Ekki stætt á öðru en að samþykkja skipulagið

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í vikubyrjun deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og ...
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í vikubyrjun deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og 11, sem heimilar að Sundhöllin í Keflavík sé rifinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar. Greint var frá því á mánudag að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefði samþykkt deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og 11, sem heimilar að Sundhöllin í Keflavík sé rifinn.

Hollvinasamtök Sundhallarinnar hafa undanfarnar vikur barist fyrir því að Sundhöllin verði ekki rifin, heldur verði húsinu fundið annað hlutverk. Friðjón segir ekkert hafa komið út úr þeim hugmyndum, enda skilgreini Hollvinasamtökin sig sem áhugahóp, ekki fjárfesti.

„Í samtölum okkar við Minjastofnun hefur hins vegar komið fram að Minjastofnun lítur á hópinn sem hugsanlegan eignaraðila eða ráðgefandi aðila í málinu,“ segir hann.

Ætlaði ekki að beita sér fyrir friðlýsingu

Bæjarráð Reykjanesbæjar leitaði í október á síðasta ári umsagnar Minjastofnunar og þá ætlaði stofnunin ekki að beita sér fyrir fyrir friðlýsingu hússins. „Minjastofnun hefur hins vegar breytt um skoðun eftir að hópur íbúa kom fram og finnst það áhugavert ef að þessi hópur íbúa getur gert eitthvað við húsið.“

Segir Friðjón að í samskiptum sínum við Minjastofnun hafi komið fram að áhersla stofnunarinnar sé á að tími verði gefin til að skoða hvort einhverjir möguleikar séu á að gera eitthvað við húsið.

„Húsið þarfnast mikils viðhalds og lagfæringar. Upphæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna ef það á að lagfæra það,“ segir hann. Ekki standi til að bærinn kaupi húsið og Hollvinasamtökin hafi aldrei óskað aðkomu bæjarins með öðrum hætti en að biðlund sé sýnd. 

Spurður hvort að núverandi bæjarráð hafi rætt sitt viðhorf til hússins segir hann svo ekki vera. „Við eigum mikið af gömlu húsum sem við erum að gera upp og við höfum ekki fjármagn í þetta. Við erum með samning við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um aðlögunaráætlun til 2022. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum kaupum á svona húsnæði, hvað þá að við förum í einhverja endurgerð sem nauðsynlega þarf,“ útskýrir Friðjón og kveðst ekki telja ástæðu til að slík stúdía fari fram. Bæjaryfirvöld vilji frekar byggja leikskóla og veita lögbundna þjónustu.

Getur skapast fjögurra mánaða svigrúm til viðbótar

Hollvinasamtökin hafa hvorki lagt fram tilboð í húsið né áætlun og eftir að eigandi hússins tilkynnti 13. mars sl að það sé ekki til sölu hafi ekki annað verið sætt í stöðunni en að samþykkja deiliskipulag. Það hafi líka verið gert ráð fyrir því í gögnum bæjarins frá 2009 að húsið væri víkjandi og raunar gert ráð fyrir niðurrifi þess frá 2006.  

Deiliskipulagið verður næst sent til Skipulagsstofnunnar sem hefur tvo mánuði til að samþykkja eða hafna skipulaginu og Minjastofnun, sem er ráðgefandi aðili hjá Skipulagsstofnun, getur skyndifriðað húsið um aðrar sex vikur.

„Þannig getur skapast allt að fjögurra mánaða svigrúm til viðbótar í málinu. Málið snýst um eiganda hússins og Minjastofnun og okkar aðkoma er í raun engin, nema sú að við viljum gæta jafnræðis allra aðila og þess vegna gátum við ekki frestað deiliskipulagi lengur,“ segir Friðjón.

mbl.is

Innlent »

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

00:08 Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum. Meira »

„Talsverð rigning“ annað kvöld

Í gær, 23:16 Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir heillrigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld. Meira »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

Í gær, 22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálf fimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

Í gær, 22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hefði farið ofan í Krossá. Bíllinn, sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur, komst ekki langt yfir ána áður en hann byrjaði að fljóta með straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

Í gær, 21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

Í gær, 21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

Í gær, 20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

Í gær, 20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

Í gær, 19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

Í gær, 19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

Í gær, 18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

Í gær, 18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

Í gær, 18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

Í gær, 18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

Í gær, 17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

Í gær, 17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

Í gær, 17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

Í gær, 15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

Í gær, 15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
NP
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...