Flokkur fólksins áfrýjar dómi héraðsdóms

Inga Sæland, alþingismaður og dóttir stefnanda, við dómsuppkvaðningu í dag.
Inga Sæland, alþingismaður og dóttir stefnanda, við dómsuppkvaðningu í dag. mbl.is/Hari

Tryggingastofnun ríkisins (TR) var í dag sýknuð af kröfu Flokks fólksins vegna máls sem tengist útborgunar lífeyris í ársbyrjun 2017. Málið er rekið í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Inga segir í samtali við mbl.is að flokkurinn muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. 

Forsaga málsins er sú að þegar Alþingi breytti lögum skömmu fyrir áramót 2016/2017 féll fyrir mistök út ákvæði sem heimilaði skerðingu á lífeyri eldri borgara vegna greiðslna sem þeir fá úr lífeyrissjóði. Tryggingastofnun skerti samt sem áður greiðslur lífeyrisþega um næstu mánaðamót og sendi stjórnvöldum ábendingu um mistökin. Því var lögunum breytt til að setja aftur inn heimild fyrir skerðingunni. Sú breyting var afturvirk.

Flokkur fólksins hefur barist fyrir málinu upp frá þessu. Flokkurinn, sem var utan þings á þessum tíma, höfðaði mál gegn Tryggingastofnun til að knýja á um greiðslur samkvæmt þeim lögum sem giltu í janúar og febrúar í fyrra. Samkvæmt því hefði ekki mátt skerða lífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Skerðingin nam um tveimur og hálfum milljarði króna á mánuði, samanlagt fimm milljörðum króna.

Krafa um óskertan ellilífeyri hvíli ekki á traustum lagagrundvelli

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að krafa stefnanda um óskertan ellilífeyri á tímabilinu hvíli ekki á traustum lagagrund­velli. Inga Sæland segir í samtali við mbl.is að niðurstaða héraðsdóms styrki ekki trúna á dómskerfinu. Flokkurinn mun áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Þessi dómsniðurstaða stingur algjörlega í stúf við settan rétt og mun stefnandi engan veginn sætta sig við hana,“ segir Inga.

Þá segir hún málið vera hreint og klárt réttlætismál. „Við borgararnir eigum að geta treyst því, að dómarar dæmi samkvæmt gildandi rétti.“

Í dómnum kemur fram að málskostnaður milli aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður Flokks fólksins fyrir héraðs­­­­­­­dómi greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns stefnanda, Hlyns Jóns­­­­­­­­sonar, 1.800.000 krónur, auk útlagðs kostnaðar, 24.920 krónur, samtals 1.824.920 krónur.

Þó nokkrir eldri borgarar voru viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur ...
Þó nokkrir eldri borgarar voru viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Hari
mbl.is

Innlent »

Sameiginleg framboð til skoðunar

16:52 Miðflokkurinn mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í öllum stærri sveitarfélögum landsins. Hvar boðið verður fram er þó ekki endanlega ákveðið, en til skoðunar er að bjóða fram sameiginlega með öðrum framboðum eða flokkum á nokkrum stöðum. Meira »

Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi

16:16 Eftirlitsmyndavélar sem greina númeraplötur verða settar upp á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind í Kópavogi á næstu vikum. Myndavélarnar munu greina allar aðkomur inn í Kópavog austan við Reykjanesbraut, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Meira »

Plokka 4.000 kílómetra á degi jarðar

16:00 Áhugahópurinn Plokk á Íslandi stendur í dag fyrir viðburði á degi jarðar, 22. apríl, þar sem allir ætla að fara út og plokka það sem nemur einum kílómetra. Um 4.500 manns eru í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi og því má ætla að hópurinn muni skila „fjögur þúsund kílómetra hreinum streng til samfélagsins“, að því er segir í tilkynningu. Meira »

Viðvörunarkerfi Hagaskóla fór í gang

15:47 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti gróðureldum á sitthvorum staðnum um hálfþrjúleytið í dag.  Meira »

Kynnti nýja aðferð í stjórnmálunum

15:27 „Miðflokkurinn er ekki í vandamálabransanum, heldur í lausnabransanum,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Landsþingi flokksins í dag. Sigmundur var endurkjörinn formaður flokksins á þinginu í gær. Meira »

Tónleikasalur á heimsmælikvarða

14:59 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut nýverið virt byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology. Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. Meira »

Þröngar götur slökkviliðinu til ama

13:36 „Þetta eru krúttlegar götur í miðborginni og ef menn leggja ekki rétt þá geta þær orðið ansi þröngar,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en bílar slökkviliðsins lentu í vandræðum á leið sinni að húsi í Óðinsgötu þar sem eldur kom upp í gærkvöldi. Meira »

Fíknin yfirtók allt

14:30 Þegar Kristín var komin á botninn og búin að fara í sautján meðferðir, liggja í dái í mánuð og búa við hrylling fíknarinnar í langan tíma ákvað hún að deyja. Kristín ákvað að reyna enn einu sinni að brjótast úr heimi neyslunnar og er edrú í dag. Einn dag í einu. Meira »

Spásserað um heilabúið

13:25 „Það er erfitt að flokka þessa bók; það er hryllingur þarna en þetta er samt ekki dæmigerð hryllingssaga með ofbeldi, blóðbaði og slíku. Sagan er líka bókmenntaleg og það talsvert af heimspeki í henni; hún fjallar um hugmyndir sem ég hef áhuga á og vekja hjá mér ugg.“ Meira »

Stefnuræða Sigmundar í beinni

13:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á Landsfundi Miðflokkins sem fram fer í Hörpu í dag. Hægt er að fylgjast með ræðunni í beinni útsendingu á vef mbl.is. Meira »

Von á tillögum til úrbóta í sumar

12:19 Tillögur frá menntamálaráðuneytinu til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða væntanlega birtar með haustinu, en ráðherra fær fyrstu drög í byrjun júní. Hún segir stefnt að því að virðisaukaskattur af áskriftum verði samræmdur og gert sé ráð fyrir talsverðum fjármunum til að takast á við þetta á tekjuhlið fjármálaáætlunnar. Meira »

Launaliðurinn til sæmræmis við launalið annarra samninga

11:39 Launaliður kjarasamnings við ríkið, sem Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum skrifuðu undir í gærkvöldi, er til samræmis við launalið þeirra kjarasamninga sem stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skrifað undir síðustu mánuði. Samningstíminn er stuttur eða út mars 2019. Meira »

Ingþór leiðir E-listann í Vogum

10:34 Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, leiðir E-listann í Vogum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Meira »

Sólin mun skína glatt á S- og Vesturlandi

08:22 Útlit er fyrir norðaustanátt í dag að sögn Veðurstofu Íslands, víða á bilinu 8-13 m/s. Rigning eða slydda verður á láglendi austan- og norðaustanlands og snjókoma til fjalla. Meira »

Ferðamenn sólgnir í sveppina

07:20 „Við opnuðum 22. júlí á síðasta ári en einhvers staðar er talað um í þessum veitingafræðum að það taki alveg tvö ár að koma veitingastað á kortið. Það má því segja að fæðingarhríðirnar standi enn yfir,“ segja þau Emma Ragnheiður Marinósdóttir og Georg Ottósson, eigendur Farmers Bistro. Meira »

Óttast heróínfaraldur hér á landi

09:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikla áherslu á að leita að týndum börnum og bjarga þeim úr aðstæðum sem þau ráða ekki við. Meðal annars vegna neyslu vímuefna. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af aukinni neyslu vímuefna og óttast að hér verði heróínfaraldur eins og víða annars staðar í Evrópu. Meira »

Framhaldsskólakennarar sömdu

08:09 Kjarasamningur milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum var undirritaður seint í gærkvöldi í húsakynnum ríkissáttasemjara. Formaður félags framhaldsskólakennara kveðst vera sáttur við samninginn. Meira »

Neitaði að yfirgefa húsið

07:18 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ölvaðan karlmann í gærkvöldi sem neitaði að yfirgefa íbúðarhúsnæði sem hann hafði farið inn í. Þá mun maðurinn einnig hafa verið að ganga á móti umferð á akbrautum. Meira »
Til sölu Sómi 800 Aggi SI-8 7185. Nýup
Til sölu Sómi 800 Aggi SI-8 7185. Nýuppgerður af Siglufjarðarseig. Ný Volvo Pent...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal - 1939
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal - 1939 Til sölu: Hvítabjörn með hún. Mjög ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl. 9 og f...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Eflingar - stéttar...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilboð - útboð
Tillaga að nýju deiliskipulagi í...
Símaþjónusta
Önnur störf
Símaþjónusta sumarafleysing Óskað ...