Hafnar því að stöðva framkvæmdirnar

Hægt er að kæra framkvæmdir í hinum forna Víkurkirkjugarði síðar.
Hægt er að kæra framkvæmdir í hinum forna Víkurkirkjugarði síðar.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda um stöðvun framkvæmda í hinum forna Víkurgarði, á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Efnisatriði kæranna eru áfram til meðferðar hjá nefndinni.

Breytingar á deiliskipulagi Kvosarinnar, á svokölluðum Landsímareit, tóku gildi í byrjun árs eftir samþykkt borgarstjórnar og nefnda. Þar er gert ráð fyrir hóteli.

Sóknarnefnd Dómkirkjunnar kærði ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur þar sem lagt var til að deiliskipulagið yrði samþykkt og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Sama gerði félagið Kvosin.

Bæði félögin fóru fram á það við úrskurðarnefndina að framkvæmdir í hinum forna Víkurkirkjugarði yrðu stöðvaðar til bráðabirgða, á meðan málið væri til meðferðar hjá nefndinni. Formaður úrskurðarnefndarinnar hafnaði stöðvunarkröfunni í úrskurði, meðal annars vegna þess að gildistaka deiliskipulags fæli ekki í sér heimildir til að hefja framkvæmdir. Til þess þyrfti að koma sérstök stjórnvaldsákvörðun sem kæranleg er til nefndarinnar og útgáfa byggingar- eða framkvæmdaleyfis. Því væri ekki knýjandi nauðsyn að fallast á kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert