Hland og klósettpappír í heimreiðinni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Birkir Fanndal

„Þetta er nú kannski minna heldur en að koma að mannaskít en þetta er nú samt ekki þrifalegt,“ segir Helgi Laxdal sem kom að hlandpolli og klósettpappír í afleggjaranum að heimili sínu að Túnsbergi á Svalbarðaströnd í vikunni.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist á þessum slóðum. Þetta hefur gerst áður á afleggjurum hérna í grenndinni að fólk hefur komið að mannaskít og klósettpappírsvöndlum.“

Hann segist vonast til þess að umferð um svæðið minnki með Vaðlaheiðargöngunum. Vandamálið segir hann þó vera spurningu um upplýsingagjöf og merkingar fyrir ferðamenn. Hann segir þó ekki endilega víst að þetta hafi verið ferðamenn. „Það er misjafn sauður í mörgu fé.“

„En svo lengi sem við erum að gera svona mikið út á ferðamennsku þá finnst mér að það mætti vera með auglýst og vel merkt ferðasalerni meðfram helstu ferðamannaleiðum. Maður skilur ekki alveg af hverju það er ekki búið ennþá.“

Hann heldur að flestir myndu velja salerni fram yfir hagann. „Ég held að það sé frekar lógískt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert