„Ekki útilokað“ að starfsfólk haldi áfram

Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til ...
Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til baka, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem fundaði með hópnum í gær. mbl.is/Eggert

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fundaði í gær með um tuttugu þjónustufulltrúum sem sagt hafa upp störfum í Hörpu. Hann segir fundinn hafa verið frábæran og að honum hafi heyrst á hópnum að það væri „ekki útilokað“ að uppsagnir verði dregnar til baka, en það velti þó á afstöðu stjórnenda hússins.

„Fyrst og fremst alveg frábær fundur. Þetta er svo flottur og öflugur hópur, mikill mannauður þarna á ferð með reynslu og það er virkilega gaman að setjast niður með fólki sem er tilbúið að standa saman og berjast fyrir réttindum sínum,“ segir Ragnar í samtali við mbl.is.

Ragnar Þór mun funda með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, og fleiri stjórnendum í húsinu á fimmtudaginn. Hann segist vita hvað þurfi að gera til að leysa farsællega úr þessu máli og að hann telji að það geri stjórnendur Hörpu líka. Hann vonast til þess að lending náist.

„En það verður bara að koma í ljós hver afstaða stjórnenda verður,“ segir Ragnar. „Ég veit ekki hverju ég á von á en ég vona að þetta verði lausna- og sáttafundur. Ég held að báðir aðilar hafi hugmyndir um hvað þarf að gera til að leysa þetta. Þetta er nú ekki flókið dæmi.“

Eigendur Hörpu marki stefnu sem sómi er af

Ragnar Þór setur stórt spurningarmerki við þá eigendastefnu ríkisins og borgarinnar sem hann segir að birtist í þessu máli og í öðrum dæmum úr Hörpu, þar sem jafnvel sé stunduð gerviverktaka á meðal sviðs- og tæknimanna.

Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera ...
Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera kosningamál í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Ragnar spyr hvort þetta sé virkilega það sem eigendur hússins vilji kenna sig við.

„Að ríkið og sveitarfélag, í þessu tilfelli borgin, séu að standa fyrir gerviverktöku þar sem fólk er jafnvel ótryggt og síðan koma fram gegn þeim lægst launuðu með þessum hætti, ætti einfaldlega ekki að vera í boði,“ segir Ragnar, sem vill að borgin og ríkið komi fram og „marki eigendastefnu sem sómi sé af.“

Ætti að vera kosningamál

Hann segir málið vera stórt og að mati Ragnars ættu kjaramál starfsmanna í Hörpu að verða að kosningamáli í Reykjavík ef borgaryfirvöld bregðist ekki við með afgerandi hætti og móti eigendastefnu sem tryggi starfsfólki hússins góð kjör.

„Að það sé verið að koma fram við starfsfólk eins og í verstu tilfellunum sem við erum að verða vör við í okkar störfum innan verkalýðshreyfingunnar þá óska ég eftir framboðum sem eru tilbúin að leiðrétta kjör þessa fólks ef borgarstjóri, borgarstjórn og meirihlutinn ætlar ekki að stíga fram í þessu máli og mynda sér einhverja afstöðu.

Eftir höfðinu dansa limirnir og ég geri ráð fyrir því að stjórn Hörpu starfi eftir einhverri eigendastefnu og ef hún er sú að skera niður öll framlög til hússins þannig að það verði ekkert eftir til skiptanna nema rétt til að merja taxtana eða standa í einhverri gerviverktöku, þá er það einfaldlega ekki líðandi okkar megin,“ segir Ragnar og bætir því við að það sé grundvallaratriði að fyrirtæki í eigu ríkisins og borgarinnar séu rekin með sóma og virðingu fyrir þeim sem þar starfa.

mbl.is

Innlent »

Innnes hækkar ekki vöruverð

18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar í Sri Lanka óhultir

14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru í Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...