Álag og áföll eru hluti af lífinu

Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að ...
Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að það kemst ekki í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nær helmingur þátttakenda í doktorsrannsókn Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, heimilislæknis, reyndist fjölveikur. Það er, þjáist af tveimur eða fleiri langvinnum sjúkdómum. Sterk tengsl voru á milli líkamalegra og andlegra veikinda en annars voru mynstur sjúkdómanna mjög ólík.

Margrét vann verkefnið sína meðal íbúa í Norður-Þrændalögum í Noregi en öllum íbúum í fylkinu á aldrinum 20-79 ára var boðið að taka þátt. Um faraldsfræðilega rannsókn með vísan til streituþátta var að ræða en rannsóknin hefur verið gerð reglulega undanfarin fjörtíu ár. Um er að ræða stóran opinn spurningarlista sem er sendur til fólks auk þess sem það fer í blóðrannsóknir.

Margrét segir að rannsóknin sýni að 42% íbúanna glími við fjölveiki. Þetta er svipað hlutfall og annars staðar þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar. Að vísu hafi hlutfallið verið heldur lægra á Íslandi í rannsókn sem gerð var hér á landi en sú rannsókn náði til allra aldurshópa, það er bæði fullorðinna og barna.

Í rannsókn Margrétar eru tengsl milli upplifunar í æsku og fjölveikinda á fullorðinsárum sterk og voru fjölveikindin algengari samfara erfiðri upplifun í æsku.

Svipað samband fannst milli tilvistarvanda á fullorðinsárum og þróunar fjölveikinda. Það voru marktæk tengsl milli flestra þátta tilvistarvandans og þróunar fjölveikinda, en þau voru algengari eftir því sem tilvistarvandinn varð fjölþættari.

Álag, sem er meira en einstaklingur þolir eða telur sig þola, hefur áhrif á hormónakerfi og eins innkirtlakerfi og taugakerfi viðkomandi, segir Margrét. Smám saman hefur þetta áhrif á þróun sjúkdóma en þegar einstakir sjúkdómar voru skoðaðir sáust sömu tengsl í tilviki 19 sjúkdóma af 21 sem var skoðaður.

Hún segir að það sé aðeins misjafnt á milli rannsókna hvort fjölveikindi séu algengari meðal kvenna eða karla en margar þeirra sýni að slík veikindi séu  algengari meðal kvenna og það var niðurstaða rannsóknar Margrétar. Eðli málsins samkvæmt eru fjölveikindi algengari meðal eldra fólks en yngra.

Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilslæknir.
Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilslæknir.

„En þeir hópar sem við horfðum sérstaklega til voru hópar yngra fólks sem var komið með fjölveikindi og hvort áföll væru að spila þar inn í,“ segir Margrét.

Niðurstaðan var sú að þeir sem upplifðu mjög erfiða æsku voru að meðaltali lágvaxnari, með stærra mitti og hærri líkamsþyngdarstuðul. Eins voru þeir með hraðari hvíldarhjartslátt og lægri blóðþrýsting en þeir sem upplifðu mjög góða æsku.

Niðurstöðurnar benda til tengsla milli erfiðra aðstæðna, bæði í barnæsku og á fullorðins árum, og fjölveikinda seinna á ævinni. Tengslin verða sterkari við aukna erfiðleika hvort sem það er erfiðari upplifun á barnsæsku eða fjölþættari tilvistarvandi á fullorðinsárum, segir meðal annars í doktorsverkefni Margrétar, Multimorbidity in the Norwegian HUNT popluation - An epidemiological study with reference to the concept allostatic load.

„Þetta er leyndur vandi sem læknavísindin hafa ekki einbeitt sér sérstaklega að á undanförnum árum. Sem betur fer er að aukast að áhersla sé lögð á áhrif áfalla og streitu í barnæsku á heilsufar síðar á lífsleiðinni.“ segir Margrét.

Margrét segir mikilvægt að kenna fólki rétt bjargráð í stað þess að fólk geri eins og það hefur jafnvel gert í barnæsku sem getur þýtt að fólk fari út í lífið með bjargráð sem ekki gera þeim gott til lengri tíma litið.

Hún segir áföllin af ýmsum toga og áður hafi aðallega verið horft til áfalla eins og kynferðislegs ofbeldis, vanrækslu og annars konar ofbeldis en í hennar rannsókn sé meira horft á upplifun einstaklingsins. Það þurfi ekki vera um eitthvað fyrirfram skilgreint áfall að ræða heldur það hvernig einstaklingur upplifir hlutina enda er það þín upplifun sem hefur áhrif á þinn heila. Kannski eitthvað sem þú upplifir sem áfall en ekki einhver annar, segir Margrét.

Mikilvægt að grípa inn strax

Nýjar rannsóknir sýna að andleg líðan ungra stúlkna hefur versnað til muna á síðustu árum og margar þeirra glíma við kvíða. Margrét segir að þetta sýni mikilvægi þess að grípa strax inn hjá ungu fólki.

Getty Images

„Þetta er eitthvað sem verður að nálgast á lýðheilsugrundvelli. Meðal annars með seigluþjálfun. Að fólk geri sér grein fyrir að það kemst ekki í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum en læri heilbrigð bjargráð sem geti komið þeim í gegnum erfiðleikana án þess að áföllin valdi streitu sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þetta er eitthvað sem allt velferðarkerfið verður að sameinast um.“

Margrét segir að þetta sé ekkert sem kemur heimilislæknum á óvart enda stór hluti þeirra sem leita til heimilislækna glíma við fleiri en einn vanda og oft vanda tengda streitu og áföllum og áhrif þeirra á líkamalega heilsu.

„Við erum að sjá mikla vitundarvakning um þessi mál og vonandi verður þessu fylgt markvisst eftir. Að börn verði alin upp við að álag er hluti af lífinu og kenna þeim að takast sem best á við slík áföll,“ segir Margrét en hún er ein þeirra sem heldur erindi á málþingi Geðhjálpar og Virk um konur, geðræna erfiðleika og leiðir til lausna næstkomandi föstudag.

mbl.is

Innlent »

23% notuðu kannabis í rafrettur

08:47 Alls höfðu 23% þeirra sem tóku þátt í könnun SÁÁ á Vogi notað kannabisefni í rafrettur. Könnunin var gerð í lok júlí en mánuði fyrr var þetta hlutfall 13%. Meira »

Þrengt að umferð á Hellisheiði

08:16 Malbikaðar verða báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1 km á milli Litlu kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldur, í dag. Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð til hádegis. Meira »

Ölfusárbrú opnuð á hádegi

07:57 Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum á undan áætlun, að sögn Arons Bjarnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni. Meira »

Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra

07:37 Rúm 42% þátttakenda í könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands.   Meira »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »

Gandálfsmörk og Móðsognismörk

05:30 Götunafnanefnd á vegum borgarráðs hefur komið með tillögur að götuheitum í þremur mismunandi hverfum í Reykjavík, þar á meðal á Hólmsheiði og við Landspítala. Meira »

Brýndi mikilvægið fyrir ráðamönnum

05:30 Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífarstökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »