Stoppaður ítrekað eftir árásina á Flórída

Jón Eggert hóf hlaupin í febrúar og var myndaður við ...
Jón Eggert hóf hlaupin í febrúar og var myndaður við það tilefni. Ljósmynd/Aðsend

Jón Eggert Guðmundsson reynir nú að setja heimsmet í lengstu þríþraut í heimi. Hann var ítrekað stoppaður við heimsmetatilraunina af lögreglu í Cutler Bay í Miami á Flórída, þar sem hann býr, eftir árásina á framhaldsskólann í Parkland í Flórída. Fréttir af heimsmetatilraun hans hafa hins vegar nú vakið athygli hundruð bandarískra fjölmiðla og sjálfur segir hann hana ganga vel.

„Fyrir hlaup dagsins í dag þá er ég kominn með 1.080 km, þannig að eftir daginn verða þetta orðnir tæpir 1.100 km,“ segir Jón Eggert er mbl.is ræddi við hann í morgun. „Þetta gengur bara þrælvel og ég er alltaf að hlaupa.“

Jón Eggert hefur sl. 61 dag hlaupið 19 km á dag, en hann stefnir á að hlaupa 1.295 kíló­metra, hjóla 5.152 kíló­metra og synda 200 kíló­metra. Reglur Heimsmetabókar Guinness varðandi heimsmetskráningu eru strangar og þurfti Jón Eggert að fá löggiltan mælingamann til mæla upp á sentimetra hringinn sem hann nú hleypur og mun síðar hjóla. Hann þarf síðan að skrá vegalengdina daglega og notar til þess myndavél sem fest er á derhúfu hans.

Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. ...
Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. FOX News og NBC fjallað um hana. Ljósmynd/Aðsend

Það var einmitt myndavélin og vírarnir sem liggja um hann allan er hann hleypur sem vöktu áhyggjur foreldra skólabarna á Flórída.

„Það var mikil varúð og hræðsla í gangi þannig að fólk var að hringja í lögregluna,“ segir hann og kveðst hafa verið stoppaður ítrekað við hlaupin þessa daga. „Ég velti því fyrir mér á þeim tíma að fara að hlaupa bara á næturnar, en datt síðan í hug að láta bæjarstjórann vita. Hann skrifaði í kjölfarið grein og birti á vefsíðu sinni. Þar sagði hann hvað ég væri að gera og bað fólk vinsamlegast að vera ekki hrætt við þennan mann. Fólk var mikið að skoða þessa síðu eftir skotárásina til að fá upplýsingar um hana, þannig að ég fékk að vera í friði eftir þetta,“ segir Jón Eggert og hlær að minningunni.

Hann kveðst þó orðin vel þekktur í hverfinu þar sem hann býr, sem og hjá þeim sem hann mætir á hlaupaleið sinni.

Auðvelt með að sofna á kvöldin

Jón Eggert er nú búin að hlaupa 19 km á dag í 61 dag og því leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort hann sé ekkert orðinn þreyttur, en hann kveðst vera ótrúlega hress miðað við álagið.

 „Það er ekkert meiðslavesen. Ég finn það aðallega í því hvað ég á auðvelt með að sofna á kvöldin,“ segir Jón Eggert og kveðst líka leggja sig í eftirmiðdaginn. „Fyrstu 30-40 dagana þá þurfti ég ekki að sofa á daginn, en nú steinsofna ég alveg í klukkutíma.“

Þegar hlaupakaflanum lýkur taka hjólreiðarnar við og stefnir Jón Eggert ...
Þegar hlaupakaflanum lýkur taka hjólreiðarnar við og stefnir Jón Eggert á að vera búinn að hjóla 5.152 km í lok júlí. Ljósmynd/Aðsend

Þó að Jón Eggert hafi sloppið við meiðsl til þessa, lenti hann engu að síður í því sama og sá sem á núverandi heimsmet í lengstu þríþrautinni - öxlin neitaði um tíma að halda þunga höfuðsins. „Þetta er mjög skrýtið, en hjólreiðamenn fá þetta stundum í löngum vegalengdum,“ segir hann. „Ég reddaði þessu með því að fá mér flugpúða og hljóp með hann um  hálsinn í þrjá daga. Þannig náðu hálsvöðvarnir að jafna sig.“ Honum er skemmt þegar hann játar að þetta hafi óneitanlega hafa vakið athygli þeirra sem hann mætti á hlaupunum.

Spurður hvort hann sé ekkert orðinn leiður á að hlaupa sama hringinn, segir hann svo ekki vera. „Leiðin sé mjög fjölbreytileg. Það er mikið lífríki þarna.“ Jón Eggert segist þó vissulega vera farinn að hlakka til að byrja hjólahlutann, en hann gerir ráð fyrir að setjast á hjólið í lok apríl. Þá mun hann hjóla 140-160 km daglega og því fara 7-8 sinnum daglega hringinn sem hann hleypur nú.

Stefnir á þrefalt heimsmet

Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. FOX News og NBC fjallað um hana og hundruð fréttastöðvar tóku fréttina upp þaðan. Jón Eggert segir líka gott fyrir Wheel Heroes, sjóð sem aðstoðar foreldra fatlaðra barna við kaup á reiðhjólum, að fá athyglina. En hann er að safna fyrir Wheel heroes með heimsmetatilrauninni. 

Jón Eggert í sundgallanum.
Jón Eggert í sundgallanum. Ljósmynd/Pamela Perez

Jón Eggert gerir ráð fyrir að klára kílómetrana 5.152 sem hann hjólar í lok júlí og að því loknu tekur sundið við og þar vonast hann til að ná hvorki meira né minna en þreföldu heimsmeti.

„Ég er ekki búin að fá grænt ljós á það, en Guinness er að skoða þetta,“ segir hann. „Ef allt gengur hins vegar vel og þeir gefa grænt ljós, þá verða þetta þrjár heimsmetatilraunir  - lengsta þríþrautin og svo heimsmet í 100 km og 200 km skriðsundi, þar sem það hefur enginn ennþá skráð 100 km skriðsund.“ Gangi allt eftir gæti Jón Eggert þar með staðið upp í lok sumars sem þrefaldur heimsmetshafi.

Hægt er að fylgjast með heimsmetstilrauninni á bloggsíðu Jóns Eggerts.

mbl.is

Innlent »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

Í gær, 18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

Í gær, 18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Í gær, 17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Í gær, 17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Í gær, 17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

Í gær, 17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Til sölu Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 51 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, leðurklæd...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...