Innri endurskoðun rannsakar tilkynninguna

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn kynna ...
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn kynna hér niðurstöðu á rannsókn á verkferlum lögreglu í málinu. Málið verður einnig skoðað hjá velferðarsviði borgarinnar. mbl.is/Eggert

Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag.

Í svarinu segir enn fremur að velferðarsvið og barnaverndarnefnd taki málið mjög alvarlega.

Borgarfulltrúarnir höfðu óskað eftir svari við eftirfarandi fyrirspurn: „Hvernig gat það viðgengist að starfsmaður Reykjavíkurborgar sem grunaður var um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum starfaði áfram með þeim? Hvenær var borgarstjóri upplýstur um málið, hvernig var brugðist við og hvaða ráðstafanir voru gerðar?“

Velferðarsvið segir framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur hafa fengið upplýsingar um málið á fundi með lögreglu 18. janúar síðastliðinn og samdægurs hafi hún upplýst sviðsstjóra um málið og strax næsta dag hafi hinn grunaði verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald.

Starf barnaverndarnefnda sé ópólitískt og þær njóti faglegs sjálfstæðis. Það hafi því verið sviðsstjóra velferðarsviðs að upplýsa borgarstjóra um málið. Fulltrúar velferðarsviðs og barnaverndarnefndar farið ítarlega yfir málið á fundi borgarráðs og á fundi velferðarráðs 1. febrúar sl.

Segir velferðarsvið hafa verið látið að því liggja í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum að barnaverndarnefnd teldi eðlilegt að tilkynningu um starfsmann sem hefði gerst brotlegur við börn, væri vísað frá þar sem um lögráða einstaklinga væri að ræða. „Það er fjarstæðukennt að barnaverndarnefnd telji eðlilegt að vísa slíkum tilkynningum frá þegar um er að ræða starfsmenn sem starfa með börnum. Slíka tilkynningu hefði að sjálfsögðu átt að taka alvarlega og ljóst er að starfsmaður með slíkan bakgrunn ætti alls ekki að starfa með börnum,“ segir í svarinu.

Engin spor hafi hins vegar enn fundist varðandi þær fullyrðingar að tilkynnt hafi verið um manninn til barnaverndar árið 2002 og hvorki lögregla né réttargæslumaður hafi getað gefið vísbendingar þar um. „Hins vegar hefur aðili gefið sig fram sem segist hafa hringt árið 2008 með nafnlausa ábendingu um þennan tiltekna starfsmann. Ekki er enn vitað hver tók við símtalinu og innri endurskoðun Reykjavíkurborgar rannsakar nú hvers vegna tilkynningin barst ekki til stjórnenda barnaverndar,“ segir velferðarsvið og segir þeirri rannsókn ekki vera lokið.

Velferðarsvið og barnaverndarnefnd leggi ríka áherslu á að allir fletir málsins verði kannaðir ítarlega í samvinnu við innri endurskoðun borgarinnar. Framkvæma eigi sérstakt áhættumat á allri starfsemi barnaverndar og endurskoða alla verkferla varðandi ábendingar og tilkynningar til barnaverndar með það að markmiði að koma í veg fyrir að mistök eigi sér stað.

„Loks hefur viðamikil úttekt verið í undirbúningi á barnaverndarstarfi Reykjavíkurborgar í heild sinni og starfsaðstæðum barnaverndarstarfsmanna. Sú rannsókn var ákveðin áður en þetta mál kom upp og mun atburðarrás síðustu daga og vikna hafa áhrif á innihald þeirrar úttektar.“

Í ljósi þessa og vegna þess að umræða um slík mál sé eðli málsins viðkvæm er þess óskað að umræða um einstök barnaverndarmál fari fram á vettvangi borgarstjórnar.

mbl.is

Innlent »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera meðlimir í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

Í gær, 21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Í gær, 21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Í gær, 21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

Gengur fram af stjórnanda sínum

Í gær, 21:23 „Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Meira »

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

Í gær, 21:11 Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Meira »

Sverrir Mar býður sig fram til formennsku ASÍ

Í gær, 20:35 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu á þingi sambandsins í október. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »

41,5 milljarða afgangur af rekstri sveitarfélaga

Í gær, 20:08 Tekjur sveitarfélaga, sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra, námu 405,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% á milli ára. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera er nú 28,5 prósent og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár, hið minnsta. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem kom út í dag. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

Í gær, 19:13 Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Frú Ragnheiður auglýsir eftir tjöldum

Í gær, 18:54 Frú Ragnheiður — Skaðaminnkun, sem er verkefni á vegum Rauða Krossins Í Reykjavík, auglýsir eftir tjöldum fyrir heimilislausa skjólstæðinga sína. Alls hefur heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95% á síðustu fimm árum og voru um það bil 350 manns skráðir heimilislausir aðeins í Reykjavík í fyrra. Meira »

Tveir unnu 16 milljónir í Víkingalottó

Í gær, 18:42 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins en tveir skiptu með sér öðrum vinningi og fær hvor þeirra rúmar 16 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Eistlandi og Finnlandi. Meira »

Vilja bæta aðstæður fyrrum fanga

Í gær, 18:35 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem fjalla á um leiðir til að bæta félagslegar aðstæður þeirra sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Tvær milljónir í skordýr

Í gær, 18:28 Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich urðu hlutskörpust í matvælasamkeppni þar sem kepptu hugmyndir er varða nýtingu jarðvarma til framleiðslu matvæla. Verkefni þeirra snýr að nýtingu jarðhita til ræktunar á skordýrum og hlutu þau m.a. tvær milljónir króna í verðlaun. Meira »

Virðir Gylfa fyrir að stíga til hliðar

Í gær, 17:59 „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að það er gott að þetta sé komið á hreint,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, inntur eftir viðbrögðum við þeirri ákvörðun Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að bjóða sig ekki fram til endurkjörs á þingi Alþýðusambandsins í október. Meira »

Byrðunum lyft af þeim veikustu

Í gær, 17:48 Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður. Meira »

Hreyfingunni fyrir bestu segir Gylfi

Í gær, 16:51 „Þetta hefur verið að gerjast hjá mér í nokkra mánuði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag gerði hann grein fyrir því að hann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem haldið verður 9. október. Meira »

Gjaldtöku hætt í september

Í gær, 16:33 Gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september og tekur ríkið við göngunum í haust. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Spalar, en einkahlutafélaginu Speli verður slitið eftir að göngin verða afhent ríkinu en ríkið ætlar ekki að ráða neinn til sín úr núverandi starfsmannahópi Spalar. Meira »

Samfylkingin fordæmir aðskilnað fjölskyldna

Í gær, 16:31 „Það á ekki að líðast að börn séu notuð sem skiptimynt í pólitískum deilum.“ Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem þingflokkur og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur sent frá sér vegna framferði Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn og foreldra við landamæri Bandaríkjanna til suðurs. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Annast bókanir, reikningsfærslur o.f.l. Upplýsingar í síma 649-6134....