Stoppaður ítrekað eftir árásina á Flórída

Jón Eggert hóf hlaupin í febrúar og var myndaður við ...
Jón Eggert hóf hlaupin í febrúar og var myndaður við það tilefni. Ljósmynd/Aðsend

Jón Eggert Guðmundsson reynir nú að setja heimsmet í lengstu þríþraut í heimi. Hann var ítrekað stoppaður við heimsmetatilraunina af lögreglu í Cutler Bay í Miami á Flórída, þar sem hann býr, eftir árásina á framhaldsskólann í Parkland í Flórída. Fréttir af heimsmetatilraun hans hafa hins vegar nú vakið athygli hundruð bandarískra fjölmiðla og sjálfur segir hann hana ganga vel.

„Fyrir hlaup dagsins í dag þá er ég kominn með 1.080 km, þannig að eftir daginn verða þetta orðnir tæpir 1.100 km,“ segir Jón Eggert er mbl.is ræddi við hann í morgun. „Þetta gengur bara þrælvel og ég er alltaf að hlaupa.“

Jón Eggert hefur sl. 61 dag hlaupið 19 km á dag, en hann stefnir á að hlaupa 1.295 kíló­metra, hjóla 5.152 kíló­metra og synda 200 kíló­metra. Reglur Heimsmetabókar Guinness varðandi heimsmetskráningu eru strangar og þurfti Jón Eggert að fá löggiltan mælingamann til mæla upp á sentimetra hringinn sem hann nú hleypur og mun síðar hjóla. Hann þarf síðan að skrá vegalengdina daglega og notar til þess myndavél sem fest er á derhúfu hans.

Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. ...
Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. FOX News og NBC fjallað um hana. Ljósmynd/Aðsend

Það var einmitt myndavélin og vírarnir sem liggja um hann allan er hann hleypur sem vöktu áhyggjur foreldra skólabarna á Flórída.

„Það var mikil varúð og hræðsla í gangi þannig að fólk var að hringja í lögregluna,“ segir hann og kveðst hafa verið stoppaður ítrekað við hlaupin þessa daga. „Ég velti því fyrir mér á þeim tíma að fara að hlaupa bara á næturnar, en datt síðan í hug að láta bæjarstjórann vita. Hann skrifaði í kjölfarið grein og birti á vefsíðu sinni. Þar sagði hann hvað ég væri að gera og bað fólk vinsamlegast að vera ekki hrætt við þennan mann. Fólk var mikið að skoða þessa síðu eftir skotárásina til að fá upplýsingar um hana, þannig að ég fékk að vera í friði eftir þetta,“ segir Jón Eggert og hlær að minningunni.

Hann kveðst þó orðin vel þekktur í hverfinu þar sem hann býr, sem og hjá þeim sem hann mætir á hlaupaleið sinni.

Auðvelt með að sofna á kvöldin

Jón Eggert er nú búin að hlaupa 19 km á dag í 61 dag og því leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort hann sé ekkert orðinn þreyttur, en hann kveðst vera ótrúlega hress miðað við álagið.

 „Það er ekkert meiðslavesen. Ég finn það aðallega í því hvað ég á auðvelt með að sofna á kvöldin,“ segir Jón Eggert og kveðst líka leggja sig í eftirmiðdaginn. „Fyrstu 30-40 dagana þá þurfti ég ekki að sofa á daginn, en nú steinsofna ég alveg í klukkutíma.“

Þegar hlaupakaflanum lýkur taka hjólreiðarnar við og stefnir Jón Eggert ...
Þegar hlaupakaflanum lýkur taka hjólreiðarnar við og stefnir Jón Eggert á að vera búinn að hjóla 5.152 km í lok júlí. Ljósmynd/Aðsend

Þó að Jón Eggert hafi sloppið við meiðsl til þessa, lenti hann engu að síður í því sama og sá sem á núverandi heimsmet í lengstu þríþrautinni - öxlin neitaði um tíma að halda þunga höfuðsins. „Þetta er mjög skrýtið, en hjólreiðamenn fá þetta stundum í löngum vegalengdum,“ segir hann. „Ég reddaði þessu með því að fá mér flugpúða og hljóp með hann um  hálsinn í þrjá daga. Þannig náðu hálsvöðvarnir að jafna sig.“ Honum er skemmt þegar hann játar að þetta hafi óneitanlega hafa vakið athygli þeirra sem hann mætti á hlaupunum.

Spurður hvort hann sé ekkert orðinn leiður á að hlaupa sama hringinn, segir hann svo ekki vera. „Leiðin sé mjög fjölbreytileg. Það er mikið lífríki þarna.“ Jón Eggert segist þó vissulega vera farinn að hlakka til að byrja hjólahlutann, en hann gerir ráð fyrir að setjast á hjólið í lok apríl. Þá mun hann hjóla 140-160 km daglega og því fara 7-8 sinnum daglega hringinn sem hann hleypur nú.

Stefnir á þrefalt heimsmet

Heimsmetatilraunin hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðlar og hafa m.a. FOX News og NBC fjallað um hana og hundruð fréttastöðvar tóku fréttina upp þaðan. Jón Eggert segir líka gott fyrir Wheel Heroes, sjóð sem aðstoðar foreldra fatlaðra barna við kaup á reiðhjólum, að fá athyglina. En hann er að safna fyrir Wheel heroes með heimsmetatilrauninni. 

Jón Eggert í sundgallanum.
Jón Eggert í sundgallanum. Ljósmynd/Pamela Perez

Jón Eggert gerir ráð fyrir að klára kílómetrana 5.152 sem hann hjólar í lok júlí og að því loknu tekur sundið við og þar vonast hann til að ná hvorki meira né minna en þreföldu heimsmeti.

„Ég er ekki búin að fá grænt ljós á það, en Guinness er að skoða þetta,“ segir hann. „Ef allt gengur hins vegar vel og þeir gefa grænt ljós, þá verða þetta þrjár heimsmetatilraunir  - lengsta þríþrautin og svo heimsmet í 100 km og 200 km skriðsundi, þar sem það hefur enginn ennþá skráð 100 km skriðsund.“ Gangi allt eftir gæti Jón Eggert þar með staðið upp í lok sumars sem þrefaldur heimsmetshafi.

Hægt er að fylgjast með heimsmetstilrauninni á bloggsíðu Jóns Eggerts.

mbl.is

Innlent »

Ekki gaman að vera strá í þjóðgarðinum

18:32 „Við getum sagt að það sé ekki gaman að vera strá í Vatnajökulsþjóðgarði,“ segir Snorri Baldursson, sem ritstýrði tilnefningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. „Það getur átt von á jökulhlaupi, öskugosi, því að skriðjökull eða hraun valti yfir það.“ Meira »

Brugðið á leik í Árbæjarsafni

18:30 Boðið var upp á fjöruga og skemmtilega leiki í veðurblíðunni á torgi Árbæjarsafns í dag, á síðasta degi Barnamenningarhátíðar. Meira »

„Algjörlega á ábyrgð eigendanna“

18:30 Vítavert sinnuleysi og vanræksla eigenda hússins við Óðinsgötu, þar sem eldur kom upp í gær, hefur stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu. Þetta segir Magnús Þór Þorbergsson, íbúi við Óðinsgötu, sem vakið hafði athygli á ástandi hússins áður en bruninn varð. Meira »

Íris efst á lista Fyrir Heimaey

17:40 Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði var samþykktur einróma á fundi félagsins í dag, en listinn var kynntur í Eyjum klukkan 17. Meira »

Kennarar í ljósmóðurfræði harma ástandið

17:29 Kennarar í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands harma stöðuna sem er uppi vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og standa þétt að baki ljósmæðrum, mæðrum og feðrum sem heyja kjarabaráttuna og hafa látið í sér heyra. Meira »

Grillið tekið fram á Veðurstofunni

17:16 „Er ekki komið sumar þegar vaktin byrjar að grilla?“ segir við ljósmynd sem birtist á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands í dag. Veðurfræðingur á vakt, Helga Ívarsdóttir, segir sumarið vissulega formlega komið enda hafi sumardagurinn fyrsti verið á fimmtudaginn. Meira »

Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi

16:16 Eftirlitsmyndavélar sem greina númeraplötur verða settar upp á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind í Kópavogi á næstu vikum. Myndavélarnar munu greina allar aðkomur inn í Kópavog austan við Reykjanesbraut, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Meira »

Sameiginleg framboð til skoðunar

16:52 Miðflokkurinn mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í öllum stærri sveitarfélögum landsins. Hvar boðið verður fram er þó ekki endanlega ákveðið, en til skoðunar er að bjóða fram sameiginlega með öðrum framboðum eða flokkum á nokkrum stöðum. Meira »

Plokka 4.000 kílómetra á degi jarðar

16:00 Áhugahópurinn Plokk á Íslandi stendur í dag fyrir viðburði á degi jarðar, 22. apríl, þar sem allir ætla að fara út og plokka það sem nemur einum kílómetra. Um 4.500 manns eru í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi og því má ætla að hópurinn muni skila „fjögur þúsund kílómetra hreinum streng til samfélagsins“, að því er segir í tilkynningu. Meira »

Viðvörunarkerfi Hagaskóla fór í gang

15:47 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti gróðureldum á sitthvorum staðnum um hálfþrjúleytið í dag.  Meira »

Kynnti nýja aðferð í stjórnmálunum

15:27 „Miðflokkurinn er ekki í vandamálabransanum, heldur í lausnabransanum,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Landsþingi flokksins í dag. Sigmundur var endurkjörinn formaður flokksins á þinginu í gær. Meira »

Tónleikasalur á heimsmælikvarða

14:59 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut nýverið virt byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology. Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. Meira »

Fíknin yfirtók allt

14:30 Þegar Kristín var komin á botninn og búin að fara í sautján meðferðir, liggja í dái í mánuð og búa við hrylling fíknarinnar í langan tíma ákvað hún að deyja. Kristín ákvað að reyna enn einu sinni að brjótast úr heimi neyslunnar og er edrú í dag. Einn dag í einu. Meira »

Spásserað um heilabúið

13:25 „Það er erfitt að flokka þessa bók; það er hryllingur þarna en þetta er samt ekki dæmigerð hryllingssaga með ofbeldi, blóðbaði og slíku. Sagan er líka bókmenntaleg og það talsvert af heimspeki í henni; hún fjallar um hugmyndir sem ég hef áhuga á og vekja hjá mér ugg.“ Meira »

Von á tillögum til úrbóta í sumar

12:19 Tillögur frá menntamálaráðuneytinu til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða væntanlega birtar með haustinu, en ráðherra fær fyrstu drög í byrjun júní. Hún segir stefnt að því að virðisaukaskattur af áskriftum verði samræmdur og gert sé ráð fyrir talsverðum fjármunum til að takast á við þetta á tekjuhlið fjármálaáætlunnar. Meira »

Þröngar götur slökkviliðinu til ama

13:36 „Þetta eru krúttlegar götur í miðborginni og ef menn leggja ekki rétt þá geta þær orðið ansi þröngar,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en bílar slökkviliðsins lentu í vandræðum á leið sinni að húsi í Óðinsgötu þar sem eldur kom upp í gærkvöldi. Meira »

Stefnuræða Sigmundar í beinni

13:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á Landsfundi Miðflokkins sem fram fer í Hörpu í dag. Hægt er að fylgjast með ræðunni í beinni útsendingu á vef mbl.is. Meira »

Launaliðurinn til sæmræmis við launalið annarra samninga

11:39 Launaliður kjarasamnings við ríkið, sem Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum skrifuðu undir í gærkvöldi, er til samræmis við launalið þeirra kjarasamninga sem stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skrifað undir síðustu mánuði. Samningstíminn er stuttur eða út mars 2019. Meira »
Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...
Til leigu nýtt 295 fm atvinnuhúsnæði
Til leigu
Til leigu NÝTT 295 fm atvinnuhúsnæði ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...