Yfir 900 kærur á Blönduósi í mars

Lögreglan á Blönduósi hefur haft nóg að gera við að …
Lögreglan á Blönduósi hefur haft nóg að gera við að hemja hratt farandi ökumenn. mbl.is/Jón Sigurðsson

Lögreglan á Blönduósi var iðin við að stöðva ökumenn fyrir umferðarlagabrot í síðasta mánuði.

„Það er búið að vera alveg hrikalega mikið að gera og yfir 900 kærur í marsmánuði. Það eru um 30 á dag,“ segir Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort eitthvert sérstakt átak standi yfir hjá lögreglunni segir hann svo ekki vera. „Við erum náttúrlega með sérstaka umferðardeild sem er að sinna báðum sýslunum í umdæminu. Svo eru lögreglumenn bara mjög duglegir við hraðamælingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert