Ákærði hótaði vitni öllu illu

Fulltrúar ákæruvaldsins við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kolbrún Benediktsdóttir vararhéraðssaksóknari ...
Fulltrúar ákæruvaldsins við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kolbrún Benediktsdóttir vararhéraðssaksóknari flytur málið fyrir hönd embættisins. mbl.is/Eggert

Karlmaður, sem bjó í sama húsi og Sanita Brauna sem var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði orðið vitni að manndrápi á ganginum heima hjá sér. Khaled Cario er ákærður fyrir að hafa banað Sanitu Brauna.

Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vitni að byrjuninni á því sem fór á milli Sanitu og Khaled en hann kom heim til sín eftir göngutúr einhvern tímann milli klukkan níu og tíu um kvöldið. 

Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og stendur hún yfir í dag.

Tilkynnir heimilisofbeldi

Vitnið sagðist hafa hleypt öðrum manni inn og sá maður kemur inn í herbergið til hans og segir að það sé verið að lemja brotaþola með flösku í höfuðið. „Ég hringi í lögregluna og segi að það sé heimilisofbeldi í gangi. Það eru einhver læti þarna og hann er með flösku þannig að ég ætla ekki að æða í þessar aðstæður,“ sagði vitnið.

Hann hélt sig inni í herbergi og ræddi við lögreglu en heyrir þá lætin aukast og færast fram á ganginn. „Á einhverjum tímapunkti er hann held ég að kyrkja hana og lögregla segir mér að grípa inn í,“ sagði vitnið sem komst ekki að vegna þess að hann gat ekki opnað hurðina á herberginu sínu almennilega.

„Ég gat ekki gripið inn í en hann var ofan á henni og var að lemja hana með slökkvitæki,“ sagði vitnið og bætti við aðspurður að grunaði hefði lamið Sanitu með slökkvitækinu við hnakka hennar. Hann sagði að Sanita hefði legið á maganum og ákærði hefði eingöngu verið klæddur í nærbuxur.

Það leið allt of langur tími

Spurður um hinn manninn sagðist hann stundum hafa séð hann hjá Sanitu á morgnanna og lýsti honum sem svörtum og hávöxnum. Hann hafi komið til hans og sagt honum að hringja á lögregluna en hafi líklega látið sig hverfa eftir það.

Spurður hvað það leið langur tími frá því að lætin hófust og þar til lögreglan kom sagði vitnið að það hefði verið langur tími. „Allt of langur tími, fimm til tíu mínútur. Það voru einhver læti allan tímann. Ég komst ekkert fram af því að hann sag fyrir hurðinni hjá mér.“

Hitti ákærða fyrr um daginn

Vitnið sagðist hafa hitt ákærða fyrr um daginn eða kvöldið en hefði ekkert hugsað meira út í það. „Ég hitti hann á sama gangi en ég hafði ekki séð hann fyrr en þá.“

Verjandi ákærða, Vilhjálmur Vilhjálmsson, spurði vitnið hvort það hefði ekki hvarflað að honum og hinum manninum að grípa inn í atburðarásina. Vitnið sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að hringja í lögregluna.

Verjandinn spurði einnig hvert ástand ákærða hefði verið þegar hann sat ofan á Sanitu. „Ég pældi ekki alveg í því, maður sá bara blóð og ég var lítið að pæla í honum. Hann var æstur og sagði „if you call the police I will kill you" eða eitthvað svoleiðis.“

Samkvæmt vef RÚV sagðist Khaled aðeins muna eftir því að hafa slegið Sanitu einu höggi með vínflösku. Hann sagði ástæðu atburðanna ást, afbrýðissemi og vín.

mbl.is

Innlent »

VÍS horfi á landið sem eina heild

09:24 Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, segir að VÍS sé að sameina skrifstofur í 6 öflugar skrifstofur víðs vegar um landið. VÍS horfi á landið sem eina heild og skipuleggi þjónustuna út frá því þannig að hún sé samræmd og óháð búsetu. „Þetta er stórt skref en við erum að vinna út frá þessari ákvörðun,“ sagði Helgi. Meira »

Enginn hefur talað við Áslaugu

09:14 „Í dag erum við á sextánda degi frá því að Áslaug Thelma var rekin frá ON. Ennþá hefur hún ekki fengið skýringar á því af hverjum henni var sagt upp.“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Bárðarsonar en eiginkona hans var rekin frá Orku náttúrunnar fyrir rúmum tveimur vikum. Meira »

Gullglyrnur gerðu innrás

08:18 Mikið var af gullglyrnum hér á landi seinni part sumars. „Gullglyrnurnar streymdu yfir landið austanvert. Á Höfn í Hornafirði sáust þær í hverjum garði í ágústmánuði. Smám saman tóku þær að berast vestur eftir landinu allt til höfuðborgarinnar.“ Meira »

Vetrarfærð víða á fjallvegum

08:17 Vetrarfærð er víða á fjallvegum á Suður- og Vesturlandi. Á Hellisheiði er krapi og snjóþekja á Mosfellsheiði og hálkublettir í Þrengslum og Lyngdalsheiði. Hálka er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku. Meira »

Fjórða atrenna í Aurum-málinu í dag

08:00 Aðalmeðferð í Aurum-holding-málinu svokallað hefst nú í dag fyrir Landsrétti og mun þinghald standa í tvo daga. Málið hefur verið tekið fyrir á öllum dómstigum og er þetta í fjórða skiptið sem málið kemur til úrlausnar dómstóla. Meira »

Ríkið hætti að reka fríhöfn

07:57 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um að ríkið, í gegnum Isavia ohf. og dótturfélag þess Fríhöfnina ehf., hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í smásölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Leigan 190 þúsund á mánuði

07:39 Miðsvæðis í Reykjavík leigist tveggja herbergja íbúð á um 190.000 kr. á mánuði að meðaltali. Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafnhátt leiguverð í höfuðborg og hér á landi. Aftur á móti er húsnæðisverð í Reykjavík lægra en í flestum höfuðborgum Norðurlandanna. Meira »

Lengd ganganna orðin 3.658 metrar

07:37 „Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan.“ Meira »

Sóttu veikan farþega

06:52 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veika konu um borð í skemmtiferðarskip fyrir austan land í gærkvöldi og var hún flutt á Egilsstaði. Meira »

Þjónustan ókeypis fyrir börn

06:42 Barnasálfræðingar eru starfandi á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nú í september eru komnir sál­fræðing­ar á sex af 15 heilsu­gæslu­stöðvum á svæðinu og sjö­unda stöðin bæt­ist við í des­em­ber, segir Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Meira »

Snjókomu spáð á Hellisheiði

06:24 Spáð er slyddu eða snjókomu til fjalla á Norður- og Norðausturlandi með morgninum og versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við snjókomu um tíma á Hellisheiði. Lögreglan á Akureyri leitaði eftir aðstoð verktaka við að festa þakplötur í nótt eftir að þar hvessti skyndilega eftir miðnætti. Meira »

Ökumaður í vímu með hótanir

06:06 Lögreglan handtók ökumann í austurhluta Reykjavíkur eftir miðnætti í nótt og gistir hann fangaklefa fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Jafnframt fyrir að hóta lögreglu og fara ekki að fyrirmælum hennar. Meira »

Borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin

05:30 Reglugerð um rafrettur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að tilkynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi. Meira »

Hvorki fagleg né formleg

05:30 Jón Gunnarsson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti í mars 2017 á stofn starfshóp sem átti að greina verkefni Samgöngustofu. Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu í október á síðasta ári en ekki hefur farið mikið fyrir vinnu með tillögur skýrslunnar í ráðuneytinu. Meira »

Norðurljósin heilla enn ferðafólk

05:30 Enn er ekkert lát á áhuga erlendra ferðamanna á því að kynna sér norðurljós á Íslandi. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line. Meira »

Ógildingu íbúakosningar hafnað

05:30 Tveir annmarkar voru á undirbúningi íbúakosningar um skipulagsmál í sveitarfélaginu Árborg í sumar, en hvorugur þeirra hefði getað haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Meira »

Fyrirtækin yrðu ógjaldfær

05:30 Lánaheimildir Símasamstæðunnar eru langtum lægri en þær heimildir sem Gagnaveita Reykjavíkur virðist hafa, en Síminn keppir við Gagnaveituna í gegnum dótturfélag sitt Mílu í lagningu ljósleiðara. Meira »

Vilja upplýsingar um hvalveiðar

05:30 Hvalveiðum sumarsins lauk í fyrrinótt og liggja hvalbátarnir nú við Ægisgarð.   Meira »

Varað við versnandi akstursskilyrðum

Í gær, 23:40 Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt norðan til á landinu fram á nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en slyddu eða snjókomu til fjalla á morgun með versnandi akstursskilyrðum í þeim landshluta. Meira »