Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðrafélagsins og ríkisins

Ljósmæður á Landspítala.
Ljósmæður á Landspítala. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alvarleg staða er komin upp í kjaraviðræðum samninganefndar ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.

„Við erum að hugsa málið, hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Áslaug Í. Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. „Það er stál í stál í viðræðum vegna þess að ekki er um eiginlegar viðræður að ræða, samtalið er gjörsamlega einhliða af hálfu ríkisins. Ríkið er ekki tilbúið að skoða aðra möguleika en það tilboð sem þeir koma sjálfir með og við höfum þegar hafnað,“ segir Áslaug.

Ljósmæðrafélagið hefur boðað ljósmæður til áríðandi félagsfundar á morgun vegna erfiðrar stöðu kjaramála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert