Skil á framtölum ganga vel

Skilafrestur rennur út í dag, en hægt er að sækja …
Skilafrestur rennur út í dag, en hægt er að sækja um frest þangað til á föstudag. mbl.is/Golli

Í dag klukkan 14:00 var búið að skila 156.702 skattframtölum, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Þetta gerir um 55% af þeim framtölum sem áætlað er að verði skilað á á landinu þessu ári. Skilafrestur er í dag en opið er hjá Ríkisskattstjóra til klukkan 18:00. Þá hafa margir einstaklingar sótt um frest en hann rennur út á föstudag. Fagaðilar, svo sem lögfæðingar og endurskoðendur, hafa lengri frest.

Framtalsskilin eru 54% betri en á sama tíma í fyrra, en framtalstímabilið í ár er tveimur dögum fyrr á ferðinni en árið 2017. „Við bjuggumst við að skilin yrðu betri í ár vegna þessa, en ekki svona mikið betri,“ segir Skúli í samtali við mbl.is.

Mikil spurn eftir aðstoð

Talsverð aðsókn hefur verið í persónulega aðstoð í Reykjavík, en í gær sóttu 1.164 manns slíka aðstoð og um 1.300 í dag. Þá sóttu um 150 manns slíka aðstoð á Akureyri og um það bil 1.500 á landsvísu. Skúli segir þessa miklu aðsókn skýrast aðallega vegna margra erlendra ríkisborgara sem af eðlilegum ástæðum þurfa þessa þjónustu, sérstaklega vegna tungumálaörðugleika.

Þá eru einnig margir sem hafa samband í gegnum síma. „En það er mikið spurt um upplýsingar sem eru aðgengilegar á vefnum,“ bætir Skúli við.

Skúli Eggert Þórðarson.
Skúli Eggert Þórðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert