Isavia efast um réttmæti friðunar

Elsta flugskýlið í Reykjavík er frá stríðsárunum. Við hliðina er …
Elsta flugskýlið í Reykjavík er frá stríðsárunum. Við hliðina er gamli flugturninn sem er friðaður. mbl.is/Árni Sæberg

Isavia hefur efasemdir um tillögu Minjastofnunar um að elsta flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli, flugskýli 1, verði friðlýst. Borgaryfirvöld hafa aftur á móti fallist á hugmyndina.

Í bréfi sem Isavia sendi Minjastofnun í mars, og Morgunblaðið hefur fengið afrit af, eru efasemdirnar reifaðar í fimm liðum. Í fyrsta lagi er bent á að skýlið sé án lóðarréttinda. Isavia hafi samkvæmt samningi rétt til að rífa það og fjarlægja. Friðlýsing, sem fæli í sér að byggingin yrði ekki fjarlægð, jafnist því á við eignarnám og yrði að meðhöndla sem slíkt.

Í öðru lagi skorti upplýsingar um það hvort Minjastofnun hafi haft samráð við skipulagsyfirvöld á svæðinu. Þá sé friðlýsingin ekki í samræmi við framtíðarskipulag á reitnum þar sem ekki sé gert ráð fyrir starfsemi í skipulaginu þar sem byggingin nýtist. Í fjórða lagi sé búið að breyta skýlinu talsvert og það sé ekki í upphaflegu horfi nema að hluta. Loks séu fleiri flugskýli á Reykjavíkurflugvelli sem ætla megi að séu nær því að vera í upphaflegri mynd eins og t.d. skýli 3 og síðan gamalt skýli sem var flutt og endurreist að Hnjóti, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert