Leik- og grunnskóli saman

Niðurrif gamla Kársnesskóla verður lokið í september.
Niðurrif gamla Kársnesskóla verður lokið í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kópavogsbær ætlar að reisa samrekinn leik- og grunnskóla upp í 4. bekk við Skólagerði í Kópavogi í staðinn fyrir skólabyggingu Kársnesskóla sem þar hefur staðið allt frá árinu 1957.

Til stendur að rífa bygginguna sem þar stendur eftir að mikil mygla fannst í byrjun árs 2017. Ákvörðun um niðurrif var tekin í ágúst í fyrra. Á vef Kópavogsbæjar kemur fram að hönnun og bygging verði boðin út á næstu vikum.

„Starfshópur skipaður fulltrúum nemenda, skólans, stjórnsýslunnar og flokka í bæjarstjórn Kópavogs leggur til að ný bygging verði sveigjanleg þannig að hægt verði að breyta húsnæðinu með fyrirhafnarlitlum hætti í takt við breytingar á starfinu. Þá taki hönnun byggingarinnar mið af áherslu á útinám og auðvelt sé að byggja við hana ef íbúaþróun á Kársnesi kallar á það,“ segir enn fremur á vef bæjarfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert