri á Fjölni GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. Meira »

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

Í gær, 17:08 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Meira »

Rekstur HSA enn í járnum

Í gær, 15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna síbrota

Í gær, 17:17 Karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Veita aðgang að samræmdum prófum

Í gær, 16:23 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

Í gær, 15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »
PENNAR
...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...