Ekki stætt á öðru en að samþykkja skipulagið

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í vikubyrjun deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og ...
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í vikubyrjun deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og 11, sem heimilar að Sundhöllin í Keflavík sé rifinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar. Greint var frá því á mánudag að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefði samþykkt deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 og 11, sem heimilar að Sundhöllin í Keflavík sé rifinn.

Hollvinasamtök Sundhallarinnar hafa undanfarnar vikur barist fyrir því að Sundhöllin verði ekki rifin, heldur verði húsinu fundið annað hlutverk. Friðjón segir ekkert hafa komið út úr þeim hugmyndum, enda skilgreini Hollvinasamtökin sig sem áhugahóp, ekki fjárfesti.

„Í samtölum okkar við Minjastofnun hefur hins vegar komið fram að Minjastofnun lítur á hópinn sem hugsanlegan eignaraðila eða ráðgefandi aðila í málinu,“ segir hann.

Ætlaði ekki að beita sér fyrir friðlýsingu

Bæjarráð Reykjanesbæjar leitaði í október á síðasta ári umsagnar Minjastofnunar og þá ætlaði stofnunin ekki að beita sér fyrir fyrir friðlýsingu hússins. „Minjastofnun hefur hins vegar breytt um skoðun eftir að hópur íbúa kom fram og finnst það áhugavert ef að þessi hópur íbúa getur gert eitthvað við húsið.“

Segir Friðjón að í samskiptum sínum við Minjastofnun hafi komið fram að áhersla stofnunarinnar sé á að tími verði gefin til að skoða hvort einhverjir möguleikar séu á að gera eitthvað við húsið.

„Húsið þarfnast mikils viðhalds og lagfæringar. Upphæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna ef það á að lagfæra það,“ segir hann. Ekki standi til að bærinn kaupi húsið og Hollvinasamtökin hafi aldrei óskað aðkomu bæjarins með öðrum hætti en að biðlund sé sýnd. 

Spurður hvort að núverandi bæjarráð hafi rætt sitt viðhorf til hússins segir hann svo ekki vera. „Við eigum mikið af gömlu húsum sem við erum að gera upp og við höfum ekki fjármagn í þetta. Við erum með samning við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um aðlögunaráætlun til 2022. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum kaupum á svona húsnæði, hvað þá að við förum í einhverja endurgerð sem nauðsynlega þarf,“ útskýrir Friðjón og kveðst ekki telja ástæðu til að slík stúdía fari fram. Bæjaryfirvöld vilji frekar byggja leikskóla og veita lögbundna þjónustu.

Getur skapast fjögurra mánaða svigrúm til viðbótar

Hollvinasamtökin hafa hvorki lagt fram tilboð í húsið né áætlun og eftir að eigandi hússins tilkynnti 13. mars sl að það sé ekki til sölu hafi ekki annað verið sætt í stöðunni en að samþykkja deiliskipulag. Það hafi líka verið gert ráð fyrir því í gögnum bæjarins frá 2009 að húsið væri víkjandi og raunar gert ráð fyrir niðurrifi þess frá 2006.  

Deiliskipulagið verður næst sent til Skipulagsstofnunnar sem hefur tvo mánuði til að samþykkja eða hafna skipulaginu og Minjastofnun, sem er ráðgefandi aðili hjá Skipulagsstofnun, getur skyndifriðað húsið um aðrar sex vikur.

„Þannig getur skapast allt að fjögurra mánaða svigrúm til viðbótar í málinu. Málið snýst um eiganda hússins og Minjastofnun og okkar aðkoma er í raun engin, nema sú að við viljum gæta jafnræðis allra aðila og þess vegna gátum við ekki frestað deiliskipulagi lengur,“ segir Friðjón.

mbl.is

Innlent »

Holuhraunsgos og Skaftáreldar af sömu rótinni

07:57 „Sterk rök eru fyrir því að Skaftáreldar, eitt allra stærsta eldgos Íslandssögunnar og orsök Móðuharðindanna 1783-84, hafi orðið samfara öskjusigi í Grímsvötnum inni í miðjum Vatnajökli,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Meira »

Vetraraðstæður í norðanátt

06:57 Vetraraðstæður eru á sumum fjallvegum norðaustan- og austanlands. Áfram fremur kalt í veðri á þessum slóðum fram eftir vikunni. Meira »

8 ára og brutu 17 rúður

06:17 Tveir átta ára drengir voru teknir af lögreglunni á Norðurlandi eystra á sjöunda tímanum í gær fyrir rúðubrot í vallarhúsinu á íþróttasvæði Þórs á Akureyri. Meira »

Ungmenni í haldi vegna líkamsárásar

06:11 Fimm ungmenni í annarlegu ástandi voru handtekin síðdegis í gær fyrir líkamsárás í Sólheimum. Þau eru öll í haldi lögreglu vegna rannsóknar á árásinni. Meira »

Sindri og félagar á samfélagsmiðlum

05:56 Hafþór Logi Hlynsson, sem hlotið hefur fjölda refsidóma fyrir fíkniefnabrot á síðustu árum, birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum ásamt Sindra Þór Stefánssyni og Viktori Inga Sigurðssyni úti á götu í Amsterdam. Meira »

Ætla að byggja 10 þúsund nýjar íbúðir

05:30 Höfuðborgarlistinn ætlar á komandi kjörtímabili að standa fyrir byggingu 10.000 nýrra íbúða í Reykjavík, í efri byggðum borgarinnar. Íbúðirnar verða sérstaklega fyrir einstaklinga og ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign. Meira »

Undrast aðgerðir ljósmæðra

05:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að aðgerðir ljósmæðra í heimaþjónustu hafi komið á óvart, en minnst 60 af 95 ljósmæðrum í heimaþjónustu leggja niður störf í dag vegna óánægju með kjaramál sín. Meira »

Helga hljóp í hlýjasta maraþoninu

05:30 Helga Erlingsdóttir hlaupakona var meðal rúmlega 40 þúsund hlaupara sem tóku þátt í Lundúnamaraþoninu í gær. Afar heitt var í London í gær, hitinn mældist 24,1 stig og hefur maraþonið aldrei verið hlaupið í jafnmiklum hita. Meira »

Facebook er mikilvægt í kosningunum

05:30 Sá fjöldi framboða sem nú er kominn fram fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í næsta mánuði leiðir til þess að athygli fjölmiðla dreifist. Meira »

Slíta viðræðum um sölu skólaþorps

05:30 Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur slitið viðræðum um sölu húseigna og jarða sinna á Laugum í Sælingsdal. Kaupandinn gat ekki fjármagnað umsamið kaupverð með þeim hætti sem sveitarstjórn gat sætt sig við. Meira »

Sérframboð er í undirbúningi

05:30 Sérframboð er í undirbúningi á Seltjarnarnesi, en að því stendur m.a. fólk sem lengi hefur fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum eða tekið þátt í starfi hans í bæjarfélaginu. Meira »

Geðfatlaður og býr í bíl

05:30 „Með því að segja frá aðstæðum Steindórs í opnu bréfi vonar fjölskyldan að hver sá sem les þetta geti á einhvern hátt aðstoðað fjölskylduna við að koma Steindóri í öruggt viðeigandi frambúðarhúsnæði.“ Meira »

Guðrún Helga á meðal verðlaunahafa

Í gær, 22:50 Sögur, verðlaunahátíð barnanna, var haldin í Hörpu í kvöld við góðar undirtektir. Bækunar Amma best og Kiddi klaufu hlutu Bókaverðlaun barnanna 2018, Guðrún Helgadóttir hlaut Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi og Blái hnötturinn var valin besta leiksýningin. Meira »

Mörg hundruð manns plokkuðu

Í gær, 21:43 Mörg hundruð manns plokkuðu á Íslandi í dag, í tilefni af Degi jarðar, en í plokki felst að skokka og á sama tíma tína upp rusl á víðavangi. Facebook-hópurinn „Plokk á Íslandi“ stóð fyrir hreinsunarátakinu og í tilkynningu frá hópnum segir að átakið hafi gengið gríðarlega vel. Meira »

Flutti ís til Íslands

Í gær, 20:30 „Hnattræn hlýnun er mikið og flókið vandamál, með mjög einfalda lausn.“ Á þessum orðum hefst myndband sem bandaríska sjónvarpsstöðin Comedy Central gaf út í dag, á Jarðardeginum, en Ísland er þar í aðalhlutverki ásamt grínistanum Moses Storm. Meira »

Sindri Þór handtekinn í Amsterdam

Í gær, 22:08 Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í miðborg Amsterdam í Hollandi í dag. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum við mbl.is. Meira »

Mun krefjast skaðabóta

Í gær, 20:57 Lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson mun krefjast þess að umbjóðandi hans fái skaðabætur verði hann sakfelldur í máli í Landsrétti. Meira »

Ekki gaman að vera strá í þjóðgarðinum

Í gær, 18:32 „Við getum sagt að það sé ekki gaman að vera strá í Vatnajökulsþjóðgarði,“ segir Snorri Baldursson, sem ritstýrði tilnefningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. „Það getur átt von á jökulhlaupi, öskugosi, því að skriðjökull eða hraun valti yfir það.“ Meira »
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal - 1939
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal - 1939 Til sölu: Hvítabjörn með hún. Mjög ...
Til sölu Sómi 800 Aggi SI-8 7185. Nýup
Til sölu Sómi 800 Aggi SI-8 7185. Nýuppgerður af Siglufjarðarseig. Ný Volvo Pent...
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal Mjög sjaldgæft Geirfuglapar Hæð: 27 cm *...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV V, VI START/BYRJA: 2018: 2/4, 30/4, 28/5...
 
Símaþjónusta
Önnur störf
Símaþjónusta sumarafleysing Óskað ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...