Stoppaður ítrekað eftir árásina á Flórída

Jón Eggert hóf hlaupin í febrúar og var myndaður við ...
Jón Eggert hóf hlaupin í febrúar og var myndaður við það tilefni. Ljósmynd/Aðsend

Jón Eggert Guðmundsson reynir nú að setja heimsmet í lengstu þríþraut í heimi. Hann var ítrekað stoppaður við heimsmetatilraunina af lögreglu í Cutler Bay í Miami á Flórída, þar sem hann býr, eftir árásina á framhaldsskólann í Parkland í Flórída. Fréttir af heimsmetatilraun hans hafa hins vegar nú vakið athygli hundruð bandarískra fjölmiðla og sjálfur segir hann hana ganga vel.

„Fyrir hlaup dagsins í dag þá er ég kominn með 1.080 km, þannig að eftir daginn verða þetta orðnir tæpir 1.100 km,“ segir Jón Eggert er mbl.is ræddi við hann í morgun. „Þetta gengur bara þrælvel og ég er alltaf að hlaupa.“

Jón Eggert hefur sl. 61 dag hlaupið 19 km á dag, en hann stefnir á að hlaupa 1.295 kíló­metra, hjóla 5.152 kíló­metra og synda 200 kíló­metra. Reglur Heimsmetabókar Guinness varðandi heimsmetskráningu eru strangar og þurfti Jón Eggert að fá löggiltan mælingamann til mæla upp á sentimetra hringinn sem hann nú hleypur og mun síðar hjóla. Hann þarf síðan að skrá vegalengdina daglega og notar til þess myndavél sem fest er á derhúfu hans.

Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. ...
Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. FOX News og NBC fjallað um hana. Ljósmynd/Aðsend

Það var einmitt myndavélin og vírarnir sem liggja um hann allan er hann hleypur sem vöktu áhyggjur foreldra skólabarna á Flórída.

„Það var mikil varúð og hræðsla í gangi þannig að fólk var að hringja í lögregluna,“ segir hann og kveðst hafa verið stoppaður ítrekað við hlaupin þessa daga. „Ég velti því fyrir mér á þeim tíma að fara að hlaupa bara á næturnar, en datt síðan í hug að láta bæjarstjórann vita. Hann skrifaði í kjölfarið grein og birti á vefsíðu sinni. Þar sagði hann hvað ég væri að gera og bað fólk vinsamlegast að vera ekki hrætt við þennan mann. Fólk var mikið að skoða þessa síðu eftir skotárásina til að fá upplýsingar um hana, þannig að ég fékk að vera í friði eftir þetta,“ segir Jón Eggert og hlær að minningunni.

Hann kveðst þó orðin vel þekktur í hverfinu þar sem hann býr, sem og hjá þeim sem hann mætir á hlaupaleið sinni.

Auðvelt með að sofna á kvöldin

Jón Eggert er nú búin að hlaupa 19 km á dag í 61 dag og því leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort hann sé ekkert orðinn þreyttur, en hann kveðst vera ótrúlega hress miðað við álagið.

 „Það er ekkert meiðslavesen. Ég finn það aðallega í því hvað ég á auðvelt með að sofna á kvöldin,“ segir Jón Eggert og kveðst líka leggja sig í eftirmiðdaginn. „Fyrstu 30-40 dagana þá þurfti ég ekki að sofa á daginn, en nú steinsofna ég alveg í klukkutíma.“

Þegar hlaupakaflanum lýkur taka hjólreiðarnar við og stefnir Jón Eggert ...
Þegar hlaupakaflanum lýkur taka hjólreiðarnar við og stefnir Jón Eggert á að vera búinn að hjóla 5.152 km í lok júlí. Ljósmynd/Aðsend

Þó að Jón Eggert hafi sloppið við meiðsl til þessa, lenti hann engu að síður í því sama og sá sem á núverandi heimsmet í lengstu þríþrautinni - öxlin neitaði um tíma að halda þunga höfuðsins. „Þetta er mjög skrýtið, en hjólreiðamenn fá þetta stundum í löngum vegalengdum,“ segir hann. „Ég reddaði þessu með því að fá mér flugpúða og hljóp með hann um  hálsinn í þrjá daga. Þannig náðu hálsvöðvarnir að jafna sig.“ Honum er skemmt þegar hann játar að þetta hafi óneitanlega hafa vakið athygli þeirra sem hann mætti á hlaupunum.

Spurður hvort hann sé ekkert orðinn leiður á að hlaupa sama hringinn, segir hann svo ekki vera. „Leiðin sé mjög fjölbreytileg. Það er mikið lífríki þarna.“ Jón Eggert segist þó vissulega vera farinn að hlakka til að byrja hjólahlutann, en hann gerir ráð fyrir að setjast á hjólið í lok apríl. Þá mun hann hjóla 140-160 km daglega og því fara 7-8 sinnum daglega hringinn sem hann hleypur nú.

Stefnir á þrefalt heimsmet

Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. FOX News og NBC fjallað um hana og hundruð fréttastöðvar tóku fréttina upp þaðan. Jón Eggert segir líka gott fyrir Wheel Heroes, sjóð sem aðstoðar foreldra fatlaðra barna við kaup á reiðhjólum, að fá athyglina. En hann er að safna fyrir Wheel heroes með heimsmetatilrauninni. 

Jón Eggert í sundgallanum.
Jón Eggert í sundgallanum. Ljósmynd/Pamela Perez

Jón Eggert gerir ráð fyrir að klára kílómetrana 5.152 sem hann hjólar í lok júlí og að því loknu tekur sundið við og þar vonast hann til að ná hvorki meira né minna en þreföldu heimsmeti.

„Ég er ekki búin að fá grænt ljós á það, en Guinness er að skoða þetta,“ segir hann. „Ef allt gengur hins vegar vel og þeir gefa grænt ljós, þá verða þetta þrjár heimsmetatilraunir  - lengsta þríþrautin og svo heimsmet í 100 km og 200 km skriðsundi, þar sem það hefur enginn ennþá skráð 100 km skriðsund.“ Gangi allt eftir gæti Jón Eggert þar með staðið upp í lok sumars sem þrefaldur heimsmetshafi.

Hægt er að fylgjast með heimsmetstilrauninni á bloggsíðu Jóns Eggerts.

mbl.is

Innlent »

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

00:08 Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum. Meira »

„Talsverð rigning“ annað kvöld

Í gær, 23:16 Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir heillrigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld. Meira »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

Í gær, 22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálf fimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

Í gær, 22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hefði farið ofan í Krossá. Bíllinn, sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur, komst ekki langt yfir ána áður en hann byrjaði að fljóta með straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

Í gær, 21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

Í gær, 21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

Í gær, 20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

Í gær, 20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

Í gær, 19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

Í gær, 19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

Í gær, 18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

Í gær, 18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

Í gær, 18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

Í gær, 18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

Í gær, 17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

Í gær, 17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

Í gær, 17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

Í gær, 15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

Í gær, 15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »
Leiguherbergi óskast Jarðhitaskóli Hásk
Leiguherbergi óskast Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna leitar herbergi eð...
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Kynlífsvörur ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Springum út í allt sumar.. þú getur meira... Unaðsvörur , ódýrar kynlífsvörur s...
Mercedes Benz GLK 250 CDI - 2011 árgerð
Bens GLK 250cdi, árgerð 2011, ekinn 92 þús km., krókur, leður o.fl. Verð 3 millj...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...