Álag og áföll eru hluti af lífinu

Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að ...
Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að það kemst ekki í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nær helmingur þátttakenda í doktorsrannsókn Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, heimilislæknis, reyndist fjölveikur. Það er, þjáist af tveimur eða fleiri langvinnum sjúkdómum. Sterk tengsl voru á milli líkamalegra og andlegra veikinda en annars voru mynstur sjúkdómanna mjög ólík.

Margrét vann verkefnið sína meðal íbúa í Norður-Þrændalögum í Noregi en öllum íbúum í fylkinu á aldrinum 20-79 ára var boðið að taka þátt. Um faraldsfræðilega rannsókn með vísan til streituþátta var að ræða en rannsóknin hefur verið gerð reglulega undanfarin fjörtíu ár. Um er að ræða stóran opinn spurningarlista sem er sendur til fólks auk þess sem það fer í blóðrannsóknir.

Margrét segir að rannsóknin sýni að 42% íbúanna glími við fjölveiki. Þetta er svipað hlutfall og annars staðar þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar. Að vísu hafi hlutfallið verið heldur lægra á Íslandi í rannsókn sem gerð var hér á landi en sú rannsókn náði til allra aldurshópa, það er bæði fullorðinna og barna.

Í rannsókn Margrétar eru tengsl milli upplifunar í æsku og fjölveikinda á fullorðinsárum sterk og voru fjölveikindin algengari samfara erfiðri upplifun í æsku.

Svipað samband fannst milli tilvistarvanda á fullorðinsárum og þróunar fjölveikinda. Það voru marktæk tengsl milli flestra þátta tilvistarvandans og þróunar fjölveikinda, en þau voru algengari eftir því sem tilvistarvandinn varð fjölþættari.

Álag, sem er meira en einstaklingur þolir eða telur sig þola, hefur áhrif á hormónakerfi og eins innkirtlakerfi og taugakerfi viðkomandi, segir Margrét. Smám saman hefur þetta áhrif á þróun sjúkdóma en þegar einstakir sjúkdómar voru skoðaðir sáust sömu tengsl í tilviki 19 sjúkdóma af 21 sem var skoðaður.

Hún segir að það sé aðeins misjafnt á milli rannsókna hvort fjölveikindi séu algengari meðal kvenna eða karla en margar þeirra sýni að slík veikindi séu  algengari meðal kvenna og það var niðurstaða rannsóknar Margrétar. Eðli málsins samkvæmt eru fjölveikindi algengari meðal eldra fólks en yngra.

Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilslæknir.
Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilslæknir.

„En þeir hópar sem við horfðum sérstaklega til voru hópar yngra fólks sem var komið með fjölveikindi og hvort áföll væru að spila þar inn í,“ segir Margrét.

Niðurstaðan var sú að þeir sem upplifðu mjög erfiða æsku voru að meðaltali lágvaxnari, með stærra mitti og hærri líkamsþyngdarstuðul. Eins voru þeir með hraðari hvíldarhjartslátt og lægri blóðþrýsting en þeir sem upplifðu mjög góða æsku.

Niðurstöðurnar benda til tengsla milli erfiðra aðstæðna, bæði í barnæsku og á fullorðins árum, og fjölveikinda seinna á ævinni. Tengslin verða sterkari við aukna erfiðleika hvort sem það er erfiðari upplifun á barnsæsku eða fjölþættari tilvistarvandi á fullorðinsárum, segir meðal annars í doktorsverkefni Margrétar, Multimorbidity in the Norwegian HUNT popluation - An epidemiological study with reference to the concept allostatic load.

„Þetta er leyndur vandi sem læknavísindin hafa ekki einbeitt sér sérstaklega að á undanförnum árum. Sem betur fer er að aukast að áhersla sé lögð á áhrif áfalla og streitu í barnæsku á heilsufar síðar á lífsleiðinni.“ segir Margrét.

Margrét segir mikilvægt að kenna fólki rétt bjargráð í stað þess að fólk geri eins og það hefur jafnvel gert í barnæsku sem getur þýtt að fólk fari út í lífið með bjargráð sem ekki gera þeim gott til lengri tíma litið.

Hún segir áföllin af ýmsum toga og áður hafi aðallega verið horft til áfalla eins og kynferðislegs ofbeldis, vanrækslu og annars konar ofbeldis en í hennar rannsókn sé meira horft á upplifun einstaklingsins. Það þurfi ekki vera um eitthvað fyrirfram skilgreint áfall að ræða heldur það hvernig einstaklingur upplifir hlutina enda er það þín upplifun sem hefur áhrif á þinn heila. Kannski eitthvað sem þú upplifir sem áfall en ekki einhver annar, segir Margrét.

Mikilvægt að grípa inn strax

Nýjar rannsóknir sýna að andleg líðan ungra stúlkna hefur versnað til muna á síðustu árum og margar þeirra glíma við kvíða. Margrét segir að þetta sýni mikilvægi þess að grípa strax inn hjá ungu fólki.

Getty Images

„Þetta er eitthvað sem verður að nálgast á lýðheilsugrundvelli. Meðal annars með seigluþjálfun. Að fólk geri sér grein fyrir að það kemst ekki í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum en læri heilbrigð bjargráð sem geti komið þeim í gegnum erfiðleikana án þess að áföllin valdi streitu sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þetta er eitthvað sem allt velferðarkerfið verður að sameinast um.“

Margrét segir að þetta sé ekkert sem kemur heimilislæknum á óvart enda stór hluti þeirra sem leita til heimilislækna glíma við fleiri en einn vanda og oft vanda tengda streitu og áföllum og áhrif þeirra á líkamalega heilsu.

„Við erum að sjá mikla vitundarvakning um þessi mál og vonandi verður þessu fylgt markvisst eftir. Að börn verði alin upp við að álag er hluti af lífinu og kenna þeim að takast sem best á við slík áföll,“ segir Margrét en hún er ein þeirra sem heldur erindi á málþingi Geðhjálpar og Virk um konur, geðræna erfiðleika og leiðir til lausna næstkomandi föstudag.

mbl.is

Innlent »

„Hættum að plástra kerfið“

14:24 „Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með manneskjum sem vilja fá hjálp og vilja hætta að neyta eiturlyfja en rekast á veggi í kerfinu aftur og aftur og aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag. Meira »

Segja innri endurskoðun störfum hlaðna

13:46 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að fela eigi utanaðkomandi aðila að gera heildarúttekt á bragganum við Nauthólsveg og að falla skuli frá því að láta innri endurskoðun Reykjavíkurborgar annast úttektina, þar sem hún sé önnum kafin við úttekt á Orkuveitunni. Meira »

Telur að lögbannskröfu verði hafnað

13:43 „Ég tel ljóst að henni verði hafnað,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tekna.is, við fyrirspurn mbl.is vegna lögbannskröfu á hendur vefsíðunni tekjur.is. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sagði að ákvörðun um lögbann yrði ekki tekin í dag. Meira »

Óboðinn gestur hreiðraði um sig í sófa

13:32 Óboðinn ölvaður gestur heimsótti heimili í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld og hreiðraði um sig í sófa í stofunni. Húsráðandi var á efri hæð að horfa á sjónvarp þegar hann heyrði umgang á neðri hæðinni. Meira »

Léleg fjármálastjórn aðeins hluti vandans

13:23 Léleg fjármálastjórn Félagsbústaða er aðeins eitt merkið um vondan rekstur og þörf er á róttækum aðgerðum eigi að byggja upp traust milli leigjenda félagslegt húsnæðis í Reykjavík og borgarinnar og stofnana hennar. Meira »

Kröfurnar rúmir 16 milljarðar

13:21 Kröfur í þrotabú danska hluta flugrekstrar Primera Air nema 16,4 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten. Kröfuhafar eru þegar orðnir um 500 talsins. Meira »

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

13:14 Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

„Var fyrst og fremst nörd“

12:55 Athafnarmaðurinn Paul Allen var flókin persóna sem hafði mörg áhugamál, allt frá gítarleik yfir í tækniþróun og rannsóknir á hafsbotni og fornminjum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og vinur Allen ræddi við mbl.is um rannsóknarferðir þeirra víða um heim og hvernig mann Allen hafði að geyma. Meira »

Saka formann framkvæmdaráðs Pírata um trúnaðarbrest

12:51 Sindri Viborg, sem var kjörinn formaður framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins fyrir rúmum tveimur vikum, hefur sagt sig úr ráðinu sem og flokknum. Ásamt honum hafa þrír af tíu fulltrúum framkvæmdaráðsins sagt af sér. Eftir sitja sex fulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúa. Meira »

„Mjög alvarleg orð frá Hæstarétti“

12:23 Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, segir mikilvægt að halda því til haga að Hæstiréttur hafi gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í málum tveggja lögreglumanna. Meira »

Voru að atast í fé eiganda síns

11:58 Tvö mál dýrbíta hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi undanfarna daga, en mbl.is greindi frá því um helgina að hund­ur hafi gengið laus í Ölfusi fyr­ir um viku og drepið þar hóp fjár. Meira »

Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

11:56 Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

11:51 Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

Vill að fatlaðir megi aka á göngugötum

11:43 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til á fundi borgarstjórnar á eftir að handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verði heimilt að aka um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að leggja bílum sínum í bílastæði á göngugötum. Meira »

Meirihlutinn til útlanda í sumarfríinu

11:22 Tæplega 62% landsmanna ferðuðust til útlanda í sumarfríinu í ár, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Er spurningin var fyrst lögð fram fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið. Meira »

Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

10:59 Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir. Meira »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á báti sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »