„Ekki útilokað“ að starfsfólk haldi áfram

Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til ...
Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til baka, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem fundaði með hópnum í gær. mbl.is/Eggert

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fundaði í gær með um tuttugu þjónustufulltrúum sem sagt hafa upp störfum í Hörpu. Hann segir fundinn hafa verið frábæran og að honum hafi heyrst á hópnum að það væri „ekki útilokað“ að uppsagnir verði dregnar til baka, en það velti þó á afstöðu stjórnenda hússins.

„Fyrst og fremst alveg frábær fundur. Þetta er svo flottur og öflugur hópur, mikill mannauður þarna á ferð með reynslu og það er virkilega gaman að setjast niður með fólki sem er tilbúið að standa saman og berjast fyrir réttindum sínum,“ segir Ragnar í samtali við mbl.is.

Ragnar Þór mun funda með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, og fleiri stjórnendum í húsinu á fimmtudaginn. Hann segist vita hvað þurfi að gera til að leysa farsællega úr þessu máli og að hann telji að það geri stjórnendur Hörpu líka. Hann vonast til þess að lending náist.

„En það verður bara að koma í ljós hver afstaða stjórnenda verður,“ segir Ragnar. „Ég veit ekki hverju ég á von á en ég vona að þetta verði lausna- og sáttafundur. Ég held að báðir aðilar hafi hugmyndir um hvað þarf að gera til að leysa þetta. Þetta er nú ekki flókið dæmi.“

Eigendur Hörpu marki stefnu sem sómi er af

Ragnar Þór setur stórt spurningarmerki við þá eigendastefnu ríkisins og borgarinnar sem hann segir að birtist í þessu máli og í öðrum dæmum úr Hörpu, þar sem jafnvel sé stunduð gerviverktaka á meðal sviðs- og tæknimanna.

Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera ...
Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera kosningamál í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Ragnar spyr hvort þetta sé virkilega það sem eigendur hússins vilji kenna sig við.

„Að ríkið og sveitarfélag, í þessu tilfelli borgin, séu að standa fyrir gerviverktöku þar sem fólk er jafnvel ótryggt og síðan koma fram gegn þeim lægst launuðu með þessum hætti, ætti einfaldlega ekki að vera í boði,“ segir Ragnar, sem vill að borgin og ríkið komi fram og „marki eigendastefnu sem sómi sé af.“

Ætti að vera kosningamál

Hann segir málið vera stórt og að mati Ragnars ættu kjaramál starfsmanna í Hörpu að verða að kosningamáli í Reykjavík ef borgaryfirvöld bregðist ekki við með afgerandi hætti og móti eigendastefnu sem tryggi starfsfólki hússins góð kjör.

„Að það sé verið að koma fram við starfsfólk eins og í verstu tilfellunum sem við erum að verða vör við í okkar störfum innan verkalýðshreyfingunnar þá óska ég eftir framboðum sem eru tilbúin að leiðrétta kjör þessa fólks ef borgarstjóri, borgarstjórn og meirihlutinn ætlar ekki að stíga fram í þessu máli og mynda sér einhverja afstöðu.

Eftir höfðinu dansa limirnir og ég geri ráð fyrir því að stjórn Hörpu starfi eftir einhverri eigendastefnu og ef hún er sú að skera niður öll framlög til hússins þannig að það verði ekkert eftir til skiptanna nema rétt til að merja taxtana eða standa í einhverri gerviverktöku, þá er það einfaldlega ekki líðandi okkar megin,“ segir Ragnar og bætir því við að það sé grundvallaratriði að fyrirtæki í eigu ríkisins og borgarinnar séu rekin með sóma og virðingu fyrir þeim sem þar starfa.

mbl.is

Innlent »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »

Boða átak í uppsetningu hleðslustöðva

14:45 Oddvitar Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu kynntu áherslur sínar í umhverfismálum á blaðamannafundi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Þeir boða meðal annars átak í uppbyggingu hleðslustöðva, að sveitarfélögin sniðgangi plast eins og hægt er og valfrelsi í samgöngum. Meira »

Veðurgrínið fór úr böndunum

14:15 „Þetta átti bara að vera smá grín,“ segir Ingþór Ingólfsson í samtali við mbl.is. Gríninu, hræðilegri langtímaveðurspá fyrir Reykjavík, var dreift víða um samfélagsmiðla með tilheyrandi harmakveinum. Meira »

Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

13:45 „Ég hef verið að pressa á að stjórnarfundurinn verði haldinn fyrr til þess að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stjórnarfund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næstkomandi. Uppsagnir 20 þjónustufulltrúa Hörpu taka gildi þann 1. júní. Meira »

„Maður er frjáls í Mosó“

13:20 „Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handboltanum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum. Meira »

Harður árekstur á Selfossi

13:18 Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyrarvegi á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Beita þurfti klippum til að ná ökumönnunum úr bílunum. Meira »

Ítrekað bent á þörf fyrir aukna mönnun

13:16 Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

12:40 Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Svipt forræði vegna vanrækslu

12:11 Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. Meira »

Mosfellsbær hefur haldið sérkennum sínum sem sveit í borg

11:45 Salome Þorkelsdóttir man tímana tvenna úr Mosfellsdalnum. Hún er meðal frumbyggja bæjarins. Fædd í Reykjavík en fluttist í Mosfellsdalinn árið 1948, þá 21 árs og nýgift. Á þeim tíma bjuggu um 600 manns í Mosfellssveit. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

11:36 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Ekki góð staða þegar þyrluna vantar

11:03 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur reynst lögreglunni á Suðurlandi verðmætt tæki í mörgum málum og hefur skipt sköpum í mörgum björgunaraðgerðum að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Það sé því ekki góð staða þegar þyrlan er ekki til taks. Meira »

Mikið byggt en margir vilja byggja meira

10:55 Kjósendum á Seltjarnarnesi standa fjórir valkostir til boða þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugardag, Sjálfstæðisflokkurinn, Fyrir Seltjarnarnes, Viðreisn/Neslisti og Samfylkingin. Meira »

Dæmdur í tvígang fyrir skattsvik

10:51 Sjálfstæður atvinnurekandi í Árnessýslu var fyrir helgi dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum en þetta er í annað skipti á þremur árum sem maðurinn hlýtur refsidóm fyrir brot á skattalögum. Honum er jafnframt gert að greiða 47 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki hægt að græða á HM

10:43 Heimseistaramótið í fótbolta er einn stærsti íþróttaviðburður í heimi. En viðskiptin á bakvið keppnina er líka mjög áhugaverður heimur. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, segir að það sé nánast ómögulegt fyrir ríki að hagnast á keppninni. Meira »

Mosfellsbær vex í allar áttir

09:49 Mikill uppgangur hefur verið í Mosfellsbæ síðustu árin. Þar búa nú rúmlega 10.500 manns, en íbúum hefur fjölgað um 16,9 prósent á kjörtímabilinu, hraðar en í nokkru öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Með barnið í fanginu

09:32 Ökumaður var kærður af lögreglunni á Suðurnesjum um helgina fyrir að aka um og nota ekki öryggisbúnað fyrir 18 mánaða barn sem sat í fangi farþega í bifreiðinni. Meira »

Fljúgandi trampólín skemmdu bíla

09:29 Eitt þeirra mörgu trampólína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Meira »
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Fjögur heilsársdekk undan RAV4 til sölu
Fjögur lítið notuð heilsársdekk til sölu, seljast öll á kr. 30 þúsund. Dekkin er...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Skólastjóri - grunnskólinn á suðureyri
Grunn-/framhaldsskóla
Grunnskólinn á Suðureyri - Skólastjór...