Bíða gagna að utan vegna krufningar

Lögregla bíður nú gagna að utan.
Lögregla bíður nú gagna að utan. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á máli manns sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana  á bæ hans í uppsveitum Árnessýslu er enn í fullum gangi. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir rannsóknina enn í gangi, en auk þess sé lögregla að bíða gagna erlendis frá, m.a. vegna krufningar.

Lands­rétt­ur staðfesti  í síðustu viku úr­sk­urð Héraðsdóms Suður­lands sem úr­sk­urðaði manninn í gæslu­v­arðhald til mánu­dags­ins 7. maí.

„Ég á von á að þetta gangi fljótt og vel fyrir sig þegar að gögnin koma til landsins og að málið verði sent héraðssaksóknara á næstu vikum,“ segir Elís og kveður manninn sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert