Páskaegg seld síðan í janúar

Nú vinna sælgætisframleiðendur myrkranna á milli við að koma sem …
Nú vinna sælgætisframleiðendur myrkranna á milli við að koma sem flestum páskaeggjum í verslanir um allt land. Á síðustu árum hefur fjölbreytni eggjanna aukist til mikilla muna og valkvíðinn gerir vart við sig. mbl.is/Árni Sæberg

Nú þegar aðeins rúmar tvær vikur eru til páska væri rétt að fara að huga að kaupum á egginu sem maður óskar sér, en salan gengur vel og vinsælar gerðir gætu selst upp.

„Hugmyndin fyrir þessa páska er „eitthvað fyrir alla“, við erum því með úrval af páskaeggjum og tókum engar gerðir út frá í fyrra en bættum þremur nýjum við,“ segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri hjá Nóa-Síríusi, og bætir við að sala á páskaeggjum hafi byrjað snemma í janúar síðastliðnum.

„Það eru saltlakkrísflögu- og sjávarsaltsegg, byggt á vinsælasta súkkulaðinu hjá okkur í ár, piparkroppsegg og trítlaegg, en þetta eru allt vinsælar vörur hjá okkur. Við erum enn með karamellu- og sjávarsaltseggið sem var vinsælast í fyrra og venjulega Nóakroppseggið og egg með kettinum Gretti fyrir krakkana, líka úr dökku súkkulaði fyrir þau sem vilja. Eins erum við með ætilega fígúru ofan á eggjunum núna, kanínu úr hvítu súkkulaði og kanínu í lopapeysu,“ segir Silja Mist.

Sjá umfjöllun um páskaegg í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert