„Ótrúlega lítið“ ber á milli

Frá sam­stöðufundi með kjara­bar­áttu ljós­mæðra fyr­ir utan húsa­kynni rík­is­sátta­semj­ara í …
Frá sam­stöðufundi með kjara­bar­áttu ljós­mæðra fyr­ir utan húsa­kynni rík­is­sátta­semj­ara í gær. mbl.is/Eggert

„Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, eftir fund í kjaradeilu félagsins og samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins í dag.

Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og sá næsti verður eftir páska eða 3. apríl. 

„Verkfall er alltaf síðasti kostur. Það er ekki enn búið að dæma í málinu okkar frá því í síðasta verkfalli. Mér þætti það ekki fýsilegur kostur fyrir stéttina að gera það,“ segir Áslaug spurð hvort til verkfalls muni koma.

Hún segir ljósmæður þegar vera farnar að líta í kringum sig eftir öðru starfi. 

Í gær var efnt til sam­stöðufundar með kjara­bar­áttu ljós­mæðra fyr­ir utan húsa­kynni rík­is­sátta­semj­ara. 

Ljósmæður eru í kjaraviðræðum.
Ljósmæður eru í kjaraviðræðum. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert