Ákærði hótaði vitni öllu illu

Fulltrúar ákæruvaldsins við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kolbrún Benediktsdóttir vararhéraðssaksóknari ...
Fulltrúar ákæruvaldsins við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kolbrún Benediktsdóttir vararhéraðssaksóknari flytur málið fyrir hönd embættisins. mbl.is/Eggert

Karlmaður, sem bjó í sama húsi og Sanita Brauna sem var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði orðið vitni að manndrápi á ganginum heima hjá sér. Khaled Cario er ákærður fyrir að hafa banað Sanitu Brauna.

Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vitni að byrjuninni á því sem fór á milli Sanitu og Khaled en hann kom heim til sín eftir göngutúr einhvern tímann milli klukkan níu og tíu um kvöldið. 

Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og stendur hún yfir í dag.

Tilkynnir heimilisofbeldi

Vitnið sagðist hafa hleypt öðrum manni inn og sá maður kemur inn í herbergið til hans og segir að það sé verið að lemja brotaþola með flösku í höfuðið. „Ég hringi í lögregluna og segi að það sé heimilisofbeldi í gangi. Það eru einhver læti þarna og hann er með flösku þannig að ég ætla ekki að æða í þessar aðstæður,“ sagði vitnið.

Hann hélt sig inni í herbergi og ræddi við lögreglu en heyrir þá lætin aukast og færast fram á ganginn. „Á einhverjum tímapunkti er hann held ég að kyrkja hana og lögregla segir mér að grípa inn í,“ sagði vitnið sem komst ekki að vegna þess að hann gat ekki opnað hurðina á herberginu sínu almennilega.

„Ég gat ekki gripið inn í en hann var ofan á henni og var að lemja hana með slökkvitæki,“ sagði vitnið og bætti við aðspurður að grunaði hefði lamið Sanitu með slökkvitækinu við hnakka hennar. Hann sagði að Sanita hefði legið á maganum og ákærði hefði eingöngu verið klæddur í nærbuxur.

Það leið allt of langur tími

Spurður um hinn manninn sagðist hann stundum hafa séð hann hjá Sanitu á morgnanna og lýsti honum sem svörtum og hávöxnum. Hann hafi komið til hans og sagt honum að hringja á lögregluna en hafi líklega látið sig hverfa eftir það.

Spurður hvað það leið langur tími frá því að lætin hófust og þar til lögreglan kom sagði vitnið að það hefði verið langur tími. „Allt of langur tími, fimm til tíu mínútur. Það voru einhver læti allan tímann. Ég komst ekkert fram af því að hann sag fyrir hurðinni hjá mér.“

Hitti ákærða fyrr um daginn

Vitnið sagðist hafa hitt ákærða fyrr um daginn eða kvöldið en hefði ekkert hugsað meira út í það. „Ég hitti hann á sama gangi en ég hafði ekki séð hann fyrr en þá.“

Verjandi ákærða, Vilhjálmur Vilhjálmsson, spurði vitnið hvort það hefði ekki hvarflað að honum og hinum manninum að grípa inn í atburðarásina. Vitnið sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að hringja í lögregluna.

Verjandinn spurði einnig hvert ástand ákærða hefði verið þegar hann sat ofan á Sanitu. „Ég pældi ekki alveg í því, maður sá bara blóð og ég var lítið að pæla í honum. Hann var æstur og sagði „if you call the police I will kill you" eða eitthvað svoleiðis.“

Samkvæmt vef RÚV sagðist Khaled aðeins muna eftir því að hafa slegið Sanitu einu höggi með vínflösku. Hann sagði ástæðu atburðanna ást, afbrýðissemi og vín.

mbl.is

Innlent »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkistjórnin í spennitreyju“

17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A., sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Vegagerðin hefur hafnað kröfunni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »