Ákærði hótaði vitni öllu illu

Fulltrúar ákæruvaldsins við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kolbrún Benediktsdóttir vararhéraðssaksóknari ...
Fulltrúar ákæruvaldsins við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kolbrún Benediktsdóttir vararhéraðssaksóknari flytur málið fyrir hönd embættisins. mbl.is/Eggert

Karlmaður, sem bjó í sama húsi og Sanita Brauna sem var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði orðið vitni að manndrápi á ganginum heima hjá sér. Khaled Cario er ákærður fyrir að hafa banað Sanitu Brauna.

Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vitni að byrjuninni á því sem fór á milli Sanitu og Khaled en hann kom heim til sín eftir göngutúr einhvern tímann milli klukkan níu og tíu um kvöldið. 

Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og stendur hún yfir í dag.

Tilkynnir heimilisofbeldi

Vitnið sagðist hafa hleypt öðrum manni inn og sá maður kemur inn í herbergið til hans og segir að það sé verið að lemja brotaþola með flösku í höfuðið. „Ég hringi í lögregluna og segi að það sé heimilisofbeldi í gangi. Það eru einhver læti þarna og hann er með flösku þannig að ég ætla ekki að æða í þessar aðstæður,“ sagði vitnið.

Hann hélt sig inni í herbergi og ræddi við lögreglu en heyrir þá lætin aukast og færast fram á ganginn. „Á einhverjum tímapunkti er hann held ég að kyrkja hana og lögregla segir mér að grípa inn í,“ sagði vitnið sem komst ekki að vegna þess að hann gat ekki opnað hurðina á herberginu sínu almennilega.

„Ég gat ekki gripið inn í en hann var ofan á henni og var að lemja hana með slökkvitæki,“ sagði vitnið og bætti við aðspurður að grunaði hefði lamið Sanitu með slökkvitækinu við hnakka hennar. Hann sagði að Sanita hefði legið á maganum og ákærði hefði eingöngu verið klæddur í nærbuxur.

Það leið allt of langur tími

Spurður um hinn manninn sagðist hann stundum hafa séð hann hjá Sanitu á morgnanna og lýsti honum sem svörtum og hávöxnum. Hann hafi komið til hans og sagt honum að hringja á lögregluna en hafi líklega látið sig hverfa eftir það.

Spurður hvað það leið langur tími frá því að lætin hófust og þar til lögreglan kom sagði vitnið að það hefði verið langur tími. „Allt of langur tími, fimm til tíu mínútur. Það voru einhver læti allan tímann. Ég komst ekkert fram af því að hann sag fyrir hurðinni hjá mér.“

Hitti ákærða fyrr um daginn

Vitnið sagðist hafa hitt ákærða fyrr um daginn eða kvöldið en hefði ekkert hugsað meira út í það. „Ég hitti hann á sama gangi en ég hafði ekki séð hann fyrr en þá.“

Verjandi ákærða, Vilhjálmur Vilhjálmsson, spurði vitnið hvort það hefði ekki hvarflað að honum og hinum manninum að grípa inn í atburðarásina. Vitnið sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að hringja í lögregluna.

Verjandinn spurði einnig hvert ástand ákærða hefði verið þegar hann sat ofan á Sanitu. „Ég pældi ekki alveg í því, maður sá bara blóð og ég var lítið að pæla í honum. Hann var æstur og sagði „if you call the police I will kill you" eða eitthvað svoleiðis.“

Samkvæmt vef RÚV sagðist Khaled aðeins muna eftir því að hafa slegið Sanitu einu höggi með vínflösku. Hann sagði ástæðu atburðanna ást, afbrýðissemi og vín.

mbl.is

Innlent »

Rigning á köflum í dag

08:02 Veðurspáin á landinu í dag, sumardaginn fyrsta, gerir ráð fyrir suðaustanátt, 5-13 metrum á sekúndu. Enn fremur verður skýjað og rigning á köflum sunnan- og vestanlands en hægari átt og úrkomulítið síðdegis. Meira »

Spítalamoldin fer í Laugarnes

07:57 Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að óska heimildar Reykjavíkurborgar fyrir nýrri landfyllingu við Klettagarða í Sundahöfn. Ætlunin er að í landfyllinguna verði notað jarðefni sem fellur til vegna framkvæmda við nýjan Landspítala við Hringbraut á árunum 2018 til 2020. Meira »

Skemmdarverk á grjótgarði

07:37 „Til þessa hefur ekki verið krotað á þessa veggi, þetta er fyrsta krotið. Við höfum ekki fengið tilkynningu um hverjir þetta voru og enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér, en við þiggjum allar ábendingar.“ Meira »

Hvernig verður sumarið?

07:35 Samkvæmt þjóðtrúnni veit það á gott sumar ef sumar og vetur frjósa saman aðfaranótt sumardagsins fyrsta en sú var hins vegar ekki raunin í nótt. Meira »

Ráðist á vef Ríkisútvarpsins

07:19 Tölvuþrjótar réðust á vefsíðu Ríkisútvarpsins í gærkvöld og lá hún fyrir vikið niðri í á fjórðu klukkustund að því er segir á vef þess. Meira »

Teikna hótel nærri Hlíðarfjalli

05:30 Hugmyndir eru um 250 herbergja hótel nærri Hlíðarfjalli á Akureyri. Eigandi lóðarinnar segir málið aðeins vera á hugmyndastigi. Meira »

Skoða lagningu sæstrengs

05:30 Vodafone á Íslandi, með liðsinni Vodafone Group, skoðar fýsileika þess að leggja nýjan sæstreng frá Íslandi til Evrópu.  Meira »

Byrjað að hita upp fyrri ofninn

05:30 Byrjað verður að hita fyrri ofn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík í dag eða næstu daga. Ef uppkeyrslan gengur að óskum skilar ofninn fyrstu afurðunum eftir um það bil tíu daga. Meira »

Vonast eftir niðurstöðunni á morgun

05:30 Rannsókn stendur enn yfir á eldsupptökum brunans í Miðhrauni sem varð í byrjun mánaðarins.  Meira »

Mokfiska steinbít undir Látrabjargi

05:30 Margir þeirra línubáta sem gerðir eru út frá Snæfellsbæ hafa undanfarið róið undir Látrabjarg eftir steinbít og mokfiskað þar. Meira »

Samsvarar heilli stóriðju

05:30 Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um rúm 16% árin 2010-2017, sem er hér um bil tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjölgunin var næstmest. Þessari nánast fordæmalausu fólksfjölgun fylgir meira álag á alla innviði sveitarfélaganna á svæðinu sem íbúar segjast finna vel fyrir. Meira »

Tuttugu ljósmæður sagt upp

05:30 Tuttugu ljósmæður höfðu sagt upp störfum sínum á Landspítalanum undir kvöld í fyrradag, samkvæmt upplýsingum spítalans. Þann dag hafði ein uppsögn bæst við, eftir árangurslausan fund samninganefnda ljósmæðra og ríkisins. Meira »

Dýrið kom frá Bandaríkjunum

05:30 Sníkjudýrarannsókn, sem framkvæmd var af Karli Skírnissyni, dýrafræðingi við Tilraunastöðina á Keldum, staðfestir að þvottabjörninn sem drepinn var í Höfnum á Reykjanesi 20. mars síðastliðinn var birna, villt að uppruna og komin frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Meira »

Þrír ungir höfundar verðlaunaðir

Í gær, 22:08 Þrjár sögur voru verðlaunaðar í dag í samkeppni sem Forlagið efndi til um bókmenntatexta eftir óútgefna höfunda, undir yfirskriftinni Nýjar raddir. Meira »

Minnir á borgaralega handtöku

Í gær, 21:20 Sænskur lögreglumaður ráðleggur borgurum að hringja í lögregluna sjái þeir til strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar og minnir jafnframt á að almennningur hafi rétt til þess samkvæmt sænskum lögum að handsama eftirlýsta menn. Þetta kemur fram á sænska vefmiðlinum Nyheter 24. Meira »

Útlit fyrir ágætis sumarbyrjun

Í gær, 22:24 „Ég get sagt að sumarið byrji bara ágætlega,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um veðrið á sumardaginn fyrsta, sem er á morgun. Meira »

Vilja gera Garðabæ fjölbreyttari

Í gær, 22:00 „Við sjáum gríðarleg tækifæri í að gera miklu miklu betur. Garðabær er mjög stöndugt sveitarfélag og í okkar augum á þetta ekki að vera stórmál, að vinna að samfélagi fyrir alla,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, leiðtogi Garðabæjarlistans, sem kynnti stefnumál sín í dag. Meira »

Orkubú Vestfjarða stefnir Ísafjarðarbæ

Í gær, 21:07 Orkubú Vestfjarða hefur stefnt Ísafjarðarbæ og AB-Fasteignum ehf. fyrir Héraðsdóm Vestfjarða og krefst þess að samningur þeirra um rannsóknar- og virkjunarleyfi í Úlfsá í Dagverðardal frá 24. janúar síðastliðnum verði ógiltur. Meira »
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal Mjög sjaldgæft Geirfuglapar Hæð: 27 cm *...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Stúdentar MS 1978
Stúdentar frá Menntaskólanum við Sund 1978 ætla að fagna tímamótunum, miðvikudag...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...