„Ekki útilokað“ að starfsfólk haldi áfram

Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til ...
Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til baka, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem fundaði með hópnum í gær. mbl.is/Eggert

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fundaði í gær með um tuttugu þjónustufulltrúum sem sagt hafa upp störfum í Hörpu. Hann segir fundinn hafa verið frábæran og að honum hafi heyrst á hópnum að það væri „ekki útilokað“ að uppsagnir verði dregnar til baka, en það velti þó á afstöðu stjórnenda hússins.

„Fyrst og fremst alveg frábær fundur. Þetta er svo flottur og öflugur hópur, mikill mannauður þarna á ferð með reynslu og það er virkilega gaman að setjast niður með fólki sem er tilbúið að standa saman og berjast fyrir réttindum sínum,“ segir Ragnar í samtali við mbl.is.

Ragnar Þór mun funda með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, og fleiri stjórnendum í húsinu á fimmtudaginn. Hann segist vita hvað þurfi að gera til að leysa farsællega úr þessu máli og að hann telji að það geri stjórnendur Hörpu líka. Hann vonast til þess að lending náist.

„En það verður bara að koma í ljós hver afstaða stjórnenda verður,“ segir Ragnar. „Ég veit ekki hverju ég á von á en ég vona að þetta verði lausna- og sáttafundur. Ég held að báðir aðilar hafi hugmyndir um hvað þarf að gera til að leysa þetta. Þetta er nú ekki flókið dæmi.“

Eigendur Hörpu marki stefnu sem sómi er af

Ragnar Þór setur stórt spurningarmerki við þá eigendastefnu ríkisins og borgarinnar sem hann segir að birtist í þessu máli og í öðrum dæmum úr Hörpu, þar sem jafnvel sé stunduð gerviverktaka á meðal sviðs- og tæknimanna.

Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera ...
Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera kosningamál í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Ragnar spyr hvort þetta sé virkilega það sem eigendur hússins vilji kenna sig við.

„Að ríkið og sveitarfélag, í þessu tilfelli borgin, séu að standa fyrir gerviverktöku þar sem fólk er jafnvel ótryggt og síðan koma fram gegn þeim lægst launuðu með þessum hætti, ætti einfaldlega ekki að vera í boði,“ segir Ragnar, sem vill að borgin og ríkið komi fram og „marki eigendastefnu sem sómi sé af.“

Ætti að vera kosningamál

Hann segir málið vera stórt og að mati Ragnars ættu kjaramál starfsmanna í Hörpu að verða að kosningamáli í Reykjavík ef borgaryfirvöld bregðist ekki við með afgerandi hætti og móti eigendastefnu sem tryggi starfsfólki hússins góð kjör.

„Að það sé verið að koma fram við starfsfólk eins og í verstu tilfellunum sem við erum að verða vör við í okkar störfum innan verkalýðshreyfingunnar þá óska ég eftir framboðum sem eru tilbúin að leiðrétta kjör þessa fólks ef borgarstjóri, borgarstjórn og meirihlutinn ætlar ekki að stíga fram í þessu máli og mynda sér einhverja afstöðu.

Eftir höfðinu dansa limirnir og ég geri ráð fyrir því að stjórn Hörpu starfi eftir einhverri eigendastefnu og ef hún er sú að skera niður öll framlög til hússins þannig að það verði ekkert eftir til skiptanna nema rétt til að merja taxtana eða standa í einhverri gerviverktöku, þá er það einfaldlega ekki líðandi okkar megin,“ segir Ragnar og bætir því við að það sé grundvallaratriði að fyrirtæki í eigu ríkisins og borgarinnar séu rekin með sóma og virðingu fyrir þeim sem þar starfa.

mbl.is

Innlent »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »

330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða

11:53 Ráðist verður í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn Félagsbústaða sendi frá sér. Meira »

Hótaði að berja lögregluþjón með kylfu

11:29 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað lögreglumanni líkamsmeiðingum í Grafarvogi í mars í fyrra. Meira »

Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

11:29 Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum. Meira »

Beiðni Stakkbergs rædd í bæjarstjórn

11:13 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun hvorki funda með fulltrúum Stakkbergs ehf. um deiliskipulag United Silkon í dag né á morgun að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Málið verður þó tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar annað kvöld. Meira »

Hrikalegur veruleiki fíkla

10:48 Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Meira »

Stjórn HB Granda fundar í dag

10:42 Stjórn HB Granda, sem hugðist funda síðastliðinn fimmtudag vegna bréfs frá framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, frestaði fundinum. Verður hann þess í stað haldinn í dag, samkvæmt tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni. Meira »

Ari ekki lengur eftirlýstur

10:36 Ari Rún­ars­son, sem alþjóðalög­regl­an Interpol lýsti eftir í síðasta mánuði, er kominn til landsins og því ekki lengur eftirlýstur að sögn Arn­fríðar Gígju Arn­gríms­dótt­ur, aðstoðarsak­sókn­ara hjá embætti héraðssaksóknara. Meira »

Búa lengur á hóteli mömmu

09:02 Karlar búa mun lengur í foreldrahúsum en konur. Fimmtungur fólks á aldrinum 25-29 ára bjó enn í foreldrahúsum árið 2016. Tæp 25% karla og tæp 16% kvenna á þessum aldri. Meira »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Lengsta orð íslenskunnar á ljósmynd

08:18 Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.  Meira »

Mjólk, skyr og mysa í æsku

07:57 Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Meira »

Varðskipið Óðinn í slipp

07:57 Varðskipið Óðinn verður tekið í slipp í Reykjavíkurhöfn í dag en skipið er hluti af safnaeign Sjóminjasafnsins.  Meira »

Framkvæmdir við stækkun stöðvaðar

07:37 „Þetta eru nokkur atriði sem ég þarf að kippa í liðinn,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-hótelkeðjunnar, en Vinnueftirlitið bannaði á föstudag alla vinnu við byggingarframkvæmdir vegna stækkunar á einu hótela keðjunnar, City Park Hótel, Ármúla 5. Meira »
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...