Flokkur fólksins áfrýjar dómi héraðsdóms

Inga Sæland, alþingismaður og dóttir stefnanda, við dómsuppkvaðningu í dag.
Inga Sæland, alþingismaður og dóttir stefnanda, við dómsuppkvaðningu í dag. mbl.is/Hari

Tryggingastofnun ríkisins (TR) var í dag sýknuð af kröfu Flokks fólksins vegna máls sem tengist útborgunar lífeyris í ársbyrjun 2017. Málið er rekið í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Inga segir í samtali við mbl.is að flokkurinn muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. 

Forsaga málsins er sú að þegar Alþingi breytti lögum skömmu fyrir áramót 2016/2017 féll fyrir mistök út ákvæði sem heimilaði skerðingu á lífeyri eldri borgara vegna greiðslna sem þeir fá úr lífeyrissjóði. Tryggingastofnun skerti samt sem áður greiðslur lífeyrisþega um næstu mánaðamót og sendi stjórnvöldum ábendingu um mistökin. Því var lögunum breytt til að setja aftur inn heimild fyrir skerðingunni. Sú breyting var afturvirk.

Flokkur fólksins hefur barist fyrir málinu upp frá þessu. Flokkurinn, sem var utan þings á þessum tíma, höfðaði mál gegn Tryggingastofnun til að knýja á um greiðslur samkvæmt þeim lögum sem giltu í janúar og febrúar í fyrra. Samkvæmt því hefði ekki mátt skerða lífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Skerðingin nam um tveimur og hálfum milljarði króna á mánuði, samanlagt fimm milljörðum króna.

Krafa um óskertan ellilífeyri hvíli ekki á traustum lagagrundvelli

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að krafa stefnanda um óskertan ellilífeyri á tímabilinu hvíli ekki á traustum lagagrund­velli. Inga Sæland segir í samtali við mbl.is að niðurstaða héraðsdóms styrki ekki trúna á dómskerfinu. Flokkurinn mun áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Þessi dómsniðurstaða stingur algjörlega í stúf við settan rétt og mun stefnandi engan veginn sætta sig við hana,“ segir Inga.

Þá segir hún málið vera hreint og klárt réttlætismál. „Við borgararnir eigum að geta treyst því, að dómarar dæmi samkvæmt gildandi rétti.“

Í dómnum kemur fram að málskostnaður milli aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður Flokks fólksins fyrir héraðs­­­­­­­dómi greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns stefnanda, Hlyns Jóns­­­­­­­­sonar, 1.800.000 krónur, auk útlagðs kostnaðar, 24.920 krónur, samtals 1.824.920 krónur.

Þó nokkrir eldri borgarar voru viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur ...
Þó nokkrir eldri borgarar voru viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Hari
mbl.is

Innlent »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...