Smálán „ekkert annað en óværa“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á Alþingi.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á Alþingi.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að skipa starfshóp sem á að gera heildræna úttekt á starfsemi smálánafyrirtækja.

Þetta kom fram í umræðu um slík fyrirtæki á Alþingi í dag en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi.

Þórdís Kolbrún sagði núverandi stöðu, út frá sjónarmiðum um neytendavernd, ekki vera eins og best verður á kosið. Hún sagði að í úrbótaskyni þurfi meðal annars að skilgreina smálánafyrirtæki sem fjármálafyrirtæki.

Hún bætti við að þegar væri hafin vinna við að fara yfir alla þætti smálána, þar á meðal að skilgreina hugtakið smálán.

„Óforskömmuð“ starfsemi

Bjarkey Olsen sagði það mál margra að smálánum sé beint að samfélagshópum sem búa við slakan efnahag og að slík starfsemi sé óforskömmuð.

Hún sagði löggjafann ekki hafa brugðist nægilega við þeim breytingum sem hafi orðið með tilkomu snjallsíma og benti á að það skjóti skökku við að fyrirtæki sem stundi smálánastarfsemi skuli ekki vera í hópi þeirra fyrirtækja sem fjármagna embætti skuldara.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Eggert

Talaði um smánarlán 

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að smálán ættu að vera kölluð smánarlán. Á eftir honum steig Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í pontu og sagði að smálánastarfsemin á Íslandi væri „ekkert annað en óværa sem þarf að uppræta með einhverjum hætti“.

Talaði hann um að fólk festist í gildru vegna kjara og hárra vaxta um leið og fyrsta lánið sé tekið.

Einnig nefndi hann að lagabreyting frá árinu 2013 hafi ekki dugað til að koma böndum á starfsemina.

Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. mbl.is/Hari

Vilja efla fjármálalæsi 

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var sammála því að starfsemin væri óværa og taldi, eins og fleiri þingmenn, að efla þurfi fjármálalæsi á Íslandi. Jafnframt þurfi að að setja lög og reglur til að „hafa hemil á þeim fjármálaöflum sem nýta sér annaðhvort þekkingarleysi fólks eða aðstæður þess.“

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að grípa þyrfti í taumana og hvatti til þess að starfsemi smálánafyrirtækja yrði starfsleyfis- og skráningarskyld.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði smálánafyrirtæki stunda okurlánastarfsemi, sem væri „fjárhagslegt ofbeldi gegn ákveðnum hópi fólks“.

Einnig kallaði hann fyrirtækin óværu og sagði: „Við notum kross og vígt vatn á óværu en ég efast um að það dugi í þessu tilfelli.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bergþór fékk fyrsta laxinn

07:33 Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.   Meira »

Bjartur dagur fram undan

06:54 Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum, þótt ekki verði mjög hlýtt þar sem vindur stendur af hafi og vegna þess hve kaldur sjórinn er hefur sjávarhitinn mikil áhrif á lofthitann. Spáð er allt að 16 stiga hita í dag en hlýjast verður á Suðurlandi. Meira »

Slasaðist á leið úr bíói

05:48 Kona var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum þegar hún var að koma út úr Smárabíói. Meira »

HM eykur áhuga

05:30 Áhugi á Íslandi og íslenska landsliðinu í knattspyrnu hefur margfaldast eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór af stað. Meira »

Efla flýr myglu á Höfðabakkanum

05:30 Á næstu mánuðum verður starfsemi verkfræðistofunnar Eflu flutt af Höfðabakka í Reykjavík, en í byggingunni þar hafa greinst rakaskemmdir og mygla, sem kallar á umfangsmiklar viðgerðir. Meira »

Eyjamenn geta fagnað rallinu í ár

05:30 Aukning í holuábúð lunda mælist í Vestmannaeyjum og víðar í kringum Suðurland. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýafstaðins lundaralls en því lauk í Eyjum sl. mánudag. Fækkun mælist á Vesturlandi en ekki er ljóst hvað veldur. Meira »

Þjóðverjar vilja íslenskt grænmeti

05:30 Varanleg áhrif af opnun verslunar Costco hér á landi á sölu á íslensku grænmeti eru takmörkuð. Þetta segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Meira »

Leita upplýsinga og sjónarmiða RÚV

05:30 „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem keppinautar á auglýsingamarkaði kvarta yfir þátttöku RÚV á markaðnum. Það er búið að fjalla um það af hálfu stjórnvalda áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Staða kynjanna að jafnast

05:30 Kynjahlutfall í nefndum á vegum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnara, bæði hvað varðar hlutfall í nefndum skipuðum á starfsárinu 2017 og í öðrum starfandi nefndum árið 2017. Meira »

Málið á milli ríkisins og ganganna

05:30 „Í þessu tilviki er um að ræða málefni Vaðlaheiðarganga og íslenska ríkisins og það tengist okkur ekki.“ Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður út í meinta skuld fyrirtækisins við Vaðlaheiðargöng hf. Meira »

Andlát: Poul Mohr, fv. ræðismaður í Færeyjum

05:30 Poul Mohr lést 16. júní síðastliðinn, 88 ára að aldri. Mohr var kjörræðismaður Íslands í Færeyjum í 22 ár, frá árinu 1985 allt til ársins 2007 þegar Ísland opnaði sendiskrifstofu í Þórshöfn. Meira »

Gekk örna sinna rétt hjá salerni

05:30 Enn virðist vera algengt að ferðamenn gangi örna sinna á almannafæri. Dóra Sigurðardóttir, bóndi á Vatnsdalshólum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, kom að ferðamanni, konu, að ganga örna sinna á túni skammt frá bæ Dóru á dögunum. Meira »

Eldur í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg

00:17 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálftólf í kvöld. Meira »

Telja endurskipun í stöðu framkvæmdastjóra LÍN ófaglega

00:04 Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Meira »

Sólríkt í höfuðborginni á morgun

Í gær, 22:33 Heiðskírt verður á höfuðborgarsvæðinu mestan hluta morgundagsins og von er á fjölmörgum sólskinsstundum. „Ef þetta gengur allt eftir eins og við erum að vona þá léttir til seinni part nætur og verður orðið heiðskírt þegar fólk fer til vinnu [á morgun]. Það verður ágætlega bjart yfir á morgun, en svo er ballið búið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Heitar umræður í borgarstjórn

Í gær, 21:50 Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Meira »

Páfagaukur eyðir nóttinni hjá lögreglu

Í gær, 21:33 Hópur erlendra ferðamanna sem voru staddir við höfnina á Húsavík í dag ráku upp stór augu þegar páfagaukur kom fljúgandi að þeim og tyllti sér á öxlina á einum ferðamanninum. Meira »

Tók HM-klippinguna alla leið

Í gær, 21:19 „Maður verður að taka þetta alla leið, það þýðir ekkert annað,“ segir Ýr Sigurðardóttir sem fór alla leið með HM-hárgreiðsluna í ár, en rakarinn hennar, Fabian á stofunni Jacas í Orlando í Bandaríkjunum, lét höfuð Ýrar líta út eins og fótbolta. Meira »

Draumurinn kviknaði við fermingu

Í gær, 20:49 Sesselja Borg, 19 ára gömul ballettdansmær, hlaut nýverið inngöngu á atvinnudansnámsbraut við hinn virta Joffrey ballettskóla í New York. Sesselja hefur dansað ballett frá þriggja ára aldri og hefur hún tvisvar sinnum verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ballettkeppni. Meira »