Stuðningsfulltrúi áfram í varðhaldi

Gæsluvarðhaldið yfir verið framlengt um fjórar vikur.
Gæsluvarðhaldið yfir verið framlengt um fjórar vikur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Þetta staðfestir Guðrún Sveinsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti héraðssaksóknara.

Gæsluvarðhald yfir manninum átti að renna út í dag.

Maðurinn neitaði í morgun sök í málinu þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. 

Fram hef­ur komið, að lög­regl­an hef­ur haft til rann­sókn­ar mál þar sem maður­inn er grunaður um kyn­ferðis­brot gegn sjö ein­stak­ling­um, sem varðað geta allt að 16 ára fang­elsi. Hann var ákærður 13. apríl vegna meintra brota gegn fimm ein­stak­ling­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert