Ekki stætt á öðru en að samþykkja skipulagið

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í vikubyrjun deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og ...
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í vikubyrjun deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og 11, sem heimilar að Sundhöllin í Keflavík sé rifinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar. Greint var frá því á mánudag að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefði samþykkt deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og 11, sem heimilar að Sundhöllin í Keflavík sé rifinn.

Hollvinasamtök Sundhallarinnar hafa undanfarnar vikur barist fyrir því að Sundhöllin verði ekki rifin, heldur verði húsinu fundið annað hlutverk. Friðjón segir ekkert hafa komið út úr þeim hugmyndum, enda skilgreini Hollvinasamtökin sig sem áhugahóp, ekki fjárfesti.

„Í samtölum okkar við Minjastofnun hefur hins vegar komið fram að Minjastofnun lítur á hópinn sem hugsanlegan eignaraðila eða ráðgefandi aðila í málinu,“ segir hann.

Ætlaði ekki að beita sér fyrir friðlýsingu

Bæjarráð Reykjanesbæjar leitaði í október á síðasta ári umsagnar Minjastofnunar og þá ætlaði stofnunin ekki að beita sér fyrir fyrir friðlýsingu hússins. „Minjastofnun hefur hins vegar breytt um skoðun eftir að hópur íbúa kom fram og finnst það áhugavert ef að þessi hópur íbúa getur gert eitthvað við húsið.“

Segir Friðjón að í samskiptum sínum við Minjastofnun hafi komið fram að áhersla stofnunarinnar sé á að tími verði gefin til að skoða hvort einhverjir möguleikar séu á að gera eitthvað við húsið.

„Húsið þarfnast mikils viðhalds og lagfæringar. Upphæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna ef það á að lagfæra það,“ segir hann. Ekki standi til að bærinn kaupi húsið og Hollvinasamtökin hafi aldrei óskað aðkomu bæjarins með öðrum hætti en að biðlund sé sýnd. 

Spurður hvort að núverandi bæjarráð hafi rætt sitt viðhorf til hússins segir hann svo ekki vera. „Við eigum mikið af gömlu húsum sem við erum að gera upp og við höfum ekki fjármagn í þetta. Við erum með samning við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um aðlögunaráætlun til 2022. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum kaupum á svona húsnæði, hvað þá að við förum í einhverja endurgerð sem nauðsynlega þarf,“ útskýrir Friðjón og kveðst ekki telja ástæðu til að slík stúdía fari fram. Bæjaryfirvöld vilji frekar byggja leikskóla og veita lögbundna þjónustu.

Getur skapast fjögurra mánaða svigrúm til viðbótar

Hollvinasamtökin hafa hvorki lagt fram tilboð í húsið né áætlun og eftir að eigandi hússins tilkynnti 13. mars sl að það sé ekki til sölu hafi ekki annað verið sætt í stöðunni en að samþykkja deiliskipulag. Það hafi líka verið gert ráð fyrir því í gögnum bæjarins frá 2009 að húsið væri víkjandi og raunar gert ráð fyrir niðurrifi þess frá 2006.  

Deiliskipulagið verður næst sent til Skipulagsstofnunnar sem hefur tvo mánuði til að samþykkja eða hafna skipulaginu og Minjastofnun, sem er ráðgefandi aðili hjá Skipulagsstofnun, getur skyndifriðað húsið um aðrar sex vikur.

„Þannig getur skapast allt að fjögurra mánaða svigrúm til viðbótar í málinu. Málið snýst um eiganda hússins og Minjastofnun og okkar aðkoma er í raun engin, nema sú að við viljum gæta jafnræðis allra aðila og þess vegna gátum við ekki frestað deiliskipulagi lengur,“ segir Friðjón.

mbl.is

Innlent »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

Í gær, 18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

Í gær, 18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Í gær, 17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Í gær, 17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Í gær, 17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

Í gær, 17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...