Tollar á ís, franskar og pizzur frá Evrópu lækkar 1. maí

Tollkvótar á ýmsum kjötvörum munu stækka 1. mái næstkomandi.
Tollkvótar á ýmsum kjötvörum munu stækka 1. mái næstkomandi. mbl.is/Golli

Tollar á hinum ýmsu matvælum frá Evrópusambandinu munu lækka þann 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins tekur gildi.

Í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda eru tekin dæmi um nokkra vöruflokka sem falla niður og tvo sem lækka verulega. Hámarkstollur á franskar kartöflur lækka úr 76% í 46%. Þá mun einnig tollur á ís og frostpinna lækka mikið, eða úr 30% í 18%. Það er líka magntollur á ís sem lækkar úr 110 krónur á kíló í 66 krónur á kíló. Þá verður magntollur á pizzur einnig felldur niður.

Í gegnum tíðina hefur tollurinn á franskar verið umdeildur og höfðuðu Innnes og Hagar mál gegn ríkinu á grundvelli þess að fyrirtækin töldu tollinn stangast á við við ákvæði stjórn­arskrár og grund­vall­ar­regl­ur stjórn­skip­un­ar- og skatta­rétt­ar. Fyrirtækin töpuðu þó málinu fyrir Hæstarétti í janúar síðastliðinn, en tollurinn verður talsvert lægri en áður þann 1. maí.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að búast má við því að þessar breytingar munu skila lægri verðlagningu, þó munu sumir vöruflokkar lækka meira en aðrir. Ólafur hvetur félagsmenn samtakana til þess að skila tollalækkununum til neytenda.

Opnar á frekari innflutning

Tollasamningurinn við Evrópusambandið gerir ráð fyrir stærri tollkvóta kjötvara og osta. Þá mun tollkvóti nautakjöts fara úr 100 tonnum í 696 tonn, tollkvóti svínakjöts úr 200 tonnum í 700 tonn, alifuglakjöts úr 200 tonnum í 1056 tonn og osta úr 100 tonnum í 380 tonn.

Ólafur telur þessa auknu tollakvóta bjóða hóflega samkeppni sem hvetur íslenskan landbúnað til þess að gera betur hvað varðar verð og vöruúrval.

Vilja segja upp samningnum

Ekki er þó allir sáttir við samningin, en þingflokkur Miðflokksins lagði fram á dögunum þingsályktunartillögu þess efnis að tollasamningnum verði sagt upp og samið verði upp á nýtt. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði við mbl.is á þriðjudag að íslenskur landbúnaður væri ekki samkeppnishæfur vegna íslenskra aðstæðna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert