Hætt kominn er báturinn sökk
Sigurður Hjaltested var hætt kominn í gær þegar bátur hans sökk úti fyrir ströndum bæjarins Mehamn í norðurhluta Noregs í gærkvöldi. Sigurður hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 og á norska konu.
„Ég var nú ekki nema nokkur hundruð metra frá landi, en um það bil tvær og hálfa mílu frá höfn,“ segir Sigurður. Skyndilega kom stór alda aftan á bátinn. Svo þung var aldan að báturinn fór niður fyrir sjóraufarnar, sem eiga að hleypa vatni út úr bátnum. Þar með var voðinn vís.
Sigurður hafði samband við Kjartan Jóhannsson, félaga sinn, sem einnig er búsettur í Noregi og hann hringdi eftir aðstoð björgunarskips, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum síðar. „Fimm mínútum eftir að ég hafði samband við Kjartan var báturinn á leiðinni niður,“ segir Sigurður, sem flaut ií sjónum í björgunarhring er björgunarbáturinn kom á vettvang.
Hann segir fínasta veður hafa verið í gær, en straumhart er á svæðinu við Kinnarodden, nyrsta odda meginlands Evrópu. „En veðrið er mjög svipað og hér heima þó það sé kannski aðeins meira frost, ef eitthvað er. Það kemur meira myrkur hérna á veturna, en á sumrin er sól 24 tíma sólarhringsins.“
Bátinn, sem nú hvílir á hafsbotni, notaði Sigurður til veiða og hafði atvinnu af. Sigurður segir bátinn tryggðan og uppákoman ætti því ekki að hafa mikil áhrif á hann. „Þetta er ekkert flókið. Nú er það bara að leita sér að nýjum bát,“ segir hann, hvergi banginn.
Innlent »
- Sigurður í fjögurra vikna farbann
- Þyrlan flutti vélsleðamanninn á spítala
- Sverðaglamur á Kjalarnesi
- Utanríkisráðherra ræddi Brexit við Davis
- Sleppur við 18 milljóna króna sekt
- Opinberar gjá milli íbúa og stjórnsýslu
- Tómas leiðir Miðflokkinn í Árborg
- Vill fá svör um aðkomu Vesturverks
- Norræna húsið fær 10 milljóna kr. styrk í endurbætur
- Minna aðhald en engin vá fyrir dyrum
- Skapa þarf sátt um einföldun kerfisins
- Köttur olli rafmagnsleysi á Þorlákshöfn
- Útkall vegna vélsleðaslyss
- Framboðslisti VG og óháðra í Skagafirði
- Leigubílstjórinn gaf sig fram
- Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn
- Ríkisútvarpið fari af fjárlögum
- Pilturinn er kominn fram
- Ákærður fyrir stórfellda kannabisræktun
- Vill leggja niður bílanefnd ríksins
- Mæla með miðlægri skrá um sykursýki
- Allt að 9 mánaða bið eftir sálfræðingi
- Bíða gagna að utan vegna krufningar
- Samningaviðræður standa ekki til
- Milljarðaávinningur af starfsemi VIRK
- Enginn myndi keyra, bara hlaupa
- Fannst látinn í sjónum
- Frjáls með framsókn kynnir lista
- Helmingur kvenna með háskólapróf
- Gluggaviðgerðum lýkur í Skálholti
- Hraðleit eins árs í Keflavík
- Sá látni var ekki í bílbelti
- Akstursbann við Dettifoss
- Norðaustankaldi og súld
- Svaðilför Grímkels
- Óvelkominn en lét ekki segjast
- Segist koma heim fljótlega
- Bæta þarf mönnun
- Veiðin undir varúðarmörkum
- Ekki tekjutengt í Vestmannaeyjum
- Auglýst eftir prestum
- Fjögur gæðaverkefni hlutu styrk
- Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife
Fimmtudagur, 19.4.2018
- Björguðu ketti í Reykjavíkurtjörn
- Rafmagn komið á í Þorlákshöfn
- Rafmagnslaust í Þorlákshöfn
- Tæpar 15 milljónir í ferðakostnað
- Með þeim stærri í Evrópu
- Fimm sveitarfélög verða að fjórum
- Fær borgað fyrir að ferðast um heiminn
- Ashkenazy hlaut fálkaorðuna
- Vilja ekki borga skólagjöld karla
- Einlægur áhugi skiptir máli
- Grunur um að Sindri sé á Spáni
- Andrésar Andar-leikarnir í 43. sinn
- Hreyfillinn ekki notaður á Íslandi

- Fjölskyldufaðir á flótta
- Þakkar pípu og ákavíti langlífið
- Fannst látinn í sjónum
- Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife
- Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn
- Leigubílstjórinn gaf sig fram
- Sigurður í fjögurra vikna farbann
- Sá látni var ekki í bílbelti
- Eldsupptök í rafmagnstenglum
- Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser