Ábendingar borist vegna tölvubúnaðar

Gagnaver Advania í Reykjanesbæ þar sem hluta tölvubúnaðarins var stolið.
Gagnaver Advania í Reykjanesbæ þar sem hluta tölvubúnaðarins var stolið. vb.is/Hilmar Bragi

„Það bárust nokkrar ábendingar í morgun en það er of snemmt að segja til um það hvort þær leiði til einhvers, en þær verða athugaðar.“ Þetta sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.

Í gær voru auglýst fundarlaun að upphæð sex milljóna íslenskra króna til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar stolna tölvubúnaðinn er að finna. Um er að ræða 600 tölvur sem stolið var úr gagnaverum í Reykjanesi og Borgarbyggð. Verðmæti þeirra er talið nema rúmum 200 milljónum króna.

Ólafur Helgi segir vonandi að fundarlaunin sem í boði eru leiði til einhvers. Þær ábendingar sem borist hafi í morgun séu ekki mjög beinskeyttar. „Að sjálfsögðu skoðum við allt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert