Sló met í meðaleinkunn Verzló

Bjarni Ármann Atlason.
Bjarni Ármann Atlason. mbl.is/Valgarður Gíslason

Bjarni Ármann Atlason útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands um helgina með 9,9 í meðaleinkunn og sló þar með fjögurra ára gamalt met Mörtu Jónsdóttur, sem útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,8.

Morgunblaðið greindi frá því í apríl sl. að Bjarni hefði fengið jákvætt svar um styrki frá þremur af sex bestu háskólum í Bandaríkjunum, Harvard, MIT og Columbia. Hann fór í formlegar heimsóknir í alla skólana áður en hann gerði upp hug sinn en loks varð draumaskólinn, Harvard, fyrir valinu.

Í blaðinu í dag segir Bjarni ekkert sérstakt hafa valdið því að hann kaus Harvard. „Ég endaði heimsóknaferðina mína þar og kunni strax gríðarlega vel við mig. Auk þess hentar námsframboðið og námsfyrirkomulagið í Harvard mér mjög vel og aðstaðan var til fyrirmyndar í alla staði.“

Bjarni komst inn í grunnnám og fékk jákvætt svar um styrki frá Harvard, MIT og Columbia Aðeins 4,6% af um 40 þúsund umsækjendum komst inn í grunnnámið við Harvard. Einnig er orðið torsóttara að komast í MIT og Columbia og hlutfallið svipað yfir þá umsækjendur sem ná inn, sagði í viðtalinu við Bjarna í apríl en hann hefur dúxað á nánast á hverri önn í Versló, með meðaleinkunn frá 9,6 til 9,8. 

Hér geta áskrifendur lesið viðtalið við hann síðan í apríl

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »