Alþjóðlegt dekkjaverkstæði

Átta af 11 Víetnömum sem vinna á verkstæði N1 á …
Átta af 11 Víetnömum sem vinna á verkstæði N1 á Réttarhálsi og þykja góðir starfsmenn þar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alls ellefu af 23 starfsmönnum á dekkjaverkstæði N1 á Réttarhálsi í Reykjavík eru frá Víetnam. Sá fyrsti kom til starfa fyrir um tíu árum og þegar næst vantaði starfsmann benti sá á landa sinn sem var ráðinn.

Boltinn – eða kannski öllu heldur dekkið – fór að rúlla og víetnamski hópurinn stækkaði.

„Betri starfsmenn gæti ég sennilega ekki fengið. Þetta eru samviskusamir strákar sem hafa verið fljótir að ná réttu handtökunum. Svo er líka mjög sterk liðsheild meðal þeirra og það gerir allt hér svo miklu auðveldara og vinnuna skemmtilega,“ segir Ásgrímur Stefán Reisenhus sem er yfirmaður verkstæðisins.

Sjá viðtal við Ásgrím Stefán í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert