„Ekki útilokað“ að starfsfólk haldi áfram

Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til ...
Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til baka, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem fundaði með hópnum í gær. mbl.is/Eggert

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fundaði í gær með um tuttugu þjónustufulltrúum sem sagt hafa upp störfum í Hörpu. Hann segir fundinn hafa verið frábæran og að honum hafi heyrst á hópnum að það væri „ekki útilokað“ að uppsagnir verði dregnar til baka, en það velti þó á afstöðu stjórnenda hússins.

„Fyrst og fremst alveg frábær fundur. Þetta er svo flottur og öflugur hópur, mikill mannauður þarna á ferð með reynslu og það er virkilega gaman að setjast niður með fólki sem er tilbúið að standa saman og berjast fyrir réttindum sínum,“ segir Ragnar í samtali við mbl.is.

Ragnar Þór mun funda með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, og fleiri stjórnendum í húsinu á fimmtudaginn. Hann segist vita hvað þurfi að gera til að leysa farsællega úr þessu máli og að hann telji að það geri stjórnendur Hörpu líka. Hann vonast til þess að lending náist.

„En það verður bara að koma í ljós hver afstaða stjórnenda verður,“ segir Ragnar. „Ég veit ekki hverju ég á von á en ég vona að þetta verði lausna- og sáttafundur. Ég held að báðir aðilar hafi hugmyndir um hvað þarf að gera til að leysa þetta. Þetta er nú ekki flókið dæmi.“

Eigendur Hörpu marki stefnu sem sómi er af

Ragnar Þór setur stórt spurningarmerki við þá eigendastefnu ríkisins og borgarinnar sem hann segir að birtist í þessu máli og í öðrum dæmum úr Hörpu, þar sem jafnvel sé stunduð gerviverktaka á meðal sviðs- og tæknimanna.

Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera ...
Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera kosningamál í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Ragnar spyr hvort þetta sé virkilega það sem eigendur hússins vilji kenna sig við.

„Að ríkið og sveitarfélag, í þessu tilfelli borgin, séu að standa fyrir gerviverktöku þar sem fólk er jafnvel ótryggt og síðan koma fram gegn þeim lægst launuðu með þessum hætti, ætti einfaldlega ekki að vera í boði,“ segir Ragnar, sem vill að borgin og ríkið komi fram og „marki eigendastefnu sem sómi sé af.“

Ætti að vera kosningamál

Hann segir málið vera stórt og að mati Ragnars ættu kjaramál starfsmanna í Hörpu að verða að kosningamáli í Reykjavík ef borgaryfirvöld bregðist ekki við með afgerandi hætti og móti eigendastefnu sem tryggi starfsfólki hússins góð kjör.

„Að það sé verið að koma fram við starfsfólk eins og í verstu tilfellunum sem við erum að verða vör við í okkar störfum innan verkalýðshreyfingunnar þá óska ég eftir framboðum sem eru tilbúin að leiðrétta kjör þessa fólks ef borgarstjóri, borgarstjórn og meirihlutinn ætlar ekki að stíga fram í þessu máli og mynda sér einhverja afstöðu.

Eftir höfðinu dansa limirnir og ég geri ráð fyrir því að stjórn Hörpu starfi eftir einhverri eigendastefnu og ef hún er sú að skera niður öll framlög til hússins þannig að það verði ekkert eftir til skiptanna nema rétt til að merja taxtana eða standa í einhverri gerviverktöku, þá er það einfaldlega ekki líðandi okkar megin,“ segir Ragnar og bætir því við að það sé grundvallaratriði að fyrirtæki í eigu ríkisins og borgarinnar séu rekin með sóma og virðingu fyrir þeim sem þar starfa.

mbl.is

Innlent »

Minnsta fjölgun ferðamanna síðan 2010

11:40 Fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim nam rúmlega 2,3 milljónum á síðasta ári. Ferðamönnum fjölgaði um 5,5% milli 2017 og 2018 og er þetta minnsta fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 en þá fækkaði ferðamönnum um 1,1% frá árinu áður Meira »

„Dómurinn laug upp á hana“

11:20 Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir svalahandrið í fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi árið 2000, hefur sent póst á alla alþingismenn með ósk um að lögum um meðferð sakamála verði breytt á þann veg að hægt sé að taka málið upp að nýju. Meira »

Flugakademían kaupir Flugskóla Íslands

10:52 Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands og er samanlagður fjöldi nemenda í flugskólunum á fimmta hundrað, að því er segir í fréttatilkynningu. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi skólanna í fyrstu og mun flugkennsla fara fram bæði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

09:20 „Mér þykir þetta þyngra en tárum taki,“ segir Freyr Sigurjónsson flautuleikari í fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá ástæðu þess að hann getur ekki frumflutt flautukonsert Jóns Ásgeirssonar með SÍ í næstu viku. Freyr greindist nýverið með krabbamein og er nú í lyfja- og geislameðferð. Meira »

Göng eða göngubrú yfir Glerárgötu

09:11 Skólaráð Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að farið verið í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Meira »

Misnotaði stöðu sína gegn Aldísi

08:53 Jón Baldvin Hannibalsson notaði sendiráðsbréfsefni og undirritaði bréf sín til íslenskra ráðuneyta sem sendiherra, þar sem hann óskaði eftir því að dóttir hans, Aldís Schram, yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Meira »

Auka á hamingjuna í Mývatnssveit

08:18 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er að láta kanna líðan íbúanna með það fyrir augum að grípa til aðgerða til að auka hamingju þeirra. Sveitarstjórinn segir að margt sé hægt að gera til þess. Meira »

Opinn fyrir að endurskoða iðgjöldin

07:57 Viðtal Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, kveðst opinn fyrir hugmyndum um að endurskoða iðgjöld á almennum markaði. Meira »

Eldsvoði á Ísafirði

07:16 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Meira »

Úrkoma ýmist í föstu eða votu formi

06:57 Í dag má búast við allbreytilegu veðri, en þar sem hlýnar á landinu og hlánar víða við suður- og suðvesturströndina má gera ráð fyrir að úrkoman verði ýmist í föstu og eða votu formi, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Karlar sem hatast við konur

06:55 „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

„Munurinn er móðurtilfinningin“

06:00 „Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Meira »

Ölvaður þjófur handtekinn

05:52 Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meira »

Komin undir 600 milljarða

05:30 Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Meira »

Reikningar verði skoðaðir

05:30 Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fái óháða matsmennn til að sannreyna reikninga sem tilheyra bragganum við Nauthólsveg 100. Meira »

Áhyggjur af hlýnun

05:30 Fólk hugsar meira um umhverfis- og loftslagsmál en það gerði fyrir rúmu ári. „Við sjáum að fólk hefur auknar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á lifnaðarhætti þess. Íslendingar segjast finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi, þeir telja sig vera að upplifa breytingarnar.“ Meira »

Fagna afmæli bjórdagsins með hátíð

05:30 „Það sem við erum fyrsta handverksbrugghús landsins fannst okkur að við ættum að gera eitthvað sniðugt. Þetta verður heljarinnar hátíð enda ber bjórdaginn upp á föstudag,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. Meira »

Hótað og reynt að múta

05:30 Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum afskiptum í einstökum málum. Meira »

Komst í eldflaugaverkefni með NASA

05:30 „Við byrjuðum í þessu verkefni af alvöru haustið 2017 en háskólinn í Ósló hefur unnið að þessu samstarfi við NASA síðustu fjögur ár. Þetta gekk vel og það er vilji til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna Líf Gunnarsdóttir, nemi í geimverkfræði við háskólann í Tromsö í Noregi. Meira »
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...