Álag og áföll eru hluti af lífinu

Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að ...
Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að það kemst ekki í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nær helmingur þátttakenda í doktorsrannsókn Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, heimilislæknis, reyndist fjölveikur. Það er, þjáist af tveimur eða fleiri langvinnum sjúkdómum. Sterk tengsl voru á milli líkamalegra og andlegra veikinda en annars voru mynstur sjúkdómanna mjög ólík.

Margrét vann verkefnið sína meðal íbúa í Norður-Þrændalögum í Noregi en öllum íbúum í fylkinu á aldrinum 20-79 ára var boðið að taka þátt. Um faraldsfræðilega rannsókn með vísan til streituþátta var að ræða en rannsóknin hefur verið gerð reglulega undanfarin fjörtíu ár. Um er að ræða stóran opinn spurningarlista sem er sendur til fólks auk þess sem það fer í blóðrannsóknir.

Margrét segir að rannsóknin sýni að 42% íbúanna glími við fjölveiki. Þetta er svipað hlutfall og annars staðar þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar. Að vísu hafi hlutfallið verið heldur lægra á Íslandi í rannsókn sem gerð var hér á landi en sú rannsókn náði til allra aldurshópa, það er bæði fullorðinna og barna.

Í rannsókn Margrétar eru tengsl milli upplifunar í æsku og fjölveikinda á fullorðinsárum sterk og voru fjölveikindin algengari samfara erfiðri upplifun í æsku.

Svipað samband fannst milli tilvistarvanda á fullorðinsárum og þróunar fjölveikinda. Það voru marktæk tengsl milli flestra þátta tilvistarvandans og þróunar fjölveikinda, en þau voru algengari eftir því sem tilvistarvandinn varð fjölþættari.

Álag, sem er meira en einstaklingur þolir eða telur sig þola, hefur áhrif á hormónakerfi og eins innkirtlakerfi og taugakerfi viðkomandi, segir Margrét. Smám saman hefur þetta áhrif á þróun sjúkdóma en þegar einstakir sjúkdómar voru skoðaðir sáust sömu tengsl í tilviki 19 sjúkdóma af 21 sem var skoðaður.

Hún segir að það sé aðeins misjafnt á milli rannsókna hvort fjölveikindi séu algengari meðal kvenna eða karla en margar þeirra sýni að slík veikindi séu  algengari meðal kvenna og það var niðurstaða rannsóknar Margrétar. Eðli málsins samkvæmt eru fjölveikindi algengari meðal eldra fólks en yngra.

Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilslæknir.
Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilslæknir.

„En þeir hópar sem við horfðum sérstaklega til voru hópar yngra fólks sem var komið með fjölveikindi og hvort áföll væru að spila þar inn í,“ segir Margrét.

Niðurstaðan var sú að þeir sem upplifðu mjög erfiða æsku voru að meðaltali lágvaxnari, með stærra mitti og hærri líkamsþyngdarstuðul. Eins voru þeir með hraðari hvíldarhjartslátt og lægri blóðþrýsting en þeir sem upplifðu mjög góða æsku.

Niðurstöðurnar benda til tengsla milli erfiðra aðstæðna, bæði í barnæsku og á fullorðins árum, og fjölveikinda seinna á ævinni. Tengslin verða sterkari við aukna erfiðleika hvort sem það er erfiðari upplifun á barnsæsku eða fjölþættari tilvistarvandi á fullorðinsárum, segir meðal annars í doktorsverkefni Margrétar, Multimorbidity in the Norwegian HUNT popluation - An epidemiological study with reference to the concept allostatic load.

„Þetta er leyndur vandi sem læknavísindin hafa ekki einbeitt sér sérstaklega að á undanförnum árum. Sem betur fer er að aukast að áhersla sé lögð á áhrif áfalla og streitu í barnæsku á heilsufar síðar á lífsleiðinni.“ segir Margrét.

Margrét segir mikilvægt að kenna fólki rétt bjargráð í stað þess að fólk geri eins og það hefur jafnvel gert í barnæsku sem getur þýtt að fólk fari út í lífið með bjargráð sem ekki gera þeim gott til lengri tíma litið.

Hún segir áföllin af ýmsum toga og áður hafi aðallega verið horft til áfalla eins og kynferðislegs ofbeldis, vanrækslu og annars konar ofbeldis en í hennar rannsókn sé meira horft á upplifun einstaklingsins. Það þurfi ekki vera um eitthvað fyrirfram skilgreint áfall að ræða heldur það hvernig einstaklingur upplifir hlutina enda er það þín upplifun sem hefur áhrif á þinn heila. Kannski eitthvað sem þú upplifir sem áfall en ekki einhver annar, segir Margrét.

Mikilvægt að grípa inn strax

Nýjar rannsóknir sýna að andleg líðan ungra stúlkna hefur versnað til muna á síðustu árum og margar þeirra glíma við kvíða. Margrét segir að þetta sýni mikilvægi þess að grípa strax inn hjá ungu fólki.

Getty Images

„Þetta er eitthvað sem verður að nálgast á lýðheilsugrundvelli. Meðal annars með seigluþjálfun. Að fólk geri sér grein fyrir að það kemst ekki í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum en læri heilbrigð bjargráð sem geti komið þeim í gegnum erfiðleikana án þess að áföllin valdi streitu sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þetta er eitthvað sem allt velferðarkerfið verður að sameinast um.“

Margrét segir að þetta sé ekkert sem kemur heimilislæknum á óvart enda stór hluti þeirra sem leita til heimilislækna glíma við fleiri en einn vanda og oft vanda tengda streitu og áföllum og áhrif þeirra á líkamalega heilsu.

„Við erum að sjá mikla vitundarvakning um þessi mál og vonandi verður þessu fylgt markvisst eftir. Að börn verði alin upp við að álag er hluti af lífinu og kenna þeim að takast sem best á við slík áföll,“ segir Margrét en hún er ein þeirra sem heldur erindi á málþingi Geðhjálpar og Virk um konur, geðræna erfiðleika og leiðir til lausna næstkomandi föstudag.

mbl.is

Innlent »

Veður ætti ekki að hafa áhrif á kjörsókn

Í gær, 23:06 Útlit er fyrir vætusaman kjördag á öllu landinu á morgun, að minnsta kosti framan af degi. „Það er þessi mikla úrkoma á sunnan- og vestanverður landinu í fyrramálið og svo rignir áfram suðvestantil alveg fram á kvöld en styttir upp á Norðvestur- og Norðurlandi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is Meira »

Stofnendur WOW Cyclothon þáðu björgun

Í gær, 22:45 Þátttakendur í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon munu safna áheitum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg, annað árið í röð. Í keppninni, sem verður haldin í sjöunda sinn dagana 26. - 30. júní , hjóla einstaklingar og lið hringinn í kringum Ísland. Meira »

Um 20.000 hafa kosið utan kjörfundar

Í gær, 22:28 Um 20.300 manns hafa kosið utan kjör­fund­ar á land­inu öllu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 13.296 kosið hjá embætt­inu. Í dag kusu 2318 manns í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sem fer fram í versl­un­ar­miðstöðinni Smáralind. Meira »

„Þetta eru ansi langar pípur“

Í gær, 22:06 Tekist var hart á í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík ræddu um þau málefni sem helst hafa verið til umræðu í kosningabaráttunni undanfarnar vikur og mánuði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á morgun. Meira »

75 ára gekk einn á Hvannadalshnúk

Í gær, 21:15 „Þetta er mest tilviljanakenndi hlutur sem ég hef nokkurn tíma lent í,“ segir fjallaleiðsögumaðurinn Sigurður Ragnarsson í samtali við mbl.is, sem varð fyrir óvæntri uppákomu þegar hann rakst á hinn 75 ára Luigi Rampini á Hvannadalshnúk. Meira »

Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning

Í gær, 20:59 Samn­inga­nefnd­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Íslands vegna Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara (FG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing síðdeg­is. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn gildi til 30. júní 2019. Meira »

Mokka fagnar sextíu árum

Í gær, 20:35 Mokka-Kaffi var opnað 24. maí 1958 og átti því 60 ára afmæli í gær. Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldursson stofnuðu staðinn en börnin þeirra sjá að stórum hluta um hann í dag. Meira »

Tífaldur pottur í Eurojackpot í næstu viku

Í gær, 20:16 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Potturinn verður því tífaldur í næstu viku. Fjórir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hver 287 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Ítalíu, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi. Meira »

Heldur einn í ævintýraför

Í gær, 20:05 „Ert þú ekki að fara?“ var það fyrsta sem Kristófer Arnar Einarsson, stuðningsmaður Liverpool, sagði þegar blaðamaður ræddi við hann. Kristófer er „að sjálfsögðu“ á leið til Kiev þar sem Liverpool mætir Real Madríd í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Meira »

Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum

Í gær, 20:04 „Við erum heppin núna þar sem síðast þegar það kom svona mikil úrkoma var svo mikill klaki alls staðar að það urðu flóð hér og þar í borginni,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir óvenjumikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi í nótt og alla helgina. Meira »

Eitt bréf getur svipt fólk lífsviðurværinu

Í gær, 18:35 „Bráðavandi fólks í dag snýr að húsnæði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á opnum fundi sem haldinn var á Hotel Natura í dag. Ragnar Þór og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ræddu húsnæðisvandann og fátækt í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Í gær, 18:29 Sjö flokkar verða með fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir Rúv. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,3 prósenta fylgi og er stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin fær næstmest fylgi samkvæmt könnuninni, eða 26 prósent. Meira »

Allt gert til að börnin tjái sig ekki

Í gær, 18:20 „Við þurfum að ræða hvort sakamálalögin verndi brotaþola nægilega mikið og tryggi réttindi þeirra,“ sagði yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í erindi sínu „Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi“ á ráðstefnu um kynferðisbrot sem haldin var í dag. Meira »

Vilja gera Sigríði að heiðursborgara

Í gær, 18:15 Tillaga hefur verið lögð fram af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óháðum í Skagafirði um að Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar, verði gerð að heiðursborgara sveitarfélagsins fyrir starf sitt að safnamálum og menningarmálum undanfarna þrjá áratugi og brautryðjendastarf við uppbyggingu safnsins. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

Í gær, 18:05 Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Meira »

Sumarlokanir á LSH lengri en í fyrra

Í gær, 17:58 Gera má ráð fyrir að lokanir á deildum Landspítala vegna sumarleyfa verði lengri í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Líkamsleifarnar af Arturi

Í gær, 17:50 Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust undan ströndum Snæfellsness í febrúar séu af Arturi Jarmoszko sem saknað hafði verið frá því í mars í fyrra. Lögreglan telur ekki að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. Meira »

Fimmtán skráningar felldar niður

Í gær, 16:37 Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður lögheimilisskráningar 15 af þeim 18 einstaklingum sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi á stuttu tímabili í vor. Tvær skráningar voru samþykktar, þar af annað málið á grundvelli endurupptökuheimildar, og í einu máli sendi einstaklingur beiðni um leiðréttingu sem var samþykkt. Meira »

Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi

Í gær, 16:27 „Þetta er að mínu mati alveg fjarstæðukennt,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, um áform Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda Guðmundar Andra Ástráðssonar, að vísa máli skjólstæðings síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »
Ráðgjafi - þjónustufulltrúi
Skrifstofustörf
Ráðgjafi Helstu verkefni ráðgjafa o G...
Forstöðumaður hornbrekku
Stjórnunarstörf
Laus staða í Fjallabyggð STAÐA HJÚKRU...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Mannauðsstjóri rykjanesbær
Stjórnunarstörf
Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfé...