Margir sækja til Íslands

Miðstöð fyrir flóttamenn í Þýskalandi.
Miðstöð fyrir flóttamenn í Þýskalandi. AFP

Þeir tæplega 1.100 einstaklingar sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári voru hlutfallslega mjög margir á evrópska vísu.

Þeir eru tvisvar til þrisvar sinnum fleiri en gengur og gerist í ríkjum Evrópusambandsins og fimm til sex sinnum fleiri en sækja til Danmerkur og Noregs.

Mikil fjölgun varð á umsóknum um alþjóðlega vernd hér á árinu 2016, einkum vegna fólks sem kom frá löndum sem talin eru örugg til að leita eftir vinnu og betra lífi hér á landi. Flestum umsóknum af þessu tagi er synjað og fólkið sent heim aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert