Alvarleg atvik komið upp vegna álags

Á álagstímum er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga á ...
Á álagstímum er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga á bráðamóttökunni. mbl.is/Styrmir Kári

Mjög mikið álag, plássleysi og lágmarksöryggi er orðið að hinu venjulega og viðvarandi ástandi á bráðamóttöku Landspítalans. Ástand sem engu að síður er fullkomlega óeðlilegt og í raun óboðlegt bæði sjúklingum og starfsfólki.

„Okkar langar til að geta boðið sjúklingunum okkar betri þjónustu og meira öryggi heldur en þetta,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðamóttöku Landspítalans í samtali við mbl.is. Slíkt er hins vegar ekki í boði á meðan staðan er eins og hún er í dag.

Síðustu vikur og mánuðir hafa verið sérstaklega erfiðir, meðal annars vegna flensutímabilsins. Febrúar var mjög erfiður. Aðfaranótt 13. fe­brú­ar, voru til að mynda 63 sjúk­ling­ar á bráðamót­tök­unni þar sem rúm­stæði eru fyr­ir 32 sjúk­linga og bið eft­ir lækn­is­skoðun var allt að sex klukku­stund­ir. Ástandið var þannig að heilbrigðisráðherra var upplýstur um alvarlega stöðu á bráðamóttöku.

20 rúm teppt af sjúklingum sem bíða innlagnar

Staðan er aðeins betri í dag. „Ástandað er skárra en það var þessa nótt. Það er alveg klárt. Ástandið er hins vegar áfram mjög þungt og ekki ásættanlegt fyrir sjúklingana sem koma hérna til okkar,“ segir Jón Magnús.

Af þeim 32 rúmstæðum sem eru til staðar á neðri hæð bráðamóttökunnar, sem ætluð er fólki með alvarleg veikindi og ákverka eftir slys, eru 20 teppt af sjúklingum sem eru að bíða innlagnar. Um er að ræða sjúklinga sem lokið hafa rannsóknum og meðferð á bráðadeild. Þá liggja 12 sjúklingar á gangi. Samtals eru núna 84 sjúklingar á bráðamóttökunni á tveimur deildum; bráðadeild G2 sem vísað er til hér að ofan og svo bráða- og göngudeild G3 fyrir minniháttar veikindi og slys. Sú síðarnefnda er ekki opin að næturlagi.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Magnús segir Landspítalann hafa sett sér það markmið að sjúklingar séu að hámarki sex tíma á bráðamóttökunni þegar búið er að taka ákvörðun um innlögn. Núna er biðin að meðaltali yfir 20 klukkustundir og því ljóst að spítalinn er langt frá því markmiði sem hann hefur sett sér.

„Þetta þýðir að í raun eru bara 12 rúmstæði laus fyrir nýja bráðveika og mikið slasaða sjúklinga. Með þessum 12 tómu plássum þurfum við að sinna öllum þeim 80 til 100 sjúklingum sem koma næsta sólarhring,“ segir Jón Magnús.

Aðeins hægt að tryggja lámarksöryggi

Flensan og öndunarfæraveirusýkingar eru heldur á undanhaldi og ekki eru til staðar sérstakir álagspunktar núna, að sögn Jóns. Álagið er samt mikið. Of mikið. „Þetta er bara áframhald af vaxandi álagi sem hefur verið undanfarna mánuði og ár,“ útskýrir hann.

Á álagstímum eykst álagið enn frekar og eitthvað gefur eftir. Eins og nóttina 13. febrúar síðastliðinn, þá var ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem á bráðamóttökuna leituðu.

„Þegar svona staða kemur upp þá getum við ekki tryggt með fullnægjandi hætti öryggi allra sjúklinga. Það hafa komið upp atvik, bæði minna og meira alvarleg, í gegnum tíðina, sem við rekjum til þessa ástands. Þetta er að hafa áhrif á þá þjónustu sem fólk er að fá og það öryggi sem það getur búist við á þessum álagstoppum.“

Sem betur fer er ástandið þó ekki svona slæmt alla daga. Ástandið þessa dagana, líkt og síðustu mánuði, nær þó aldrei að vera eins og það ætti að vera. Þegar ástandið er sem best er einungis hægt að tryggja lágmarsöryggi sjúklinga „Eins og daginn í dag teljum við okkur ná að tryggja lámarksöryggi. Þegar álagspunktar koma þá reynist það okkur ekki hægt.“

Nauðsynlegt að flýta aðgerðum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gerði grein fyrir erfiðum aðstæðum á Landspítalanum á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag og lagði áherslu á að hratt yrði unnið að verkefnum sem hafa verið ákveðin til að efla heilbrigðiskerfið og styrkja mönnun þess. Yfirlýsing þess efnis liggur fyrir undirrituð af forsætis-, fjármála- og heilbrigðisráðherra. Þar kemur meðal annars fram að farið verði í umbætur á kjörum og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna. Ráðherra leggur einnig áherslu á uppbyggingu hjúkrunarrýma sem veigamikinn þátt í að styrka heilbrigðiskerfið.

Um 250 hjúkrunarfræðinga vantar á Landspítalann og hefur það gríðarleg ...
Um 250 hjúkrunarfræðinga vantar á Landspítalann og hefur það gríðarleg áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Jóni Magnúsi þykja þetta góð tíðindi og er ánægður með að ráðamenn séu að taka við sér. „Við erum mjög ánægð með að ráðherra skuli taka þetta mál upp á sína arma og vonumst til þess að það verði af þessum flýttu aðgerðum sem hún talar um. Það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi sjúklinga. Við gerum okkar besta í þessari stöðu sem er núna en því miður þá dugir það ekki alltaf til.“

Vantar 50 hjúkrunarrými og 250 hjúkrunarfræðinga 

En af hverju er ástandið á bráðamóttökunni svona slæmt núna? Jón Magnús segir ástæðuna tvíþætta; skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og vöntun á hjúkrunarfræðingum.

„Allt hangir þetta saman. Ástæðan fyrir því að sjúklingar eru á ganginum er af því aðrir sjúklingar eru í þeim rúmstæðum sem þeir sjúklingar ættu að vera í. Sjúklingarnir ná ekki að leggjast upp á legudeild vegna þess að þar eru fyrir sjúklingar sem hafa lokið sinni sjúkrahúsdvöl og komast ekki á hjúkrunar- eða dvalarheimili. Þetta hefur allt keðjuverkandi áhrif,“ útskýrir hann, en þetta ástand kemur illa niður á bráðamóttökunni.

„Þó að vandinn birtist kannski skýrast á bráðamóttökunni þá liggur vandinn ekki hér og í raun og veru og ekki nema í litlu mæli hjá spítalanum sjálfum. Vandinn liggur í heildarskipulagi heilbrigðiskerfisins. Þar er stærsta atriðið að það vantar mjög brátt að opna um 50 hjúkrunarpláss. Það myndi létta mjög á þessu ástandi. Það er sú aðgerð sem myndi hafa langmest áhrif.“

Jón fagnar því að ráðamenn séu loks að taka við ...
Jón fagnar því að ráðamenn séu loks að taka við sér, þó að seint sé. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hinn þátturinn er mönnunin. Mönnun hjúkrunarfræðinga og í raun líka annarra umönnunarstétta, líkt og sjúkraliða. Mest vantar þó af hjúkrunarfræðingum, en um 250 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalanum.

„Þessir tveir þættir eru undirliggjandi orsökin fyrir þeirri stöðu sem við erum komin í. Það er mjög ánægjulegt að núna virðist loksins vera hlustað á okkar raddir, þó seint sé. Við höfum varað við því að við séum á leið í þetta ástand um nokkurra ára skeið. Því miður komu viðbrögðin ekki tímanlega svo við gætum komið í veg fyrir það, en við vonumst til að við séum núna að komast í gott samstarf um að reyna að leysa úr þessu.“

mbl.is

Innlent »

Borgari stöðvaði þjóf

05:52 Almennur borgari stöðvaði mann sem var að stela reiðhjóli við Grettisgötu í nótt.  Meira »

Hjólastígar samræmdir

05:30 Unnið er að samræmingu á hönnun hjólastíga í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og endurbótum á stígakerfinu. Einnig á vetrarþjónusta að vera sú sama hvar sem hjólað er. Þá er áhugi á að draga úr hraða og bæta hjólamenninguna. Meira »

Matsgerð kostar yfir 100 milljónir

05:30 Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í tæp fjögur ár unnið að greiningu á gögnum sem varða kröfusafn sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands árið 2011. Meira »

Flak skipsins kemur upp úr sandi

05:30 Leifar flutningaskipsins Víkartinds eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við Þjórsárósa þar sem skipið strandaði fyrir tuttugu árum. Botn skipsins, kjölur og skrúfa eru nú komin upp úr sandinum sem hefur falið járnið í tuttugu ár. Meira »

Vilja breytingar í samfélaginu

05:30 Hópur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem óánægður er með framboðsmál flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, kom saman til lokaðs fundar í gærkvöldi. Meira »

Leiga hækkar meira en laun

05:30 Nýbirtar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9% í febrúar.  Meira »

Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða

05:30 Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkjahers á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru birt í gær, 22. mars. Meira »

Flokkað sorp verði oftar hirt

05:30 Gera þarf betur í flokkun á sorpi í Reykjavík auk þess sem fjölga ætti sorphirðudögum í Grafarvogshverfi úr tveimur í þrjá í hverjum mánuði. Meira »

Tekjur skila ekki stofnkostnaðinum

05:30 Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar um hreinlætisaðstöðu í Dyrhólaey á Alþingi 19. mars síðastliðinn kom fram að Umhverfisstofnun gerir ekki ráð fyrir því að þjónustugjald, að upphæð 200 kr., geti skilað stofnkostnaði til baka. Meira »

Stefnt að sókn á öllum sviðum

Í gær, 23:25 „Þessi stefna ber með sér að það árar vel hjá ríkinu og það er stefnt að sókn á öllum sviðum á sama tíma og skuldir lækka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um nýsamþykkta fjármálastefnu ríkisins. Meira »

Listasafn á hjara veraldar

Í gær, 22:03 Aðeins fjórtán dagar eru eftir í söfnun Félags um Listasafn Samúels í Selárdal. Söfnuninni lýkur á miðnætti þann 4. apríl og vantar um 33% upp á það fjármagn sem þarf fyrir næsta áfanga í endurreisn þessa einstaka safns á hjara veraldar. Meira »

Ómar leiðir lista Fyrir Kópavog

Í gær, 21:30 Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna dagana 20.-21. mars. Ómar Stefánsson leiðir listann. Meira »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
Antik skápur - spónlagður rótarspónn
Er með flottan skáp með tveimur skúffum og innlagður - á 50.000 kr. Málin eru: h...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...