Komin dagsetning á Guðmundar- og Geirfinnsmálið

„Maður hefur verið að bíða eftir þessari dagsetningu. Það hefur verið gert ráð fyrir því í nokkurn tíma að koma málinu á dagskrá Hæstaréttar í september og það virðist hafa tekist,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is en til stendur að endurupptaka málsins fari fram fyrir Hæstarétti 13. september. Bæði ákæruvaldið og verjendur munu fara fram á sýknu í málinu.

Spurður hvort það sé ekki nokkuð sérstakt að báðir aðilar fari fram á sömu niðurstöðu segir Davíð aðstæður óneitanlega óvenjulegar. Hann vilji þó ekki gerast neinn spámaður um það hvaða tökum Hæstiréttur kunni að taka málið. Það verði einfaldlega að koma í ljós. „Nú er bara næsta skref að flytja málið og gera grein fyrir kröfugerð ákæruvaldsins og á hvaða rökum hún er reist og það sama gera verjendur í málinu,“ segir hann.

Síðan verði það einfaldlega Hæstaréttar að taka á málinu. Spurður hvort það verði þá einhverjir til þess að andmæla sýknudómi segir hannað kröfunum sem slíkum verði varla andmælt. Hins vegar gætu verið gerðar einhverjar athugasemdir við eitthvað í kröfugerð hans eða orða hlutina með einhverjum öðrum hætti. „Jafnvel taka einhver sjónarmið inn sem rötuðu ekki í greinargerðina hjá mér enda málið mjög umfangsmikið.“

Dugar ekki til sakfellingar

Þannig sé hægt að nálgast málið á marga mismunandi vegu. „Sjálfsagt mun það koma í ljós að menn kunni að greina að einhverju leyti á um það hvað skipti meginmáli í rökstuðningi fyrir sýknu og það er þá leiðbeinandi fyrir Hæstarétt hvaða röksemdir hann þá telur vega þyngst. Þetta er svo umfangsmikið að það er vel svigrúm til þess að ræða þetta fram og til baka og velta vöngum yfir því ða raunverulega skiptir mestu máli þarna.“

Davíð segist aðspurður ekki hafa séð greinargerð verjenda í málinu. Skila hafi átt þeim í síðasta lagi í dag en veittur hafi verið lengri frestur í einhverjum tilfellum fram í júní. Það virtist hins vegar ekki hafa haft áhrif á þau áform að taka málið fyrir í september. „Ég veit svo sem ekki hvort það eru einhverjir ágreiningspunktar í þessu sem skipta máli,“ segir hann ennfremur. Það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós á síðari stigum.

Spurður um greinargerð hans segir Davíð að hún sé löng og efnismikil og hægt að ræða hana í löngu máli. „Meginatriðið er að ég krefst sýknu af þessum manndrápsliðum í upphaflegu ákærunni. Í stuttu máli er það byggt á því að ný gögn og endurskoðað mat á eldri gögnum geri það að verkum að það hefur ekki tekist að sanna sekt svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa. Það byggist á því að játningar og framburðir eru einu sönnunargögnin og þegar skoðað er ferlið hvernig þessar játningar voru fengnar og framburðirnir þá dugir það bara ekki til sakfellingar. Það er kjarninn í greinargerðinni.“

Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari.
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari. mbl.is/RAX
mbl.is

Innlent »

Hvessir hressilega síðdegis

11:38 Um norðvestanvert landið versnar veður umtalsvert síðdegis þegar vindröst með suðvestanstormi gengur á land. Spáð er 20-25 m/s á fjallvegum Vestfjarða og á Þverárfjalli, en 17-20 á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Meira »

„Það var ekki langt í land“

11:24 „Ég taldi mig vera kominn með góðan grunn til þess að klára kjarasamning,“ segir Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV), í samtali við mbl.is en hann sagði af sér sem formaður í morgun. Meira »

Finnar hamingjusamastir þjóða

11:16 Finnar, Danir, Norðmenn og Íslendingar eru hamingjusamastir í heimi, samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt var í dag í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum. Meira »

Ofbeldisbrot ekki færri síðan í júní 2017

11:14 Hegningarlagabrotum fækkaði töluvert í febrúar miðað við meðfjölda síðastliðna sex og 12 mánuði á undan, en alls voru 536 hegningarlagabrot skráð hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fundurinn bókaður „árangurslaus“

10:52 Fundi Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem hófst klukkan hálftíu í morgun, lauk núna á ellefta tímanum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við mbl.is að fundurinn hafi verið bókaður árangurslaus. Meira »

Frumvarp um neyslurými lagt fram

10:18 Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem kveður á um lagaheimild til að stofna og reka neyslurými hefur verið lagt fram á Alþingi. Meira »

„Ágreiningur um leiðir að sama markmiði“

10:18 „Þetta kom á óvart. Ég hefði viljað sjá hann starfa með okkur áfram en virði hans ákvörðun engu að síður og óska honum velfarnaðar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun Guðbrands Einarssonar, formanns Landssambands íslenskra verzlunarmanna, að segja af sér. Meira »

Mótmæla skerðingu á framlögum í jöfnunarsjóð

10:10 Bæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkt bókun þar sem sveitarfélagið krefst þess að áform um skerðingu tekna jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað. Í bókuninni er áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar, að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 2,8 milljarða á árunum 2020 og 2021, harðlega mótmælt. Meira »

Bílstjórar utan Eflingar aki á föstudag

09:54 „Ég er búinn að vera í þessum atvinnurekstri í yfir 30 ár og tel mig nú alveg vita hverjir mega keyra og hverjir ekki,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. Hann segir hótunartón hafa verið í bréfi sem Efling sendi á hópferðafyrirtæki í gær og er ósammála ýmsu sem þar kemur fram. Meira »

Segir af sér sem formaður

09:15 Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), hefur sagt af sér sem formaður en hann segir verulegan meiningarmun vera á milli hans og forsvarsmanna VR. Meira »

Landsmönnum fjölgaði um 2,4%

09:00 Íbúum á Íslandi fjölgaði um 2,4% á síðasta ári en um áramót voru landsmenn 356.991 og hafði þá fjölgað um 8.541 frá sama tíma árið áður eða um 2,4%. Hlutfallslega var mest fjölgun á Suðurnesjum eða 5,2%. Aftur á móti fækkar íbúum á Norðurlandi eystra. Meira »

Vetrarfærð á Vesturlandi

08:21 Vetrarfærð og éljagangur víðast hvar á vestan- og norðanverðu landinu og frekar hvasst, segir í færslu Vegagerðarinnar á Twitter. Meira »

Íslenskt prjónafólk fjölmennir til Edinborgar

08:18 Nærri 400 manns frá Íslandi – að stærstum hluta konur – eru nú komin til Skotlands á prjónahátíðina Edinburgh Yarn Festival . Um 3.000 manns taka þátt í hátíðinni sem haldin er árlega. Meira »

Bíður eftir hjartaaðgerð

07:57 Hjartaaðgerð sem Rósa Poulsen, bóndi í Biskupstungum, þarf að gangast undir á Landspítalanum hefur verið frestað þrisvar á rúmum mánuði. Meira »

Virtu ekki lokanir og rétt sluppu við snjóflóð

07:48 Tveir erlendir ferðamenn leituðu eftir aðstoð lögreglunnar á Vestfjörðum á mánudag eftir að hafa lokast inni á milli snjóflóða. Höfðu mennirnir virt veglokanir að vettugi. Þeim var bjargað en gert að greiða sekt. Meira »

Oddabrú yfir Þverá í sjónmáli

07:37 „Þetta mjakast áfram,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, um vegtengingu frá Odda á Rangárvöllum yfir á Bakkabæjaveg með brú yfir Þverá. Meira »

Lítur fjarvistir alvarlegum augum

07:14 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lítur á það mjög alvarlegum augum að fjarvistir barna úr skólum komi niður á námi barna. Vísar hún þar til ummæla skólastjórnenda um að foreldrar óski oftar eftir leyfum fyrir börn sín frá skóla. Meira »

Vonandi stutt í vorið

06:50 Það gengur á með dimmum éljum á vestanverðu landinu og vafasamt ferðaveður þar, segir á vef Veðurstofu Íslands. Veðurfræðingur vonast til þess að það sé stutt í vorið en gul viðvörun er í gildi bæði við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Viðvörunin gildir til klukkan 6 í fyrramálið. Meira »

Skildi eftir lykla og fjarstýringu

06:13 Kona sem var á göngu með hundinn sinn í nótt í Grafarvoginum sá til manns sem hljóp í burtu er hann varð hennar var og ók síðan á brott en skildi efir lykla og fjarstýringu. Meira »