Íbúar í Vogahverfi steyptu laup af húsi

Hrafnar tíndu sprek og glitrandi rusl í laupinn, sem getur …
Hrafnar tíndu sprek og glitrandi rusl í laupinn, sem getur orðið ferleg smíð. Staðarvalið féll þó ekki í kramið hjá nágrönnunum.

Hrafnar voru farnir að tína sprek og glys í laup ofan á stalli á þríbýlishúsi í Vogahverfinu í Reykjavík, beint fyrir ofan svalir einnar íbúðarinnar, en Morgunblaðinu barst ábending þess efnis með mynd.

„Hrafnar hafa orpið á mannvirkjum nokkuð lengi, en oftast á mannlausum mannvirkjum. Það geta verið óþrif og læti af því að vera með laup nálægt heimili sínu. En þetta er bara viðhorf, sumum finnst gaman að hafa hann í návígi og fylgjast með fuglunum en öðrum finnst það óþægilegt,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um hrafna í byggð í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir æ algengara að hrafnar komi sér fyrir í byggð, á mannvirkjum og í trjákrónum, en öruggum náttúrulegum varpstöðum þeirra hafi fækkað og kjörlendi þeirra sé að færast í byggðina þar sem oft sé meira æti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert