Liturinn fælir Einhverfusamtökin frá

Sagrada Familia kirkjan í Barcelona lýst upp í bláum lit …
Sagrada Familia kirkjan í Barcelona lýst upp í bláum lit á degi einhverfra 2. apríl síðastliðinn. AFP

Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að samtökin hafi aldrei tekið þátt í átakinu Bláum apríl því að þau tengi litinn við bandarísku samtökin Autism speaks.

Þau samtök eru með herferðina „Light it up blue“ á alþjóðavísu en hafa verið gagnrýnd fyrir viðhorf sitt til einhverfra á síðustu árum.

„Við erum ekki að gagnrýna starfsemi Blás apríls, þau eru með mjög flott starf, halda flott námskeið og hafa gert frábær myndbönd og það er allt gott um það að segja. En innan okkar samtaka er töluverður hópur af fullorðnu einhverfu fólki sem tengir bláa litinn við Autism speaks. Þegar Blár apríl var stofnaður á sínum tíma á Íslandi, fólst fyrsta herferðin sem þau fóru í á alþjóðlegum degi einhverfra, í því að biðja fyrirtæki um að lýsa sig upp í bláum lit,“ segir Sigrún en slíkt er hluti af átaki Autism speaks á erlendri grundu. Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Blás apríls, segir að engin tenging sé á milli Blás apríls hérlendis og samtakanna Autism speaks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert